Fimmtudagur 30.06.2016 - 01:11 - 5 ummæli

EM 2016 og byggingalistin

13528790_10154969672173294_1746015633378370306_n

„We shape our buildings; thereafter they shape us“ sagði Winston Churchill. Eða „Fyrst móta mennirnir byggingrnar, og svo móta byggingarnar mennina“?

Því hefur verið haldið fram að þakka megi sparkvöllum við skólana og stóru knattspyrnuhúsunum velgengni íslendinga á EM 2016. Þanng að það á halda því fram með þessu dæmi að hin vísu orð forsætisráðherra breta standist.

 

Mér datt í hug að Googla leikvangana þar sem Evrópumeistaramótið í knattspyrnu hefur farið fram og við tekið þátt í leiknum. Hér er stutt yfirlit yfir það sem ég fann. Þetta eru almennt flottir vellir sem voru byggðir eða endurbyggðirá undrastuttum tíma.

Stade de France er þjóðarleikvangur Frakklands og stendur norðan Parísarborgar í Saint-Denis milli 10 og 15 km frá miðborginni.

Völlurinn tekur 81.338 manns í sæti þegar fótboltaleikur er en eitthvað færri þegar keppt er í frjálsum íþróttum en þá er sætaskipan með örum hætti.

Völlurinn var upphaflega byggður fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 1998. Það var ákveðið aðeins 6 árum áður að Frakkland yrðu gestgjafar heimsmeistarakeppninnar.

Leikunum lauk með sigur Frakklands gegn Brasilíu 3-0.

Til gamans má geta þess að Michel Platini var formaður framkvæmdanefndar og það var hann sem gaf leikvanginum nafn.

Hönnun mannvirkisins var látin í hendur arkitektanna Michel Macary, Aymeric Zublena, Michel Regembal og Claude Constantini. Þeir hafa unnið gott verk en ég þekki þá ekkert.

Byggingaleyfið var gefið út 30. apríl 1995. Hornsteinninn var lagður fimm mánuðum síðar og það tók einungis 31 mánuð að ljúka verkinu. Þetta er gríðarlegt mannvirki. Til dæmis fóru um 180.000 m3 af steinsteypu í mannvirkið þó það einkennist af stáli sem meginbyggingarefni.

Eg vek athygli á því að ekki er gert ráð fyrir bifreiðastæðum fyir áhorfendum á Stade de France heldur er reiknað með að áhorfendur komi með almenningsfaratækjum. Enda væri allt of kostnaðarsamt að útvega einkabifreiðastæði fyrir meira en 80 þúsund manns á svæðinu. Stæði sem stæðu tóm 99% af tímanum.

Ef  samgönguás Aðalskipulags Reykjavík gengur eftir væri hægt að leggja öll almenningsstæði i laugardal niður og nota þá hektara sem þá losna úr viðjum einkabílsins í iðagrænar grundir til yndisauka fyrir börn, hunda, fugla og fullorðna. En forsendan er auðviað að við förum að þankagangi frakka

Að ofan er ein loftmynd frá þjóðarleikvangi Frakklands Stade de France á góðri stundu. Að neðan koma svo þrjár myndir af leikvanginum.

Þarna hefur fjöld poppara haldið konserta. Má þar nefna listamenn á borð við The Rolling Stones, Paul McCartney, Tinu Turner, U2, Celin Dion AC/DC, Coldplay, Eminem, Lady Gaga; Madonna, The Police og marga fleiri.

Það verður spennandi að fylgjast með hvernig frökkum gengur gegn Íslendingum þarna á sunnudaginn kemur!

paris-stade-de-france-4353

stadedefrance_tribunes_124818375148179600Hér sést hverig draga má áhorfendapallana til baka þegar keppt er í frjálsum íþróttum, en þá tekur völlurinn færri áhorfendur.

2043030_w1Fótboltauppstyllinng eins og verður næstkomandi sunnudag á Stade de France

1_454x340.

shutterstock_320891270

Stade Velodrome í Marselle tekur 67.394 manns í sæti og var upphaflega opnaður 1935 en formleg opnun var 1937. Hann var byggður fyrir heimsmeistarakeppnina 1938.

Síðan þá hefur hann oft verið endurnýjaður. Fyrst 1984 vegna Euro 1984 Championships og aftur fyrir heimsmeistarakeppnina 1998 og síðast 2011-2014 vegna EM 2016.

Árið 1998 var völlurin gjörsamlega endurbyggður og sætafjöldinn aukin upp í rúmlega 60.000 sæti. Vegna EM 2016 var völlurinn aftur endurbyggður og bætt við um 7000 sætum og bætt við skyggni sem nær nánast yfir allan völlinn og er einkennandi fyrir völlinn.

Við Stade Velodrome eru heldur nánast engin bifreiðastæði ætluð áhorfendum.

Framkvæmdunum lauk árið 2014.

Arkitektarnir eru Henri Ploquin, Jean-Pierre Buffi en þeim hefur telist að laða fram fallegasta form vallanna þriggja sem hér er lauslega fjallað um.

Að ofan er loftmynd af vellinum sem á sér langa sögu. Það er ótrúlegt að sjá hvað lengi er hægt að byggja við og breyta húsum án þess að byrja sífellt frá grunni. Stade Vekodrom minnir nokkuð á verk BIG í Grænlandi hvað formmál snertir þó byggingin sé annarrar gerðar og hafi annan tilgang.

Sjá má umfjöllun umverk BIG hér:

Grænland- BIG is getting bigger

Að ofan er ein mynd af mannvirkinu og að neðan koma tvær myndir til viðbótar.

image-4494090

Corporate-Hospitality-UEFA-EURO-2016-Stadion-MarseilleHér er tölvumynd af leikvanginum og næsta umhverfi hans.

stade-de-nice-euro2016

Allianz Riviera í Nice er minnsti völlurinn af þeim sem hér er fjallað um. Þar er gert ráð fyrir 35.624 áhorfendum. Þetta er alveg ný bygging, mest úr stáli og gleri. Framkvæmdir byrjuðu 2011 og þeim var lokið tveim árum síðar þann 22 september 2013.

Hér eins og á hinum tveim völlunum eru nánast engin einkabifreiðastæði enda ætlast til að áhorfendur komi á svæðið með almenningsflutningum.

Ef vel tekst til með samgönguás aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 þá má, samkvæmt þessu, leggja niður öll bifreiðastæði í Laugardalnum í Reykjavík.

Það verður spennandi að fylgjast með þeirri áætlun.

Arkitektinn er Jean-Michel Wilmont

ÁFRAM ÍSLAND!

stade-de-nice-coutTölvumynd séð úr lofti.

grand-stade-nice

Le nouveau stade de Nice, vu du cielThe real thing.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Guðmundur Gunnarsson

    Vissulega móta byggingarnar og starfsemin þar móta manninn og árangur landsliðs í karla- og kvennaboltanum má þakka byggingum. Þetta á eftir að skila sér áfram. Við eigum frábæra æsku sem er að vaxa úr grasi sem góðir íþróttamenn sem þakka má þá stórbættu aðstöðu til þess að stunda íþróttina allt árið. Orð að sönnu: „We shape our buildings; thereafter they shape us“

  • Varðandi bílastæðin og Laugardagsvöll…

    Það væri líka hægt að leggja af það rugl að bílastæði séu ókeypis. Þvert á móti gætu þau verið dýr…t.d. 2000 kr. kvöldið. Það væri aðeins dýrara fyrir 4 að sameinast í bíl og borga bílastæðagjald heldur en að nýta almenningssamgöngur og það er bara í lagi….sjá t.d. Hörpu.

    Það verður líka að hugsa útí það að það má ekki útiloka þá sem vilja einfaldlega nýta nýja flotta rafmagnsknúna bílinn sinn eða eiga erfitt með að fara á völlinn öðruvísi. Það er örugglega einfalt að fylla 80.000 sæti í milljóna borginni París en það væri erfitt að fylla 20.000 sæti á stór-höfuðborgarsvæðinu á Íslandi sem telur 200.000 ef menn byrja á því að útiloka strax stóran hluta af kúnnahópnum vegna fordóma í garð umhverfisvænna samgöngutækja einsog einkabifreiðar eru og munu verða enn meira í framtíðinni.

    Fyrir utan logistíkina. Hvar ætlarðu að finna nægilega marga strætó til að flytja 20.000 manns til og frá vellinum á ásættanlegum tíma? Gallinn við „samgönguásinn“ er að hann miðast eingöngu við Rvk og er frá vestri til austurs á sama tíma og búseturþróun síðustu ára(tuga) hefur verið hraðari á ás sem er frá norðri til suðurs og nær til nágrannasveitarfélagana…

    • Hilmar Þór

      Jú Magnús það er að mörgu að gæta. En við hljótum að vera sammála um að samgönguásinn ætti að minnka þörfina á einkabifreiðastæðum í Laugardal þó hann leysi þau e.t.v. ekki alveg af! En það er góð hugmynd að leggjá hátt verð á bílastæðin þarna. En það er ekki hægt að gera fyrr en fólki býðst annar kosur, nefnilega almenningsflutningar.

    • Gísli Rafn Guðmundsson

      Langar að benda á að það þarf ekki endilega að líta svo á að með því að afnema bílastæði eða gera þau gjaldskyld sé verið að útiloka þann hóp sem kýs eða á erfitt með að fara á völlinn öðruvísi en með einkabíl þar sem leigubílar geta komið til móts við þann hóp.

      Leigubílar eru hluti af almenningssamgöngukerfinu og eiga það til að gleymast í umræðunni um fjölbreytta samgöngumáta 🙂

    • Gísli Rafn Guðmundsson

      Langar aðeins að bæta við að það er einmitt verið að vinna í almenningssamgönguás norður-suður en hann er að finna í samþykktu svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt og eiga aðild að.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn