Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 26.05 2011 - 11:03

“Grenjavæðing” miðborgarinnar heldur áfram

Lesandi síðunnar hefur vakið athygli mína á að enn eitt húsið í eldri hluta Reykjavíkur sé að slummast. Það er húsið nr. 34 við Baldursgötu sem hefur verið yfirgefið. Í fyrrihluta maímánaðar varð húsið mannlaust og strax i framhaldinu voru rúður brotnar og negld spjöld fyrir alla glugga. Augljóst er að eigendur hafa ekki hugsað […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 05:05

Moshe Safdie-Marina Bay Sands í Singapore

Nýjasta verk Moshe Safdie er Marina Bay Sands í Singapore. Húsið var tekið í notkun á síðasta ári. Þetta er hótel með tæplega 2600 herbergjum. Byggingin er  á 55 hæðum í þrem turnum sem tengdir eru saman á efstu hæð með þakgarði sem hefur skipsform. Þakgarðurinn er um 10.000m2 á stærð með veitingahúsum,  gróðurvinjum og […]

Laugardagur 21.05 2011 - 16:16

Moshe Safdie – Sérbýlum staflað.

Á árunum í kringum 1970 voru Evrópumenn með Norðurlandaþjóðirnar í fararbroddi að gera tilraunir með “lága þétta” íbúðabyggð.  Arkitektarnir gerðu tilraun með að færa blokkaríbúðina niður á jörðina. Færa fólk nær jörðinni og gefa því kost á að hafa einkagarð. Ekki er hægt að halda öðru fram en að þetta hafi heppnast. Tíðarandinn margumtalaður kom […]

Fimmtudagur 19.05 2011 - 09:02

Tvær Hörpumyndir- Hugsun og veruleiki

Mér hafa borist tvö myndbönd sem voru notuð til kynningar á tilboðum um byggingu ráðstefnu og tónlistarhúsi á Austurbakka í Reykjavík fyrir einum 7 árum. Það fyrra fjallar um þá byggingu sem nú stendur, Hörpuna, sem teiknuð er af Henning Larsem í samstarfi við íslensku arkitektastofuna Batteríið. Síðara myndbandið fjallar um tillögu sem teiknuð er […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 18:01

Önnur HARPA

Árið 2003 efndi fyritækið Austurhöfn-TR  til hugmyndasamkeppni um ráðstefu og tónlistarhús sem þróaðist í samningskaupaferil árið 2004.  Samningskaupaferlið var einkaframkvæmd (3P eða Public Private Partnership) þar sem fjögur fyritæki lögðu fram tillögu og tilboð í byggingu og rekstur hússins í áratugi.   Íslendingum var sem sagt boðið uppá fjórar útgáfur af þessu mikla húsi sem […]

Sunnudagur 15.05 2011 - 12:55

BIG rokkar í Tirana Albaníu

Danski arkitektinn Bjark Engels er sá arkitekt sem mest ber á i alþjóðlegu samkeppnisumhverfi þessi misserin. Nú á dögunum vann hann samkeppni um 27.000.- fermetra menningarhús Islam í Tirana í Albaníu Það em einkennir Bjarke er einkum tvennt. Í fyrsta lagi aðferðafræði hans við nálgun lausnarinnar og svo hinsvegar framsetningin sem er afar skemmtileg kinning […]

Miðvikudagur 04.05 2011 - 17:14

Ráðstefnu- og tónlistarhúsið HARPA

Í dag er ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa tekið í notkun og tilefni til að byrta nokkrar myndir af byggingunni sem hönnuð er af  Teiknistofu Henning Larsen í Danmörku í samstarfi við íslensku arkitektastofuna Batteríið. Ég fann ekki texta um húsið á heimasíðu Batterísins svo ég leyfi mér að birta orðrétta kynningu dananna verkinu eins og hún […]

Mánudagur 02.05 2011 - 08:26

Perla í Berlin- Mies verðlaunin 2011

Gunnlaugur Baldursson arkitekt sem starfar í Þýskalandi skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins fyrir rúmu ári (16. janúar 2010).  Greinina nefnir hann “Perlur með sögu og sál”.  Þar fjallar hann um byggingarlistarlegar perlur í Reykjavík og víðar.  Í greininni lýsir hann stuttlega Neues Museum í Berlín sem hann lofar mikið. Nú hefur komið á daginn að […]

Laugardagur 30.04 2011 - 21:40

Arkitektúr og grunnskólamenntun

Það eru margar leiðir sem hægt er að nota til þess að kenna börnum á umhverfið sitt. Hægt er að samtvinna kennsluna með handmennt og myndmennt og fá börnin til þess að saga út reiti borgarhlutans sem þau eiga heima í og raða þeim svo upp í samræmi við veruleikann. Síðan má mála inn stofnanir […]

Fimmtudagur 28.04 2011 - 20:08

Útskriftarsýning LHÍ-Arkitektúr

. Nú stendur yfir árleg sýning í Listasafni Reykjavíkur á útskriftarverkum nema frá Listaháskóla Íslands.  Sýningin sem óhætt er að mæla með verður opin til 8. mai n.k. Í ár setti skólinn nemum sínum í arkitektúr verkefnið “danshús”. Þrjár lóðir voru í boði sem allar eru við Barónsstíg.  Þetta er lóð framan við Vörðuskóla Guðjóns […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn