Föstudagur 12.06.2015 - 13:48 - 5 ummæli

Can Lis eftir Utzon

tumblr_mf33i1ujDV1rtnstco2_500

Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt hefur sent síðunni áhugaverða grein um arkitektinn Can Lis. En Can Lis er hús sem Utzon byggði fyrir sig á Mallorca.    Höfundur pistilsins er flinkur og reyndur praktiserandi arkitekt sem hefur starfað alla sína tíð erlendis. Stefán hugsar mikið um anda staðanna og regionalismann sem á mikið erindi til samtímans. Ef fólk vill lesa fleiri pistla eftir stefán má slá upp nafni hans í leitarvélinni hér til hliðar. Gefum Stefáni orðið.:

Þræðir upprunans.

Að vorlagi árið 2001 þáði ég boð vinar míns að sigla á gamalli og glæsilegri seglskútu hans umhverfis Mallorca.Við heimsóttum m.a. Joönnu Kunstmann, listaverkasala skammt frá Santanyi við suðausturströnd eyjunnar.  Nutum þess að vera bæði á landi og til sjós.Þessir dagar voru fullir af gleði og fullvissu um að þarna við Miðjarðarhafið eiga Norðurlandabúar sínar gömlu rætur.

Á morgnana var  gjarna spjallað saman í  „Galeria Joanna Kunstmann“ við Plaza de Canal,  þá mjög þekkt listaverkasala á eyjunni.

Í  ljós kom,að fjölskylda danska arkitektsins Utzon, einkum einkadóttir hans Lin,voru tíðir gestir í Galeria Johönnu.

Úr helli  í hof.

Skoðunaferð í eigið hús Jörn Utzon, þar sem Lin bjó á þeim árum,var skipulögð

Utzon fjölskyldan fann sitt  „draumaland“ við Miðjarðarhafið á klettafleti,sem sem stendur beint á klettavegg við hafið nálægt Porto Petro á austurströnd Mallorca.

Eftir að hafa flúið Ástralíu og  Óperunna í Sydney, eins og kunngt er,  flutti Jörn  með konu og börn  í  kringum 1970 á Mallorca og framkvæmdir þar draum sinn um hús við suðrænt haf.

Því miður  varð birtan og endurspeglunin við sjóinn þeim Utzonhjónum um of  og þegar ég var þarna voru hjónin flutt út og dóttirin tekið við .

Áður enn húsið var byggt dvaldi Jörn oft í helli,sem var  í klettavegg á nýju lóðinni ,horfði til suðurs í átt að Alsír í  Norður Afríku,(þar sem Albert Camus fæddist og óx upp) og lét sig dreyma um  „paradís“ á jörð.

Can Lis,eins og Jörn skírði húsið nafni konu sinnar,  er  að vissu leiti tákn um tálsýn „norðurlandabúa“ hvað rómantískt paradís suðursins snertir,já einskonar „manifest“ slíks draums.

En  Can Lis er þó fyrst og fremst óviðjafnanlegt verk arkitektúrs,  eitt athyglisverðasta einkahús 20.aldar og því lærdómsríkt að beina því augsýn.

Hér varð til frábært dæmi um hús,sem vex og verður hluti af umhverfinu..

Utzon hleður með þeim stein,sem í aldaraðir var notaður á   eyjunni, og gerir það svo snildarlega,að þegar verkinu var lokið fékk hann kveðju frá spænskum kollega sínum á eyjunni : “to Utzon who show us our own stone“.

Þetta sýnir,að ekki er sjálfsagt, að arkitektar sjái  einkenni hvers staðar  og flétti jafn eðlilega inní staðarhætti og hér er var gert.

Utzon tekur upp þann þráð,sem sýnilegur er á bóndabýlum eyjunnar svo og þeim  veggjum,sem aðskilja einkaland bænda .  Allt húsið er hlaðið úr dæmigerðum,  ljósgulum sandstein Mallorca.

