Málflutningur starfsmanna Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar á málþingi í ráðhúsinu um BETRIBORGBETRALIF í gærkvöld kom mér þægilega á óvart. Þeirra sýn á skipulagsmálin var skynsamleg og framsækin í kynningunni. Ég segi framsækin miðað við það sem áður hefur sést frá sviðinu. Það sem þau töluðu um og þær lausnir sem nefndar voru eru áratuga gamlar […]
Fyrsti mánudagur í október ár hvert er alþjóðlegur dagur arkitektúrs. Sá dagur er á morgunn mánudaginn 4. október. Í tilefni hans verður haldið málþing undir yfirskriftinni, Betri borg, betra líf – sjálfbærni í krafti hönnunar og stendur það frá kl. 16.30 til kl. 19.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir sem að málþinginu standa eru Arkitektafélag […]
Stefnurnar eru margar í byggingalistinni. Ég nefni nokkrar; Funktionalismi, Brutalismi, Postmodernismi, Regionalismi, Metafysik, Minimalismi, Dekonstruktivismi, New Wave, Biomorf arkitektúr, Nýrationalismi, Internationalismi. Og nú sé ég að farið er að tala um Facadisma. Facadisma! Facadismi virðist mér ganga út á að láta útlitið ráða ferðinni. Ég vissi ekki að hugtakið væri til í nútíma arkitektúr. Eftir að […]
Maður veltir því stundum fyrir sér hvað verður úr plastumbúðunum undan gosdrykkjunum eftir að þeim er skilað í Sorpu. Það er eflaust margt sem kemur til greina. Eitt svarið er “Navy Chair 111” The Navy Chair var í upphafi hannaður árið 1944 og framleiddur í gríðarlegu magni úr áli í verksmiðjunni Emerco í South Carolina, […]
Formaður Arkitektafélags Íslands, Sigríður Magnúsdóttir, skrifaði grein á heimasíðu félagsins sem á erindi langt útfyrir stétt arkitekta. Sérstaklega til þeirra sem starfa í stjórnsýslunni og þeirra sem er annt um umhverfi sitt. Ég hef verið beðinn um að birta greinina hér á þessum vettvangi og gerið það nú með leyfi höfundar. Myndin sem fylgir er valin af […]
Því hefur verið haldið fram að bílar geti verið fallegir hver fyrir sig. Það er að segja þegar þeir standa einhversstaðar og aðrir bílar hvergi nærri. Til dæmis úti í ósnortinni náttúrunni. Þetta vita þeir sem selja bíla. Bílar eru gjarna auglýstir þannig. Hinsvegar er fólk sammála því að bílar séu ekki fallegir þegar þeir […]
Í menningarstefnu Menntamálaráðuneytisins í mannvirkjagerð er fjallað nokkuð um menntun í arkitektúr, skipulagi og staðarprýði. Það var tímabært að setja markmið í þessum efnum. Ég man þegar ég gekk í skóla lærði maður ýmislegt smálegt um ýmsar byggingar og borgir úti í hinum stóra heimi. Píramídana í Egyptalandi, Akropolis í Aþenu og þ.h. Kennslan byggðist […]
Fyrir þrem árum kom út bæklingur sem fjallar um menningarstefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist. Bæklingurinn er um 50 vel skrifaðar síður og hlaðinn góðum ásetningi. Í honum er lagður grunnur að opinberri stefnu í mannvirkjagerð. Í stefnunni er horft til varðveislu mikilvægra mannvirkja, til nýbygginga og skipulags. Stefnan leggur áherslu á fallegt starfrænt umhverfi […]
Eyja rís úr hafi, fjallgarðar myndast, árfarvegir móta landið, sléttlendi verður til, allt er í mótun, ekkert er tilviljun eins og Einstein sagði og allt er í rökréttu samhengi við atburðarrásina. Þarna virðist eitthvað skipulag vera í gangi sem hefur einhvern tilgang og markmið. Skipulagið er unnið og framkvæmt af meistarans höndum. Ef okkur líkar […]
Reykjavík er að rísa á þrívíddarmynd Google Earth. Þegar hafa risið einar 10-15 byggingar. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða að menn geta nánast gengið um götur Reykjavíkur eftir skjámyndinni. Hjálagt eru nokkrar myndir af húsum í Reykjavík sem sýna hvert stefnir í þessu stórkostlega umhverfi sem verið er að skapa. Og neðst […]