Hugmynd að rammaskipulagi á Kársnesi frá árinu 2008. Skilningur er að aukast á því að það er hagkvæmt og nauðsynlegt að byggja og búa þétt og sem næst þungamiðju höfuðborgarsvæðisins. Stytta þarf fjarlægðir, stytta ferðatíma og styrkja almenningssamgöngur. Við þetta sparast óhemju fjármunir, mengun minnkar, orka sparast og frítími lengist. Þetta hefur verið mikið […]
Í kjölfar bankahrunsins hefur orðið verðfall á fasteignum og byggingarlandi. Eftirspurnin hefur minnkað. Þetta hefur í för með sér að nú þarf að endurmeta stöðu skipulags borgar og bæja að nýju. Málefni Reykjavíkurflugvallar og forsendur fyrir framtíð Vatnsmýrarinnar eru allt aðrar en fyrir tveimur árum. Verð landsins sem helgað er vellinum er […]
Framtíð Reykjavíkurflugvallar þarf að ákveða með formlegum hætti með löngum fyrirvara. Það þarf að ákveða hvort hann eigi að vera eða hvort hann eigi að fara. Skipulagsákvarðanir í Vatnsmýrinni eiga að taka mið af niðurstöðunni. Nú hefur maður það á tilfinningunni að verið sé að bola flugvellinum í burtu. Það er að […]
Bo Bojesen sem teiknaði daglega í Politíken á árum áður. Hann var nokkurskonar Halldór Baldursson blaðsins. Hjálagða mynd teiknaði hann fyrir 50 árum, árið 1959, þegar miklar umræður voru í Danmörku um opið plan í hönnun heimila. Þetta gekk að mestu út á að opna milli eldhúss og borðstofu og þaðan inn í stofu. Þessi […]
Þegar ég var ungur maður og var að hasla mér völl á starfsvettvangi arkitekta spurði ég Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt sem þá var forstöðumaður Borgarskipulagsins hvað ungur maður ætti að gera til þess að nálgast skipulagsverkefni hjá borginni. Hún gaf mér þau ráð að sýna áhuga, taka þátt í umræðunni, styðja góðar hugmyndir og hafa […]
Johannes Magdahl Nielsen (1862-1941) sem teiknaði Safnahúsið (Þjóðmenningarhúsið) við Hverfisgötu var þekktur arkitekt í Danmörku fyrir réttum 100 árum um það leyti sem húsið var vígt 1909. Það er útbreiddur misskilningur að hann hafi einnig teiknað Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, hann var hins vegar aðstoðarmaður prófessors Hans J. Holm við hönnun þess. Safnahúsið var […]
Nú er ég búinn að skrifa 3 færslur á viku hér á vefinn um arkitektúr, skipulag og staðarprýði í einn mánuð. Hugmyndin var að gera tilraun í 2-3 mánuði og athuga viðbrögð og áhuga. Ef áhugi minn eða lesendanna er undir væntingum hætti ég, annars má búast við að þetta haldi eitthvað áfram. Netheimar […]
Nei, þetta er ekki verk óþroskaðra krakka á fyrsta ári í arkitektaskóla sem eru að leika sér með kubbana sína. Teiknistofa Rem Koolhaas, OMA er þarna að leggja fram nýjar hugmyndir sínar um íbúðabyggð „The Interlace“ í Singapore Þetta eru íbúðabyggingar sem eru samtals um 170 þúsund fermetrar og rúma 1040 íbúðir auk ýmissa […]
Maður þarf að leita með smásjá til þess að finna rýni í fjölmiðlum, sem gagn er að og fjallar um byggingarlist, á meðan t.d. bókmenntir eru á síðum blaða og í ljósvakamiðlum á hverjum degi. Það er haldið úti heilum klukkutíma þætti í sjónvarpinu um bókmenntir einu sinni í viku. Og þar […]
Að frumkvæði Páls Skúlasonar rektors og með stuðningi Háskólasjóðs Eimskipa hefur nú risið miðstöð stúdenta og starfsfólks Háskóla Íslands. Skólinn samanstendur af mörgum deildum í mismunandi byggingum sem sköruðust lítið. Þverfagleg samskipti nemenda voru í lágmarki. Með Háskólatorgi hefur þetta breyst. Götur stúdenta úr öllum deildum krossast í þessum byggingum þegar þeir sækja fyrirlestra, […]