Miðvikudagur 30.05.2012 - 11:04 - 13 ummæli

Danir stækka Landspítala sinn.

 

Fyrr í mánuðinum voru kynntar hugmyndir um stækkun Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Rikshospitalet er langstærsta sjúkrahús Danmerkur og í raun Landsspítali þeirra þar í landi.

Þetta er mega project sem hannað er af íslandsvinunum á arkitektastofunni 3XN í Danmörku.

Nýbyggingin sem verður um 68.000 m2 á að hýsa legudeildir fyrir um 300 sjúklinga, aðgerðardeildir og stuðningsrými. Til viðbótar koma þarna sjúkrahótel og bifreiðastæðahús sem er um 25.000 fermetrar. Framkvæmdum á að ljuka primo 2012 og kosta um 50 milljarða ísl. króna (1. 85 milljarða danskra)

Nýbyggingin tengist eldra húsi með tengigangi.

Efst er yfirlitsmynd. Ef tvísmellt er á myndirnar stækkar þær og verða nákvæmari.

Myndbandið sem fylgir færslunni lýsir byggingunni og hugmyndafræðinni að baki vel.

Brú tengir gamla og nýja húsið saman á 4. hæð.

Í nýbyggingunni verða um 300 einsmanns legustofur.

Eldri bygging sjúkrahússins til vinstri.

Almenn rými

Bifreiðastæðahús

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Einar: Þetta er spurning um egg og hænur. Það verða aldrei boðlegar almenningssamgöngur í gisinni byggð höfuðborgarsvæðisins eins það er núna. Þær verða til sem svar við eftirspurn þegar þrengist að einkabílnumþ

  • Páll Gunnlaugsson

    Mér finnst þeir bara geta notað gamla draslið ..

  • Svo orti skáldið frá Fagraskógi

    Heimspekingurinn, ljóðskáldið og bókavörðurinn.

  • Svo orti skáldið frá Fagraskógi

    Nú það er vitaskuld siðasta alvöru þjóðskáldið, sem Ísland átti:

    Davíð Stefánsson, frá Fagraskógi

  • Frábærlega kveðið nr.:5. Hvert er skáldið?

  • Það hljóta allir að sjá, að þetta hátæknirugl er tær klikkun,

    á sama tíma og blóðugur niðurskurður á sér stað,

    bæði hvað varðar heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu.

  • Upplýsingar sóttar af tengli sem er að finna á síðu Hilmars um um Landspítala: Nýr Landspítali:

    „Núverandi byggingar spítalans við Hringbraut, sem notaðar verða til framtíðar, eru 56 þúsund fermetrar.“

    Í fyrsta áfanga er áformað að byggja 76 þúsund fermetra á árunum 2013 til 2018 fyrir spítalastarfsemi.

    Í fyrsta áfanga stækkunar spítalans verður flutt starfsemi úr Fossvogi og fleiri stöðum, alls 44 þúsund fermetrar.

    Viðbótarbyggingarmagn Landspítala á þessum árum er því áætlað 32 þús. fermetrar.

    Stærð bygginga Landspítala eftir fyrsta áfanga verður 132 þúsund fermetrar sem er 27,4% aukning á rými frá því sem er í dag á lóð Landspítala og á öðrum starfstöðvum sem falla niður.

    Heildarbyggingamagn svæðisins samkvæmt deiliskipulagstillögu sem er nú er til umfjöllunar er um 290 þúsund fermetrar, ofan- og neðanjarðar.

    Bílastæði verða að stórum hluta neðanjarðar. Þá er heildarbyggingamagn án bílastæða 237 þúsund fermetrar. Byggð á lóðinni sem tilheyrir Háskóla Íslands eða annað úthlutað af Reykjavíkurborg er 48 þúsund fermetrar.

    Mögulegt er að byggja í síðari áföngum um 56 þúsund fermetra fyrir spítalann. Byggingar Landspítala geta því mest orðið 188 þúsund fermetrar.
    Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 1,6, án bílastæðahúsa ofanjarðar en heildarnýtingarhlutfall ofanjarðar verður 1,73.

    Nýr Landspítali hefur engar heimildir til að byggja 290.000 fermetra, en skv. lögum nr. 64/2010 mun Alþingi fjalla um núverandi byggingaráform í fyrsta áfanga, 76.000 fermetra, áður en gengið er til samninga við framkvæmdaraðila með hliðsjón af deiliskipulagi.“

  • Hver er stærðin í samanburði við hátæknigeðveikina hér?
    Eru Danirnir, næstum 20 sinnum fjölmennari en við, ekki bara hálfdrættingar miðað við stórmennskuvitleysingana hér?

  • Svo orti skáldið frá Fagraskógi

    Það teygir sig vítt yfir bygðir og borg
    og bólgnar af skipulagshroka,
    en geigvænt er loftið af gjaldeyrissorg
    og grátt eins og Lundúnaþoka.
    En borgarinn fálmar sig bugaður inn
    og biður um rétt til að lifa,
    svo þjónninn, sem hímdi með hönd undir kinn,
    má hamast að reikna og skrifa.

    En þarna fær borgarinn skjal eftir skjal,
    sem skráð er gegn réttlátri borgun,
    og honum er vísað sal úr sal
    og sagt – að koma á morgun,
    og svona gengur það ár eftir ár,
    því altaf er nóg að skrifa,
    og altaf fær borgarinn skipulagsskrár
    og skilríki fyrir að lifa.

    Það lætur víst nærri, að þriðji hver þegn
    sé þjónn eða skrifstofugreifi,
    en flestum er starfið þó mikið um megn
    og margur fær siglingaleyfi.
    En borgarinn snýst þarna hring eftir hring
    og hlýðir í orði og verki,
    og loks þegar alt er þar komið í kring
    er klínt á hann – stimpilmerki.

    Að stofnunin eflist hvern einasta dag
    mun afkoma þegnanna sanna,
    og auðvitað reikna þeir ríkinu í hag
    sem ráðstafa lífi manna.
    En varla mun borgarinn blessa þau tákn,
    né bætur þeim skriftlærðu mæla,
    sem vilja að alt þetta blekiðjubákn
    sé bænahús – krjúpandi þræla.

  • Einar Jóhannsson

    Bjarki.

    Það þarf lítið af bílastæðum í Kaupmannahöfn.

    Hér í DK er búið að koma upp öflugu almenningsflutningakerfi með Metro, S-Tog, strætó og ekki síst pottþéttu reiðhjólakerfi. Þessi kerfi liggja fyrir og spítalabyggingin við „riget“ er byggð á þeirri forsendu. Danir spyrja fyrst og skjóta svo. Varðandi Nýjan Landspítala þá er þetta þveröfugt. Fyrst er byggt og svo er vonast til þess að allt annað stjórnvald reddi almenningssamgöngunum.
    Ég segi bara „hjúkket“ eins og þekkt kona í almennri umræðu um Nýjan Landspítala segir oft.

  • Vantar ekki öll bílastæðin?

    Djók.

  • Guðl. Gauti Jónsson

    Þetta eru svakalegir massar. En tölvufólkið í Danmörku virðist vera betur búið en hinur fáklæddu Tölvuíslendingar.

  • Jóhann Sigurðarson

    Tvennt vekur athygli. Annað er kostur og hitt galli. Kostur er að nýbyggingarnar taka meira mið af umhverfinu en fyrri byggingu spítalans sem ekki tók mið af umhverfinu, arkitektarnir trappa stórkallalegu bygginguna niður að Fælledparken. Hitt sem er galli er að umhverfið milli bygginganna virkar kaldranalegt og er í ómanneskjulegum mælikvarða.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn