Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 17.01 2012 - 10:22

Málþing um flug og flugvallamál

. Mér hefur oft fundist að umræðan um Reykjavíkurflugvöll hafi einkennst af NIMBY sjónarmiðinu (“Not in my backyard”)  Það er að segja allir vilja hafa flugvöll en bara ekki á baklóðinni hjá sér. Reykjavíkurborg, höfuðborg landsins, vill ekki hafa flugvöllinn í sínum bakgarði og er búin að úthýsa honum úr Vatnsmýrinni samkvæmt aðalskipulagi til ársins […]

Föstudagur 13.01 2012 - 23:20

Vatnsmýrarsamkeppnin-Upprifjun

  Um þessar mundir eru liðin fjögur ár síðan úrslit í tveggja þrepa samkeppni um framtíð Vatnsmýrarinnar voru kynnt.  Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og tækifæri gefist til þess að velta þeim frjóu og vel unnu tillögum  sem viðurkenningu og verðlaun hlutu fyrir sér. Þetta var metnaðarfull samkeppni frá hendi útjóðenda og þátttakendur […]

Þriðjudagur 10.01 2012 - 21:30

Hegningarhúsið–Safn um Hrunið?

Nokkrir lesendur síðunnar hafa beðið um að opna umræðu um  Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og framtíð þess. Þær hugmyndir sem fram hafa komið um framtíðarnotkun hegningarhússins eru einkum  sýningarhald, veitingarekstur, og matarmarkaður. Þetta eru vafalaust ágætar hugmyndir. Hegningarhúsið eða “Tugthúsið” eins og það er stundum kallað er afar merkilegt hús. Það er einstakt, fallegt og gamalt og á sér langa […]

Laugardagur 07.01 2012 - 12:47

Reiðhjólaleiga í Reykjavík

Í desemberhefti fréttabréfsins Gangverk sem gefið er út af verkfræðistofunni Verkís er fjallað um almenningshjólaleigur. Þar kemur fram að vinsældir slíkrar þjónustu fer hratt vaxandi víða um heim. Höfundur greinarinnar, Daði Hall, upplýsir að árið 2000 voru slík kerfi í fimm löndum  með um 4000 reiðhjólum. Í dag eru hjólin um 236.000 í 33 löndum. […]

Miðvikudagur 04.01 2012 - 10:17

Kennarabústaðir við Egilsgötu

Ég fékk myndina að ofan frá einum lesenda síðunnar. Hún er tekin á fjórða áratug síðustu aldar af kennarabústöðunum við Egilsgötu í Reykjavik. Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari en húsin teiknaði Þórir Baldvinsson arkitekt (1901-1986). Þetta eru merkileg hús fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er þarna á ferðinni skandinavískur funktionalismi af hreinræktaðri gerð […]

Laugardagur 31.12 2011 - 00:04

Í tilefni áramóta

. Vegna efnahagsástandsins hefur lítið verið að gerast í byggingarlistinni hér á landi undanfarin þrjú ár. Það má segja að það hafi átt sér stað alger stöðnun. Þetta hefur verið hrikalegt fyrir þá sem hafa lífsviðurværi sitt af byggingariðnaðinum. Ég er þess fullviss að eingin fagstétt á landinu hefur farið ver út úr hruninu en […]

Miðvikudagur 28.12 2011 - 20:44

Aðalskipulag Reykjavíkur –Stofnbrautir -Flugvöllur

Ég veit ekki hvort fólk almennt áttar sig á því að í öllum sveitarfélögum eru í gildi aðalskipulag sem hefur meiri áhrif á hag þess en flesta grunar.   Aðalskipulög hafa nánast stöðu lagasetningar og vega mjög þungt. T.a.m. er aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 undirritað af borgarstjóranum í Reykjavík, skipulagsstjóra ríkisins og umhverfisráðherra ásamt vottum.  Þannig er þetta […]

Þriðjudagur 27.12 2011 - 11:56

Bestu byggingar ársins

Það er löng hefð fyrir því í Danmörku að sveitarfélög færi framkvæmdaraðilum viðurkenningu fyrir framúrskarandi arkitektúr. Fundnar eru bestu byggingar liðins árs í hverju sveitarfélagi og þeim sem að stóðu veitt viðurkenning á alþjóðlegum degi byggingarlistarinnar 1. október ár hvert. Tilgangurinn er ekki aðeins sá að heiðra arkitektinn og húsbyggjandann heldur einnig að hvetja alla til þess […]

Mánudagur 19.12 2011 - 15:31

Afstöðumynd-Dómkirkjan í Lundi

Kollegi minn vakti athygli á byggingu safnaðarheimilis í grennd við Dómkirkjuna í Lundi í Svíþjóð. Þetta er hressileg bygging og á margan hátt spennandi. Það sem einkum vakti athygli mína er afstöðumyndin. Þarna er hún  sérstaklega góð hvort sem litið er til grunmyndar eða húsahæða.  Inngangurinn er gerður sýnilegur með því að draga húshliðina aðeins […]

Miðvikudagur 14.12 2011 - 08:44

Ocar Niemeyer 104 ára – The last Modernist?

Oscar Niemeyer, sem nefndur hefur verið síðasti modernistinn meðal arkitekta, lauk við eina af sínum byggingum s.l. vor. Þetta var ”Centro Niemeyer” í Avilés á Spáni. Þetta  er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann verður 104 ára á morgun þann 15. desember. Niemeyer útskrifaðist úr skóla hinna fögru lista „Ecola […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn