Norðmaðurinn Martin Otterbeck keypti gamlan olíutank með lóð skammt frá Lofoten í Noregi fyrir um 150 þúsund norskar krónur og innréttaði sér íbúð. Þetta er skemmtilegt dæmi um hvernig nota má úr sér gengin mannvirki og gefa þeim nýtt líf. Hjálagðar eru myndir teknar fyrir og eftir framkvæmdir. Þarna er nú skapað eftirsóknarvert hús á […]
Stefán Snævarr skrifaði athugasemd við færslu mína um fegirðina á fimmtudag. Uppistaðan í færslunni er myndband þar sem hlusta má á Denis Dutton halda fyrirlestur sem hann kallar “The Darwinian Therory of Beauty”. Stefán dýpkar umræðuna með heimspekilegum vangaveltum um fegurðina. Athugasemd Stefáns byggir á myndbandinu sem gott er að skoða m.t.t. eftirfarandi skrifa Stefáns. […]
“ Yfir 13.000 íbúðir voru byggðar hérlendis á árunum 2005-2009 sem var langt umfram bjartsýna þarfagreiningu bankanna. Nú standa landsmenn uppi með offramboð og tvær til þrjár íbúðir losna daglega vegna fólksflótta frá landinu” Þetta stendur í góðri og upplýsandi grein í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær, fimmtudag. Í blaðinu kemur fram að á […]
Hjálagt er slóð að skemmtilegum fyrirlestri um fegurðina þar sem því er haldið fram að skynjun fegurðarinnar sé falin í erfðaefnum okkar, ekki ”in the eye of the beholder” eins og algengt er. Fyrirlesturinn er kallaður ”A Darwinian theory of beauty” og er fluttur af hinum ágæta Denis Dutton frá Eyjaálfu. Myndbandið er um 17 […]
Fyrir tæpum 25 árum var haldin samkeppni um skrifstofubyggingu Alþingis. Þetta var stór keppni með fjölskipaðri 7 manna dómnefnd. Dómarar voru allir forsetar Alþingis, efri deildar, neðri deildar og sameinaðs þings. Auk forsetanna þriggja, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, Salóme Þorkelsdóttur og Ingvars Gíslasonar var einn þingmaður, arkitektinn Stefán Benediktsson og einn fulltrúi borgarinnar, Þorvaldur S. […]
Le Courbusier, Alvar Aalto og Oscar Niemeyer teiknuðu mikið fríhendis, bæði vegna vinnunnar og á ferðalögum sínum. Glenn Murcutt og Norman Foster nota líka blýantinn og teikna það sem fyrir augu ber og það sem þeir eru að skapa. Þessir menn búa/bjuggu allir yfir mikilli rýmisgreind og teiknuðu stöðugt. Ég naut þeirra forréttinda að kynnast Murcutt […]
“Ef þú átt tvo peninga skaltu kaupa brauð fyrir annan og blóm fyrir hinn – brauðið til að lifa á og blómið til þess að lífið sé þess virði að því sé lifað” Þessi kínversku spakmæli komu í huga mér þegar ég skoðaði loftmyndir Kjartans Sigurðssonar af ýmsum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Myndin að ofan er […]
Hjalti Þór Hreinsson starfsmaður Amtsbókasafnsins á Akureyri og áhugamaður um arkitektúr og kvikmyndagerð hefur gert stutta heimildamynd um safnið. Þetta er vel gerð mynd sem hlaðin er sögulegum fróðleik um tilurð safnsins og byggingasöguna. Ég birti hana hér með góðfúslegu leyfi höfundar. Þarna er sögð merkileg saga um gott hús sem margir þjóðþekktir menn áttu […]
Í dag fyrir réttum 70 árum stofnuðu skólafélagar af Akademíunni í Kaupmannahöfn teiknistofu í Reykjavík. Þetta voru þeir Sigvaldi Thordarson og Gísli Halldórsson. Þeir félagar voru landflótta frá Danmörku vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Þeir voru fjölskyldumenn sem ekki fengu lokið námi vegna stríðsins. Þegar stríðinu lauk héldu þeir aftur til Kaupmannahafnar og luku þaðan prófi. […]
Guðmundur skrifar athugasemd við síðustu færslu mína og bendir á Þórshöfn í Færeyjum og segir að við ættum að taka hana okkur til fyrirmyndar. Hann segir “….höfnin þar er enn skemmtileg, veitingastaðir og hótel allt um kring, en höfnin þó full af bátum og skipum og líf á hafnarbakkanum, stundum markaðir og uppákomur. Þar […]