Laugardagur 05.11.2016 - 14:33 - 4 ummæli

Boston Architectural Collage

img_0325aaaaa

Á ferðum mínum hef ég oft gert mér erindi á arkitektaskólana til þess að sjá og upplifa andrúmið og hvernig skólarnir haga kennslunni. Þeir eru afar misjafnir.  Mér fannst gaman að koma á AA í London fyrir nokkrum árum. Kannski venna þess að hann minnti mig á Akademíuna í Kaupmannahöfn þegar ég stundaði þar nám.

Ég hef heimsott nokkra skóla í Bandaríkjunum. Svo sem Berkley, UCLA, Harvard og  „BAC“ sem mér þótti afar áhugaverður en UCLA sístur.

Ég hef komið oftar en einu sinni á þessa skóla og BAC heimsótti ég í annað sinn í gær.

Ég kom þarna síðast fyrir 5-6 árum. Þá tók á móti mér Theodore C Landmark sem var þá rektor skólans. Sérlega sjarmerandi maður. Hann sýndi mér skólann og sagði frá honum í tveggja tíma samtali.  En BAC mun vera fjölmennasti „post gratuate“ skóli sinnar tegundar í Bandaríkjunum.  Það var upplifun að eiga spjall við Landmark. Hann mælti með því að ég keypti bok sem heitir „101 Things I Learned in Architecture School“, sem ég auðvitað gerð og sé ekki eftir því.

BAC hefur áhugaverða stefnu varðandi verndun arfleifðarinnar.

Í heimi sem horfir stöðugt fram á nýjra tæknilegar byltingar (technological breakthrough) nýtir BAC sér tækifærið og lítur til fortíðar og skoðar hvernig nýta má hana í byggingarlistinni og hvernig megi vernda fortíðina án þess að hún sé byrði, heldur tækifæri sem opnar nýjar og betri leiðir.  Skólinn býður upp á mörg námskeið (líka online) í hvernig sinna má gömlum byggingum og menningarlandslagi til betri framtíðar. Nemendur á BAC læra hvernig framúrskarandi hönnun fyrri tíma og handverkið eru helstu gæði samfélagsins sem skylda er að varðveita og rækta.

Í heimsókn minni á BAC í gær var ég svo heppinn að hitta dean yfir landslagsdeild skólans, Maríu Bellalta og átti við hana og nokkra nemendur örstutt uppbyggjandi spjall ásamt því að skoða áhugaverða sýningu á verkum nemenda,

Það sem vakti sérstaklega athygli var að í kennslustofunni var engin talva. Þetta var eins og að koma á Akademíuna í Kaupmannahöfn fyrir 40 áru, Nemendurnir sátu í hópum eða einir og drógu hugmyndir sínar fríhendis upp á gagnsæjan pappír. Lögðu hugmyndirnar undir nýtt blað og drógu nýja línu með áherslu á það sem var nothæft á fyrra blaðinu. Lituðu aðalatriðin fríhendis með þykkum penna og héldu svona stöðugt áfram. Rúlluðu svo afrakstrinum upp og héldu heimleiðis til áframhaldandi hugmyndavinnu. Þetta var dásamlegt að sjá og upplifa.

++++++

Hér að ofan er ljósmynd af skólanum sem hýstur er í minnst tveim byggingum. Annarri sennilega 100 ára gamalli og hinni sem er svona 40 ára og einkennist af brútalisma sjöunda átarugarins.

 

fullsizerenderaa

Engar tölvur var að sjá í vinnustofunum.

fullsizerender

Studentarnir Sarah Kresock og Sara Bourqu,e vinna að hugmyndum um „recycled landscape“ ef ég skildi rétt.

img_0326aaa

Í andyrum skólans á báðum byggingunum eru nemendasýningar alla daga allt árið.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Einar Jóhannsson

    „Nemendur á BAC læra hvernig framúrskarandi hönnun fyrri tíma og handverkið eru helstu gæði samfélagsins sem skylda er að varðveita og rækta“. Þetta gefur 12 stig!

  • kristjàn gunnarsson

    Èg held það hljóti að vera mjög gaman að læra arkitektúr en að sama skapi ótrykkt starfsumhverfi eins og í öðrum skapandi greinum, myndlist, tónlist og leiklist.

  • Kristín G.

    Áherslan á eldri byggingar og þau tækifæri sem þar finnast eru hulin flestu fólki. Það er gleðilegt að lesa að skólarnir séu farnir að átta sig á þessu og kenna þessi fræði.

  • „Back to basic“

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn