Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 14.02 2010 - 19:14

Á Stofunni arkitektar – Kynning

Á Stofunni arkitektar er rekin af tveim skólafélögum frá Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn og hafa þeir rekið hana í meira en 30 ár. Á teiknistofunni hafa verið  hannaðir hundruð þúsunda fermetra í margskonar byggingum. Teiknistofan hefur unnið til verðlauna og viðurkenninga í 35 samkeppnum ýmiskonar, þar af hefur stofan hafnað í efsta sæti 19 sinnum. […]

Föstudagur 12.02 2010 - 11:18

Íslenskum arkitektum ekki treyst

Stjórnvöld hafa ákveðið að efna til arkitektasamkeppni um Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut, alls um 66 þúsund fermetra og verja milli 30 og 40 milljörðum króna í framkvæmdina.  Þetta er hluti af svonefndum stöðugleikasáttmála. Auglýst hefur verið forval vegna arkitektasamkeppninnar þar sem leitað er 5 hönnunarteyma sem samanstanda af arkitektum, verkfræðingum og öðrum sérfræðingum. Til þess […]

Þriðjudagur 09.02 2010 - 12:44

Gildistími deiliskipulaga

Í góðærinu voru gefin fyrirheit um aukningu á nýtingu í deiliskipulagi flestra reita við Laugarveg og víðar. Vegna efnahagsástandsins má búast við að lítið verði um framkvæmdir og eignir sem þar standa nú, fái lítið viðhald á komandi árum.  Og að lokum verði þarna hörmungarástand. Hvað er til ráða? Þarf ekki að endurskoða öll þessi […]

Sunnudagur 07.02 2010 - 17:41

Bíll í borg

Gísli Marteinn Baldursson var í Silfri Egils í dag og fjallaði um borgarskipulagið.  Maður skynjaði áhuga hans á efninu og það gustaði af hugmyndum þeim sem hann setti fram. Gísli Marteinn sagði að ferðakostnaður væri annar stærsti kostnaðarliður fjölskyldunnar. Næst á eftir húsnæðiskostnaðinum og hærri en matarkarfan. Þetta er örugglega rétt hjá honum en mig […]

Miðvikudagur 03.02 2010 - 12:47

Meira In-Fill

Húsið sem kynnt var í síðustu færslu er nýtísku arkitektúr. Það er smart akkúrat núna í febrúar 2010. Það verður líka smart í nokkur ár til viðbótar. Kannski í 50 ár. En þegar frá líður fer glansinn af því og ég er þess fullviss að það verður fyrsta húsið sem verður rifið í götulínunni þegar […]

Mánudagur 01.02 2010 - 13:06

Aðlögun að götumynd

Hér er kynnt 125 m2 hús sem byggt hefur verið í Landskrona í Svíþjóð. Húsið er ætlað barnlausu fólki sem vinnur að einhverju marki heima hjá sér í litlu 5 m2 annexi á lóðinni. Húsið er fellt inn í gamla götumynd. Svona verkefni eru kölluð “in-fill” á ensku. Slík verkefni eru vandmeðfarin. Arkitektinn þarf að […]

Laugardagur 30.01 2010 - 20:08

Stólar Philippe Starck.

    Philippe Starck hefur hæfileika til þess að vekja á sér athygli eins  og sést þegar bók um verk hans er skoðuð. Þar er sett mynd af honum sjálfum berum að ofan á forsíðu og það sem meira er að á annarri bók er mynd af honum þar sem hann er  einnig ber en […]

Miðvikudagur 27.01 2010 - 16:47

Áleitnar spurningar

Árni Ólafsson setur fram mikilvægar spurningar um staðarval LSH og endurmat þess í athugasemd sinni við síðustu færslu mína.   Árni spyr: “Hver á að hafa frumkvæði að slíku endurmati?  Er það of seint?  Er sjálfvirknin í ákvarðanaferlinu alger?  Kunna menn að hætta við án þess að missa æruna?  Eða þora menn ekki að hætta […]

Þriðjudagur 26.01 2010 - 16:31

Deiliskipulag Landspítalalóðar

Mér hefur borist til eyrna að skipulags- og byggingasvið borgarinnar sé nú að hefja vinnu við gerð forsagnar vegna gríðarlegrar uppbyggingar á lóð Landsspítalans við Hringbraut.   Hugmynd borgarinnar er sú að lýsa í forsögninni áherslum borgaryfirvalda um skipulagsgerðina og uppbyggingu á staðnum.    Forsögnin verði unnin á skipulags- og byggingasviði með aðkomu sérfræðinga þar […]

Mánudagur 25.01 2010 - 15:57

Björn Hallsson – Arkitekt – Kynning

Af einhverjum ástæðum birtust ekki myndir af verkum Björns Hallssonar með síðustu færslu. Ég ætla að bæta úr því í dag og setja nokkrar myndir af nýlegum verkum Björns og kynna hann lítillega fyrir lesendum. Það er vilji minn að kynna lauslega þá arkitekta, landslagsarkitekta. innanhússarkitekta sem tjá sig hér á bloggi mínu um málefni […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn