Það veit það enginn hversu mikil vinna liggur að baki einnar samkeppnistillögu arkitekta, nema að hafa reynt það á sjálfum sér. Venjulegur vinnustundafjöldi að baki hverrar tillögu er milli 400 og 600 tímar. Þessu til viðbótar kemur prentunarkostnaður og fl. sem eru hrein útgjöld upp á milli 50-100 þúsund krónur á hverja tillögu. Ég var í […]
Ég sá áðan mynd sem einn helsti ráðgjafi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í almenningsflutningum, Lilja G. Karlsdóttir, birti á Facebook. Myndin sýnir fjölda og staðsetningu bensínstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Við myndina skrifar Lilja: „Ég fann 75 bensínstöðar, en aðalástæðan fyrir því að ég gerði þetta var að bera saman fjölda íbúa sem búa innan 500 m frá bensínstöð […]
Nú þegar mikil áform eru uppi um þéttingu Reykjavíkurborgar velta menn mikið fyrir sér hvað skuli verndað, hvar er þétt, hvers vegna og hvernig? Sitt sýnist hverjum um öll þessi atriði. Í umræðunni um verndun húsa og viðhald þeirra skiptast sjónarmiðin í tvö horn. Annarsvegar er hópur sem vill meðhöndla eldri byggingar af mikilli varfærni […]
Það er ánægjulegt að fylgjast með þróuninni varðandi Borgarlínuna sem fleygir fram. Ég var á ágætum kynningarfundi í Gerðubergi í fyrrakvöld þar sem kvað við annan tón en þegar COWI kynnti verkefnið í Iðnó fyrir tæpu ári. Þá hafð ég á tilfinningunni að erlendu sérfræðingarnir væru að selja okkur draum þarna í Iðnó. […]
+++++ Hjörleifur Stefánsson arkitekt spyr í ágætri grein í Fréttablaðinu í morgun, Hver á Víkurgarð? Hann veltir fyrir sér hagsmunagæslu í miðborginni og bendir á það sjálfsagða að Reykjavíkurborg ætti að vera gæsluaðili hins almenna borgara og tryggja að byggingaráform gangi ekki á umhverfisgæði borgarinnar og segir „Það sem gerir Reykjavík að áhugaverðum stað lætur undan […]
Myndin að ofan er af fyrirsögn í grein sem birtist í norskum fjölmiðlum nýlega. Fyrirsögnin er i nokkru samræmi við umfjöllunarefni doktorsritgerðar Ævars Harðarsonar arkitekts sem fjallaði um galla í nútímalegum húsum. Norðmenn spyrja sig hvort athyglin undanfarna áratugi hafi beinst um of að umhverfisvænum byggingaefnum og baráttunni við að spara orku með aukinni einangrun og […]
Það er stórviðburður í Reykjavík n.k. laugardag þegar Hlemmur Mathöll opnar. Margir hafa átt sér draum um matarmarkað í Reykjavík. Menn hafa velt þessu fyrir sér um áratugaskeið. Arkitektarnir Gestur Ólafsson og Kristinn Ragnarsson settu einn slíkan á stofn á árunum fyrir 1980 og ráku með miklum ágætum í hátt í áratug. Markaðurinn var í rauðum tjöldum á […]
Næsta sumar opnar nýstárleg gistiaðstaða á lóðinni Mel í landi Einholts í Biskupstungum. Hún er nýstárleg en byggir á gömlum arkitektóniskum grunni. Þetta eru torfhús þar sem rekin verður gistiþjónusta í hæsta gæðaflokki. Torfhúsin eru tíu talsins og rúma hvert um sig fjóra fullorðna. Hvert hús er um 60 fermetrar að stærð. Hugmyndin að […]
Ein frægasta setning sem ég hef lesið og er skrifuð af leikmanni í byggingalist er eftir Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands og Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum.. Þar segir „We shape our buildinga; thereafter they shape us.“ Eða.: „Fyrst gefum við byggingum okkar form og í framhaldinu móta þær okkur“. Þetta er auðvitað gullkorn hjá WC Íslenskir listamenn […]
Í Morgunblaðinu í morgun vekur kollegi minn, Jón Ólafur Ólafsson arkitekt, athygli á seinagangi í afgreiðsu mála hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Reynsla Jóns Ólafs er sú sama og mín og flestra starfandi arkitekta. Hann nefnir líka að þetta hafi ekki verið svona á árum áður og mál séu lengur í gegnum kerfið nú en […]