Auk þess eru að öðru leiti eingöngu staðbundin efni notuð,t.d. þakskegg úr leir,  tréverk úr þeim við,sem á staðnum vex ,   majorcaleirflísar á gólfum .

Byggingarhlutar eins og innigarðar,  terössur,eða glerjaðar flísar eru dæmigerð staðareinkenni.

Sú nálgun Utzons, að leita ekki langt yfir skammt ,er að vísu óháð Christopher Alexander (sem birti „The Timeless Way of Building“ 1979)  en í mörgu álíka sýn á byggingalist.

Mannsverk og náttúran.

Á vissan hátt er húsið eins og það sé ekki „hannað“.  Bygginging  fékk að „vaxa“ og varð  ekki endanlegt form fyrr en í lokin.  En  þessi aðferð skilar  eðlilegri og  tímalausri byggingu.

Hér er til staðar „gamallt og nýtt“  eins og  sjálfsagður  hluti umhverfis.

Grunnhugmyndin :  fjórar einingar ,hver um sig sjálfstæð en tengdar saman með  dæmigerðum innigörðum Spánar,  er í átt af húsaþyrpingum gömlu bóndabæja eyjunnar.

Hver eining í húsi Utzons hefur ákveðið hlutverk: setustofa,eldhús ásamt borðstofu,svefn og gestaálma.

Aðkoman að húsinu er svo látlaus,  að engum dettur í hug,að nokkuð athyglisvert sé  innandyra.

Því stærri verður upplifunin þegar sjórinn blasir fyrst við þegar inn er gengið.

Já:hér er fullkomið útsýni:allar gluggaeiningar eru settar utaná veggi svo að eingöngu gler sést innanfrá.

Formin „klassísk“ með einfaldleika og  léttleika,sem einkennir oft gömul býli á Mallorca.  Þykkir,hlaðnir veggir og innréttingar úr trévið. Súlur, bitar og bogaloft ekki falin.

Rýmin milli inngangs og  innirýma,yfirbyggð útirými og terrössur:hér má upplifa sólina og stein,birtu og haf í  uppruna sína.  Náttúran og verk mannsins eru ofin saman í eina heild.

Albert Camus segir okkur að það „að finna tengsl sín við jörðina,  ást sína á nokkrum manneskjum,vita að sá staður er til þar sem hjartað er sátt,  er býsna margt á einni æfi“ ( Noces 1938 /þýðing: Ásdís R. Magnúsdóttir,A.C.: Ritgerðasöfn 2014).

Hús Utzons á Mallorca endurspeglar þennan samhljóm manns og veraldar,sem Camus fjallar svo snildarlega um  í Noces,þar sem hann segir okkur frá  ytri og innri ferðalögum umhverfis síns og upplifunar.

+++++

Hér eru slóðar að öðrum pistlum eftir Gunnlaug Stefán ásam slóð að pistli um Utzon:

http://blog.dv.is/arkitektur/2014/02/04/flettad-inn-i-landslagid/

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/12/29/flettad-inn-i-borgarvefinn/

http://blog.dv.is/arkitektur/2014/12/20/margbreytni-rymis/

Að neðan eru nokkrar myndir af Can Lis ásamt grunnmyndum sniði og fl.

can_lis_mallorca

tumblr_mf33i1ujDV1rtnstco1_1280

 

 

KAS-CA-CAN_LIS-TOTALST_PLAN-03-_905

CroppedWatermarkImage1170700-can_feliz_drawing_1

openhouse-barcelona-architecture-can-lis-and-can-feliz-jc3b8rn-utzon-mallorca-3

JAU_Can-Lis_Yoshiharu-Tsukamoto_stage2

546198bfad460ab03223ec767699ad3e

 

Ég þakka Gunnlaugi Stefáni Baldurssyni pistilinn sem er fróðlegur fræðilegur og skemmtilegur.

