Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 02.10 2017 - 08:58

Eru arkitektar misnotaðir?

Það veit það enginn hversu mikil vinna liggur að baki einnar samkeppnistillögu arkitekta, nema að hafa reynt það á sjálfum sér. Venjulegur vinnustundafjöldi að baki hverrar tillögu er milli 400 og 600 tímar. Þessu til viðbótar kemur prentunarkostnaður  og fl. sem eru hrein útgjöld upp á milli 50-100 þúsund krónur á hverja tillögu. Ég var í […]

Miðvikudagur 27.09 2017 - 11:53

Bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Ég sá áðan mynd sem einn helsti ráðgjafi sveitarfélaganna á  höfuðborgarsvæðinu í almenningsflutningum, Lilja G. Karlsdóttir, birti á Facebook. Myndin sýnir fjölda og staðsetningu bensínstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Við myndina skrifar Lilja: „Ég fann 75 bensínstöðar, en aðalástæðan fyrir því að ég gerði þetta var að bera saman fjölda íbúa sem búa innan 500 m frá bensínstöð […]

Mánudagur 11.09 2017 - 18:33

Laugavegur 120 – vel gerð viðbygging

Nú þegar mikil áform eru uppi um þéttingu Reykjavíkurborgar velta menn mikið fyrir sér hvað skuli verndað, hvar er þétt, hvers vegna og hvernig? Sitt sýnist hverjum um öll þessi atriði. Í umræðunni um verndun húsa og viðhald þeirra skiptast sjónarmiðin í tvö horn. Annarsvegar er hópur sem vill meðhöndla eldri byggingar af mikilli varfærni […]

Miðvikudagur 06.09 2017 - 10:36

Borgarlínan á gúmmíhjólum í sérrými?

      Það er ánægjulegt að fylgjast með þróuninni varðandi Borgarlínuna sem fleygir fram. Ég var á ágætum kynningarfundi í Gerðubergi í fyrrakvöld þar sem kvað við annan tón en þegar COWI kynnti verkefnið í Iðnó fyrir tæpu ári. Þá hafð ég á tilfinningunni að erlendu sérfræðingarnir væru að selja okkur draum þarna í Iðnó.  […]

Föstudagur 01.09 2017 - 11:03

Hver á Víkurgarð?

+++++ Hjörleifur Stefánsson arkitekt spyr í ágætri grein í Fréttablaðinu í morgun, Hver á Víkurgarð? Hann veltir fyrir sér hagsmunagæslu í miðborginni og bendir á það sjálfsagða að Reykjavíkurborg ætti að vera gæsluaðili hins almenna borgara og tryggja að byggingaráform gangi ekki á umhverfisgæði borgarinnar og segir „Það sem gerir Reykjavík að áhugaverðum stað lætur undan […]

Laugardagur 26.08 2017 - 20:24

„Þola ný hús ekki að standa úti?“

Myndin að ofan er af fyrirsögn í grein sem birtist í norskum fjölmiðlum nýlega. Fyrirsögnin er i nokkru samræmi við umfjöllunarefni doktorsritgerðar Ævars Harðarsonar arkitekts sem fjallaði um galla í nútímalegum húsum. Norðmenn spyrja sig hvort athyglin undanfarna áratugi hafi beinst um of að umhverfisvænum byggingaefnum og baráttunni við að spara orku með aukinni einangrun og […]

Fimmtudagur 17.08 2017 - 22:20

Hlemmur Mathöll

Það er stórviðburður í Reykjavík n.k. laugardag þegar Hlemmur Mathöll opnar. Margir hafa átt sér draum um matarmarkað í Reykjavík. Menn hafa velt þessu fyrir sér um áratugaskeið. Arkitektarnir Gestur Ólafsson og Kristinn Ragnarsson settu einn slíkan á stofn á árunum fyrir 1980 og ráku með miklum ágætum í hátt í áratug. Markaðurinn var í rauðum tjöldum á […]

Fimmtudagur 10.08 2017 - 15:03

Sérkenni staðanna – Hótel

  Næsta sumar opnar nýstárleg gistiaðstaða á lóðinni Mel í landi Einholts í Biskupstungum. Hún er nýstárleg en byggir á gömlum arkitektóniskum grunni. Þetta eru torfhús þar sem rekin verður gistiþjónusta í hæsta gæðaflokki. Torf­hús­in eru tíu tals­ins og rúma hvert um sig fjóra full­orðna. Hvert hús er um 60 fer­metr­ar að stærð. Hugmyndin að […]

Þriðjudagur 01.08 2017 - 00:07

Gullkorn

  Ein frægasta setning sem ég hef lesið og er skrifuð af leikmanni í byggingalist er eftir Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands og Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum.. Þar segir „We shape our buildinga; thereafter they shape us.“ Eða.: „Fyrst gefum við byggingum okkar form og í framhaldinu móta þær okkur“. Þetta er auðvitað gullkorn hjá WC Íslenskir listamenn […]

Miðvikudagur 26.07 2017 - 10:22

Seinagangur hjá byggingafulltrúa

  Í Morgunblaðinu í morgun vekur kollegi minn, Jón Ólafur Ólafsson arkitekt, athygli á seinagangi í afgreiðsu mála hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Reynsla Jóns Ólafs er sú sama og mín og flestra starfandi arkitekta. Hann nefnir líka að þetta hafi ekki verið svona á árum áður og mál séu lengur í gegnum kerfið nú en […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn