Skömmu eftir að forseti Bandaríkjanna Richard Nixon sagði af sér, var hann spurður í viðtali hvernig hann héldi að hans verði minnst í sögunni? Nixon svaraði að bragði: ”Það fer eftir því hver skrifar söguna”.
Þegar ég hugsa um Alfred Jensen Raavad kom þetta mér í hug og spyr af hverju ég hafi aldrei heyrt um þennan merka mann? Ég heyri í mínu umhverfi að menn þekkja lítið til hans. Arkitektar hafa almennt ekki veitt honum sérstaka athygli þó þeir hafi vitað af honum sumir hverjir.
Því var haldið að mér að Fingerplanen, svo dæmi sé tekið, væri hugmynd Steen Ejler Rassmussen og Peter Bredsdorff. Komið hefur í ljós að þeir áttu ekki hugmyndina, en þróuðu hana og fengu samþykkta. Alfred Jensen kom fram með hana uppúr 1920 og sagði frá henni í Borgmesterbogen árið 1929. Ég hef ekki fyrr en í þessari viku vitað af afskiptum hans að skipulags og byggingamálum hér á landi. Ég hef líka, fram á þennan dag, haldið að hugmyndir Guðjóns Samúelssonar um íslenskan byggingastíl væri frá honum sjálfum komnar, en svo er ekki.
Af hverju var nafn Alfred haldið til hlés í Danmörku og einnig hér á landi?
Einn lesenda bloggsins sendi mér eftirfarandi hugsanlega skýringu á því að nafni Alfreds Jensen Rådvad var ekki mikið hampað á stríðsárunum og strax í lok srtíðsins þegar Fingerplanen var samþykkt:
”Það eru margir spennandi þræðir þarna sem gaman væri rekja. Mér þætti ekki ósennilegt að Guðmundur Hannesson læknir hafi haft ágæt tengsl við Alfred. Danir eru enn í dag afskaplega viðkvæmir fyrir sinni fortíð hvað varðar Þriðja Ríkið. Um 1995 framlengdu þeir til dæmis leynd yfir opinberum skjölum frá stríðsárunum um einhverja áratugi. Alfred og Guðmundur voru báðir uppteknir af hugmyndum síns tíma um mannkynbótastefnu og Alfred tengdist beint antisemitiskum félagsskap. Þrátt fyrir að Alfred sem lést árið 1933 geti ekki á nokkurn hátt tengst þeim glæpum sem voru síðar framdir í nafni þessara hugmynda þá virðist sem hann hafi lent utangarðs í sögunni vegna þessa”.
Steen Ejler Rasmussen og Bredsdorff var báðum vel kunnugt um tilvist og verk Alfreds Jenssen eins og sjá má á eftirtöldum tilvitnunum í bókina ”Steen Ejler Rasmussen” eftir Olaf Lund sem ég fékk sendar frá Ólafi Mathiesen. Þar ber nafn Alfred á góma:
#1. bls 122-123
“I 1923 var optimismen pa Hirthals´ vegne intakt. Paa den store byplanutstilling dette aar i Göteborg, hvor SER forste gang modte sin kollega og gode ven, Werner Hegemann, blev der vist byplaner fra mange stater og byer i Europa og USA. Danmark var ogsaa repræsenteret bl.a. med Hirtshals-planen fra 1923, med boligkvarteret Gerthasminde i Odense tegnet af Anton Rosen, med planerne for Grundtvigskirken, med Alfreds Raavads plan for Köbenhavn havn foruden med en række historiske byplaner”.
#2. bls 130
“Men her i begyndelsen af 1900-tallet var byplanlægning ikke nogen anerkendt akademisk disciplin. Uden for Akademiet var der især to arkitekter, som dengang beskæftigede sig med byplanlægning. Den ene var Alfred Raavad (1848-1933), som tilbragte 25 af sine unge aar íi USA, og som skrev meget om byplanlægning, bl.a. Borgmesterbogen fra 1929, der er en haandbog i byplanlægning beregnet for politikere og intereressede borgere. Den anden var Charles I. Schou (1884-1973).”