Mig langar að bæta því við að Utzon fæddist 1919 og var jafnaldri professorsins míns Jörgen Bo (teiknaði Lousiana og m.fl) og var á sama tíma  og á Akademíunni og Tobiasar Faber sem var rektor Akademíunnar þegar ég las þar. Þeir voru allir góðir félagar.

Það má skjóta því hér inn að á þeim tíma sem ég stundaði ná á Akademíunni voru flestir prófessorar og kennarar skólans þungavigtarmenn í byggingalistinni. Þetta einkenndi skólann á margann hátt.

En eins og gengur með alt skabandi fólk voru þeir líka aðgerðarsinnar og engar geðluðrur.  Í ævisögu Utzon segir frá því að þeir Utzon og Faber, sem bjuggu saman á námsárunum, söfnuðu saman 30-40 dúfum á Ráðhústorginu. Þetta var á stríðsárunum og Danmörk hersetin af þjóðverjum. Þeir fóru með dúfurnar í pappakassa niður á Charlottenborg við Kongens Nytorv. Máluði merki breska flughersins á vængi fuglanna og slepptu þeim út um glugga Akademíunnar. Dúfurnar flugu yfri hersetinni borginni og höfðust við á Ráðhústorginu í nokkra daga þar sem þýskir hermenn fullvopnaðir gátu ekkert ráðið við Royal Air Force. Ekki fara sögur af þeim meira og var þetta vandræðalaust fyrir þá skóla- og herbergisfélaga Faber og Utzon þó þeir hafi fengið skammir í skólanum, sem fóru reyndar lágt.

Að neðan er mynd af þeim hjónum tekin skömmu áður en Utzon dó árið 2008. Lis Utzon, sem húsið heitir eftir dó 92 ára gömul árið 2010.

266166

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Hilmar Þór

    Það er gaman að geta þess að Utzon rak alla tíð litla teiknistofu. Einn kennaranna á minni deild á akademíunni vann hjá Utzon. Hann sagði þetta yndislegan vinnustað. Flest verkefnin voru í útlöndum og ónæðið nánast ekkert frá verkkaupanum. „Síminn hringdi aldrei“ sagði hann.

    Nú er arkitektaþjónusta sífellt að færast meira inná viðskiptatengd markmið meðan á síðustu öld var sjálf byggingalistin drifkrafturinn. Teiknistofur komu og fóru eftir verkefnunum.

    Þetta hús sem Gunnlaugur Stefán fjallar hér um er til fyrirmyndar á margvíslegan hátt og er eins og getið er að ofan frábær blanda af „regionalisma og nútíma arkitektúr“

  • M. Ólafsdóttir

    Þetta er fyrirmyndardæmi um blöndu af nútímaarkitektúr og regionalisma.
    Það er aldrei hamrað nægjanlega á þessu!

  • Sunna Reynisdóttir

    „En eins og gengur með alt skabandi fólk voru þeir líka aðgerðarsinnar og engar geðluðrur.“

    Þetta er svo satt. Það nær enginn árangri sem situr og stendur eins og aðrir vilja. Sjáið bara Björk og Bítlana! Okkur vantar óþekka arkitekta, óþekka stjórnmálamenn og bara meiri málefnalega óþekkt og auðvitað umræðu.

    • Hilmar Þór

      „málefnaleg óhlýðni“, þetta orðasamband hef ég aldrei heyrt. Á örugglega einhverntíma eftir að grípa til þess.

    • Örnólfur Hall

      -Vel mælt Sunna ! – M.a. um vöntun á óþekkum arkitektum en þeir eru oft ósköp til hlés þegar t.d. kemur að gagnrýni á arfavitlausar opinberar framkvæmdir, gallaðar, illa hannaðar og fara margfalt fram úr áætlun.
      -Vinir mínir í verkfræðingastétt eru oft skelleggari í óþekktinni en kollegarnir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn