Bandaríska arkitektinum Adam Reed Tucker var farið að leiðast og fannst of lítið byggt af líkönum á teiknistofunni. Hann velti fyrir sér hvernig hægt væri að breyta vinnunni í leik með því að byggja fleiri líkön. Í framhaldi af því datt honum í hug að byggja þekkt hús úr LEGO kubbum og markaðsfæra þau. Afraksturinn er framleiðsla […]
Ég var í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þar var þessi bygging á vegi mínum. Þetta er stór klassisk bygging. Virðulegt hús sem er hannað á grundveli gamalla viðurkenndra hefða. Á einum stað brýtur húsið hefðirnar sem gerir það einstakt og vekur á sér athygli. Húsið er á hvolfi. Það er eins og það hafi fallið af […]
Ég leyfi mér að vitna aftur í textabút úr Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson “Allir Íslendingar kunna að lesa bækur. En hversu margir kunna að lesa hús? Það er meiri íþrótt að kunna að lesa hús en að geta lesið bækur. Húsið er hugsun, sem hefur hæð, lengd og breidd. Bókin er vöntun á hugsun, sem […]
Orðrétt segir Þórbergur Þórðarson í Ofvitanum “…..Ég vildi vekja athygli lesenda minna á því, hvílíkir þekkingar- og stemmningarbrunnar eru byrgðir því fólki sem alla sína ævi hefur verið svo önnum kafið í yfirborðssmálunum lífsins, að það hefur aldrei gefið sér tíma til þess að lesa hús.” Já, “að lesa hús” Þegar arkitekt skoðar hús þá […]
Ekki verður samið við Einrúm um hönnun hjúkrunarheimilis á Eskifirði samkvæmt fyrstuverðlaunatillögu arkitektanna. Í samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði komu fram efasemdir um hæfi fagdómara í keppninni. Í framhaldinu var málið kært til Kærunefndar útboðsmála. Nú liggur fyrir úrskurður kærunefndar þar sem felld er úr gildi ákvörðun kærða, Framkvæmdasýslunnar, um að […]
Sumarhús voru upphaflega hugsuð sem athvarf borgarbúa úti á landi. Staðir til hvíldar frá annríki borganna. Sumarhúsin voru oftast lítil í byrjun og illa búin miðað við hvað við þekkjum í dag. Menn byggðu sumarbústaði sína að mestu með eigin höndum. Lítil vinna var aðkeypt. Bygging hússins var hobby í sjálfu sér og hluti af […]
Ekki er með fullu vitað hvað atvinnuleysi er mikið í arkitektastétt. En fram hefur komið að um 40% arkitekta sem störfuðu á einkamarkaði eru nú á atvinnuleysisbótum. Til viðbótar þeim hafa margir fundið sér annað starf, eru fluttir til útlanda eða komnir í nám. Svo eru auðvitað hinir sem eru atvinnulausir án þess að vera […]
Ég fjallaði um Alvar Aalto í gær og sterka staðarvitund hans sem ég svo tengdi viðhorfum stjörnuarkitekta til staðanna. Það má margt af Aalto læra. Í Morgunblaðinu í morgun er kynnt hugmynd að byggingu hótels á bökkum Öxarár við Almannagjá. Tillagan er athyglisverð fyrir þær sakir að þarna er sett fram hugmynd þar sem höfundar […]
Það eru skiptar skoðanir á hvort Alvar Aalto eða Gunnar Asplund hafi verið fyrri til að kynna funktionalisman fyrir norðurlandabúum. Sennilega geta þeir skipt heiðrinum nokkuð jafnt á milli sín. En stefnan náði fótfestu á norðurlöndunum eftir Stokkhólmssýninguna árið 1930. Aalto átti gott tengslanet við arkitekta Evrópu í gegnum CIAM (Congrès International d’Architecture Moderne […]
Franski hönnuðurinn Philippe Starck hefur nýlokið við að endurbyggja gamla víngeymslu í miðborg Bilbao og gert hana að menningar- og heilsuræktarmiðstöð. “Alhóndiga Bilbao Cultural and Leisure Centre” samanstendur, að mér skilst, af þrem byggingum sem voru byggðar árið 1909 og eru hannaðar af Ricardo Bastida. Í byggingunum sem eru um 6000m2 er að finna kvikmyndahús, bókasafn, […]