#3. bls 145
“Forestillingen om bydannelsen som en halv-stjerne kunne være inspirert af byplanteoretikeren Alfred Raavad (1848-1933), som Peter Bredsdorff satte höjt, og som i 1920’erne havde foreslaet Nordsjælland opdelt i kileformede “herreder” med spidserne placeret i Köbenhavns centrum.“
Í síðustu tilvitnuninni er auðvitað verið að tala um upphaf Fingerplanen sem nú er álitið ein helsta menningargersemi dönsku þjóðarinnar.
Ég verð að endurtaka vonbrigði mín gagnvart fræðasamfélaginu hér á landi og í Danmörku með þöggun gagnvart þessum áhugasama og duglega manni. Í Danmörku á ég við Fingerplanen og hér á landi um að augljós tenging verka Guðjóns Samúelssonar við Alfred er hvergi getið. Þeir sem fjallað hafa um Fingerplanen eða byggingamál hér á landi í upphafi síðustu aldar hafa annað tveggja ekki vitað um framlag Alfreds eða það sem verra er sneitt framhjá honum af einhverjum loddara- eða klaufaskaskap.
Verk Guðjóns á borð við fyrstu drög að Sundhöll Reykjavíkur 1923, Þingavallabæjarins, skólanna á Laugarvatni og Laugum, Kolviðarhól o. fl. eru greinilega unnin samkvæmt hugmyndum Alfreds en hugmyndafræðilega eignaðar Guðjóni. Sennilega er það rétt sem haldið hefur verið fram að Guðjón Samúelsson sé besti arkitekt Íslendinga á síðustu öld en jafnframt sá ofmetnasti. Talaður og skrifaður upp.
Dennis Davíð Jóhannesson vekur athygli á Korpúlfsöðum í sambandi við Alfred Jensen og vitnar í Leiðsögurit um islenka byggingalist þar sem segir: „Talið er að upphaflega hafi bróðir Thors, arkitektinn Alfred Raavad, átt hugmyndina um burstabæjarstíll Korpúlfsstaða en fyrstu teikningar af stórbýlinu eru hins vega eftir Guðmund H. Þorláksson húsameistara.“ Þetta er vafalaust rétt vegna þess að Thor eignaðist jörðina og hóf uppbyggingu á henni skömmu eftir að Alfred lagði fram sínar hugmyndir í íslenska byggingu í bæklingnum ”Íslenzk Húsagerðarlist” árið 1918.
Að lokum má geta þess að þau systkin bræðranna Thor Jensen(1863-1947) og Alfred Jensen (1848-1933) voru 11 auk fjögurra hálfsystra. Faðir þeirra var byggingameistari sem féll frá þegar þeir voru ungir. Thor var sendur á heimavist fyrir börn sem misst höfðu annað eða bæði foreldri sín. Um fermingaraldur var Thor sendur til Borðeyrar þar sem hann kynntist verðandi eiginkonu sinni Margréti Þorbjörgu Kristinsdóttur og átti hann með henni 11 börn (12 samkvæmt Wilkipedia)
Því má bæta við að Thor Jensen er langafi núverandi skipulagsstjóra ríkisins, Stefáns Thors. Kannski er skipulagsgáfan eins og margt annað geymt í genunum.
Eftir að hafa lesið þessar þrjár færslur og upphafsfærsluna um skipulag Stórkaupmannahafnar dettur mér í hug hvort ekki væri fróðlegt og gagnlegt, að þeir sem þekkja til og hafa tjáð sig, af yfirvegun og þekkingu, hittust með það markmið að efna til smáþings um Alfred Jensen. Þetta er upplagt fyrir eitt laugardagssíðdegi í Norræna húsinu. Manni virðist að þarna sé margt fróðlegt á ferðinni sem gæti kveikt á nýju kastljósi sem upplýsa gæti aðkomu og áhrif Alfreds Jenssen og Thors yngri bróður hans á atburðarrásina síðustu öld. Varpað nýju ljósi á byggingasögu og skipulagssögu Íslands og stórreykjavíkur frá 1900 til ársins 2000.
Í bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um Thorsarana kemur fram hvernig karlpeningurinn í fjölskyldunni (og þeir sem giftust konunum) plöntuðu sér útum allt í stjórnkerfinu, stjórnmála- og viðskiptalífi. Sjálfstæðisflokkurinn byggði sína innviði svo upp á sömu formúlu. Það var m.a.s. flutt tillaga á flokksfundi að flokksmenn giftust innbyrðis!
Svo ekki er skrýtið að skipulagsstjóri skuli vera Thorsari.
Þetta er enn svona og sýnist bið á því að „vinstri“ stjórn breyti þessu. Thorsaravæðingin fól líka í sér að ganga þannig frá lögum og samningum að ekki er hægt að reka efstu lögin í embættismannakerfinu, þannig að við sitjum uppi með þetta fyrirkomulag lengi enn.
Sæll Hilmar;
Reykjavíkurteikninguna frá 1916 er að finna í bók AJR De Danske Rigslande, undirtitill er Nationalt Program for Et Större Danmark. Í fororði bókarinnar er hún sögð skrifuð eftir sumarferð til Íslands 1915. Ég held hún sé til á Þjóðarbókhlöðunni.
Önnur bók eftir Alfred er Et Större Danmark (om Landsdelene og Rigstanken). Hún kom út á undan. Þar skipuleggur hann höfuðstað Grænlands; Erikhavn.
Í bókinni Chicago – Köbenhavn (útg. 1990) sem Jón Guðmundsson nefnir, eru fleiri skrif AJR tíunduð. Saga hans er rakin þar og eitthvað velt vöngum um arfleifð hans.
AJR er nefndur í yfirliti Páls Líndal, Bæirnir byggjast (1982). Páll helgar Alfred heila síðu (bls 173), gefur bakgrunn og lýsir tillögunni greinarvel.
Í Bandaríkjunum var Alfred Roewade og þarf að gúgla hann eftir þeirri slóð. Þá dettur in tillaga hans um Canberra.
Að lokum má geta að AJR kom með tillögu að fána Íslands.
Hann skyldi vera haus af sauðkind. Sú hugmynd gleymdist fljótt.
“Forestillingen om bydannelsen som en halv-stjerne „kunne“ være inspirert af byplanteoretikeren Alfred Raavad…….
„…kunne være…“ orðalagið úr bókinnni um SER er athyglisverð. Höfundurinn Olaf Lund veltir fyrir sér hvort það „gæti verið“ að fingraplanið væri innblásið af frá Alfred. Auðvitað veit hann það en þorir ekki að ganga lengra og fullyrða að hugmyndin sé komin frá AJR.
Söguskoðun/sögufölsun???
Er ekki rétt að fara í endurskoðun á byggingalistarsögunni hér á landi og í Danmörku? Ef marka má það sem fram hefur komið í þessum stórfróðlegu pistlum um Alfred Jensen þá er það tímabært.
Þakka þér fyrir spennandi umfjöllun um þennan gleymda áhrifavald á íslenska og danska sögu.
Það er mikið starf óunnið í því að skoða sögu skipulagsmála og byggingarlistar á Íslandi á liðinni öld. Við höfum í raun lifað í einskonar tilraunastofu, allt er hér um bil nýbyggt. Sjálfur er þriðja kynslóð frá torfbænum.
Í dag höfum við tækifæri til að sjá rykið setjast, rýna í söguna og skoða hvaðan við komum. Ef við notum tækifærið þá eigum við auðveldara með að skilja okkar stöðu í dag og ákveða hvert við viljum stefna.