Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 07.04 2013 - 10:32

Pólarnir í Reykjavík

    Árið 1916 var íbúafjöldi Reykjavíkur um 15.000 manns. Stöðugir fólksflutningar til Reykjavíkur úr sveitum leiddu til húdnæðisskorts. Húsnæðisekklan var svo mikil í Reykjavík á árum fyrri heimsstyrjaldar svo jaðraði við neyðarástand. Talið var að það vantaði húsnæði fyrir milli 800 og 1.000 manns á þessum tíma í Reykjavík. Til þess að mæta þessu […]

Fimmtudagur 04.04 2013 - 08:25

Hin eftirsóttu Mies verðlaun til Íslands?

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að í fyrsta sinn í sögunni er bygging á Íslandi komin í úrslit í vali á bestu byggingu Evrópu á s.l. ári. Tilnefnd voru 335 verk frá 37 Evrópulöndum. Um er að ræða virtustu verðlaun af þessu tagi í álfunni og sennilega um víða veröld. Þetta eru Mies van der Rohe verðlaunin […]

Þriðjudagur 02.04 2013 - 10:00

Stefán Thors arkitekt, ráðuneytisstjóri

  Stefáni Thors arkitekt  hefur verið boðin staða ráðuneytisstjóra umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.  Þetta er auðvitað mikil viðurkenning á fyrri störfum Stefáns sem forstjóra skipulagstofnunnar undanfarin  27 ár.  (áður skipulagsstjóri ríkisins) Það er einnig fengur fyrir málaflokkinn að  ráðuneytinu hafi  tekist að ráða reyndan arkitekt og stjórnanda til starfsins. Stefán lauk meistaraprófi frá Konunglegu Dönsku Akademíunni í […]

Þriðjudagur 26.03 2013 - 16:23

Skrúður fær virt alþjóðleg verðlaun fyrir garðlist.

Garðurinn Skrúður hlýtur „International Carlo Scarpa Prize for Gardens“ 2013 Garðurinn Skrúður að Núpi í Dýrafirði hefur hlotið alþjóðleg verðlaun „Premio Internazionale Carlo Scarpa per il Giardino“ eða „Alþjóðaverðlaun Carlo Scarpa fyrir garða“.   Tilkynnt var um verðlaunin á blaðamannafundi í morgun  í Mílano á Ítalíu en þau verða afhent við hátíðlega athöfn á árlegri hátíð […]

Miðvikudagur 20.03 2013 - 00:12

Áhrif internetsins á byggingarlistina.

  Fyrir um 50 árum voru það snjallir ljósmyndarar sem gerðu hús og arkitekta fræga og sígilda. Nú er það internetið. Ég sló upp einum af sterkustu arkitektum Evrópu  á árunum um 1970 á leitarvél Google. Ég stimplaði inn  arkitektinn og prófessorinn  á Konunglegu Akademíunni í Kaupmannahöfn inn á Google,: „Arkitekt Viggo Möller Jensen“ (1907-2003). […]

Mánudagur 18.03 2013 - 11:47

Aukin landþörf í þéttbýli

Síðunni hefur borist eftirfarandi grein frá Sigurði Thoroddsen arkitekt. Sigurður er einn reyndasti skipulagsmaður íslendinga. Hann vann nánast alla starfsæfi sína hjá Skipulagi rikisins (nú Skipulagsstofnun),  mestan hluta sem aðstoðarskipulagsstjóri. Hér skrifar hann athyglisverða grein um þróun skipulagsmála í Reykjavík frá 1927 til dags dató. Hann talar um þétta og dreifða byggð. Þetta er fróðleg […]

Miðvikudagur 13.03 2013 - 13:33

Flugvöllur á Hólmsheiði

  Það er ótrúlegt að hugsa til þess að samkvæmt áæltlunum Reykjavíkurborgar eru aðeins þrjú ár þar til flugvöllurinn í Vatnsmýri verði nánast lagður af. Það sem gerir þetta sérstaklega ótrúlegt er að ekki hefur enn fundist lausn á flugsamgöngum við höfuðborgarsvæðið sem leyst getur Reykjavíkurflugvöll af og sátt er um. Undanfarna daga hafa þó […]

Föstudagur 08.03 2013 - 00:07

Mæla með brú yfir Fossvog.

    Í gær var kynnt greinargerð varðandi brú yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og jafnvel almenningssamgöngur milli Kársness og Nauthólsvíkur. Greinargerðin var til umfjöllunar í bæjarráði og borgarráði fyrir hádegi í gær. Þarna er fetuð slóð sem er afar áhugavert og metnaðarfull og ber með sér mikla möguleika i skipulagmálum höfuðborgarsvæðisins. Greinargerðin var unnin af verkfræðistofunni Eflu […]

Þriðjudagur 05.03 2013 - 12:20

Arkitektúrljósmyndir – Ezra Stoller

Því hefur verið haldið fram að hús séu eins og fólk. Þau myndist misvel. Og þau hús (fólk) sem mest eru ljósmynduð séu ekki endilega bestu húsin, þau myndist bara betur. Byggingar sem myndast vel fara víða í blöðum og tímaritum meðan hin vilja gleymast þó þau séu jafnvel betri en hin frægu. Ljósmyndarinn skiptir þarna […]

Föstudagur 01.03 2013 - 14:27

Spennandi viðbygging

  Þegar japanski arkitektinn Hironaka Ogawa kom á staðinn þar sem átti að byggja viðbyggingu við hús verkkaupans sá hann tvö glæsileg tré sem þurfti að fella vegna framkvæmdanna. Í stað þess að láta þau hverfa lagði hann til að þau yrðu tekin upp, berkinum fletta af, þau þurrkuð, reykt og notuð aftur í nýbyggingunni. Þetta er […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn