Íbúasamtök Vesturbæjar eru svokölluð grasrótarsamtök sem stofnuð voru 1977. Þau spruttu upp í hverfinu af frumkvæði íbúanna sjálfra. Þau fundu sér verkefni og þeim var vel tekið. Samtökin þjöppuðu íbúunum saman. Uppskeran var í samræmi við væntingar. Það vita það ekki margir en Íbúasamtök Vesturbæjar norðan Hringbrautar var fyrst til þess að skilgreina íbúðahverfi […]
Myndin að ofan varð á vegi mínu í vikunni. Hún er af nýbyggingu Morgublaðsins eins og hún var hugsuð á sínum tíma fullgerð, alls 11-12 hæðir. Bygginguna teiknaði Gunnar Hansson 1953 meðan hann var enn við nám í byggingalist. „Morgunblaðshöllin“ hefur verið umdeild allt fá því að hún var byggð. Það var einkum stærð hennar […]
Síðunni hefur borist masterverkefni sem unnið var á arkitektaskólanum í Árósum. Höfundurinn er Snædís Bjarnadóttir arkitekt sem flutti til Danmerkur árið 2008 og lauk meisratanámi í arkitektúr frá Árósum á síðasta ári. Hér er kynnt lokaverkefni hennar með texta frá höfundi sjálfum. Hér er mjög áhugavert innlegg í umræðuna um alvöru matarmarkað í Reykjavík. ++++++ […]
a Reykjavík er að breytast úr þorpi í borg. Aðalskipulagið AR 2010-2030 gerir ráð fyrir að greiða götur gangandi, hjólandi og þeirra sem velja að ferðast með almenningsvögnum og bæta mannlíf á götunum. Aðalskipulagið frá 1962- 84 gerði ráð fyrir því að allir hefðu yfir einkabifreið að ráða. AR 2010-2030 gerir ráð fyrir nútímaborg þar […]
Fyrir rúmum fjórum árum skrifaði ég nokkra pistla um matarmarkaði víða um heim og vöntun á slíkri starfssemi í Reykjavík. Ég skrifaði um matarmarkaði sem stæðu sælkerabúðum og lágvöruverslunum framar á allan hátt. Markaði þar sem verslun er hin besta skemmtun og upplifun. Matarmarkaði sem hefði aðdráttarafl fyrir jafnt borgarbúa og ferðamenn alla daga vikunnar. […]
Það var sérlega skemmtilegt og fróðlegt að lesa bók Sigurðar Pálssonar „Táningabók“ sem kom út núna fyrir jólin. Bókin fjallar um tíðaranda sjöunda áratugar síðustu aldar og tengir hann sinni lífsreynslu og vangaveltum. Sérstök áhersla er lögð á unglingamennigu sem var einstök fyrir um 50 árum. Í bókinni fjallar Sigurður um bókmenntir, myndlist, leiklist […]
Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt hefur sent síðunni áhugaverða grein um arkitektinn Linu Bo Bardi. Höfundur pistilsins er flinkur og reyndur praktiserandi arkitekt sem er meðvitaður um fræðimennsku byggingalistarinnar þar sem hann hugsar mikið um anda staðanna og regionalismann. Hann hefur skrifað greinar í Lesbók Morgunblaðsina, hér á þennan vef og víðar um mikilvægi „Regionalismans“ […]
Vegna vinnslu bókar um Gunnlaug Halldórsson arkitekt fann Pétur H. Ármannsson arkitekt frumdrög af sumarhúsi sem Gunnlaugur teiknaði fyrir Georgiu og Svein Björnsson forseta Íslands. Húsið átti að byggja við svokallaðan Forsetahól utarlega á Reykjanesi. Húsið var aldrei byggt en það átti að rísa undir grasivöxnum hól, Litlafelli, skammt frá afleggjaranum að Reykjanesvita. Þetta var […]
Það vita það ekki allir, en arkitektar hafa með sér öflugar siðareglur. Í siðareglum Arkitektafélags Íslands birtast þær hugsjónir og meginreglur, sem talið er mikilvægt að arkitekt beri að hafa að leiðarljósi í störfum sínum. Siðareglur arkitekta ganga fyrst og fremst út á þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi eru það atriði er varða hag þeirra […]
Því var haldið fram þegar ég var í sveit Svefneyjum á Breiðafirði að Ranakofinn væri eldra hús en nokkuð annað í Vestureyjum Breiðafjarðar. Sumir töldu reyndar Ranakofann elsta hús hús á Íslandi. Minjastofnun hefur ekki aldursgreint bygginguna en telur hana vera frá seinni hluta 18. aldar. Hún er sennilega miklu eldri vegna þess að það hafa […]