Föstudagur 04.11.2011 - 01:11 - 2 ummæli

Snillingurinn Charles Eames


Charles Eames (1907-1978) var tvímælalaust einn fremsti húsgagnahönnuður Bandatíkjanna á síðustu öld. Hann var „dropout“ í skóla og hætti eftir tveggja ára nám. Sumir segja að hann hafi verið ódæll og of framúrstefnulegur fyrir Washington University i St. Louis.

Hann vann undir miklum áhrifum af skandinavískri hönnun, einkum Ero Saarinen sem reyndar bjó vestra.

Hér að neðan eru myndir af nokkrum húsgagna hans og neðst er “trailer” úr heimildarmynd  um starf hans.  Myndin hefur ekki verið frumsýnd og lofar virkilega góðu ef marka má sýnishornið.

Hann skilgreindi sig sem funktionalista og fetar þar í fótspor Sullivan sem sagði „Form follows function“ og bætti um betur og sagði “If it is not funktional, it is not beautyful” .  Ég  get ekki verið meira sammála nokkurrri kennisetningu í hönnunarfræðum.  Haft var eftir verktaka einum „Form follows profit“ en það er önnur saga.

Efst er mynd af Eams og eiginkonu hans sem jafnframt var samstarfsmaður hans á teiknistofunni.


Lounge Chair frá 1956

DAW frá 1960

La Fonda frá 1961

Soft Pad Chaise 1968

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Charles Eames stól hönnun eru heimsfræga með besta nútíma húsgögn þeirra hönnun. Nice safn Charles hönnun.

  • Hvað hefur gerst í húsgagnahönnun frá árinu 1960?. Fyrir þann tíma voru risarnir Mies, Le Courbusiere, Arne Jacobsen og fl. Síðan er liðin hálf öld mest með dvergum þó einstaka hæfileikamaður hafi sést (Stark og Kjærholm)

    Það er rétt að Eames var snillingur

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn