Föstudagur 24.02.2017 - 10:58 - 21 ummæli

Er fundinn staður fyrir Nýjan Landspítala?

Ég var á aldeilis ágætum kynningarfundi á vegum borgarinnar í Ráðhúsinu í fyrradag þar sem kynnt var rammaskipulag fyrir Ártúnsholt og Vogabyggð. Þarna voru líka kynntar hugmyndir um fyrirhugaða Borgarlínu höfuðborgarsvæðisins og hvernig hún tengist byggðinni sem er á dagskrá.

Það vakti sérstaka athygli mína að í tengslum við Borgarlínuna og aðalskiptistöð hennar við suðurhluta Vogabyggðar er gert ráð fyrir miklu magni nýbygginga. Byggingamagnið var vel rökstutt en ekki kom fram til hverra nota ætti að byggja öll þessi miklu hús.

Þarna er um að ræða alls 242 þúsund fermetra nýbygginga.

Það blasti við mér, sem sat þarna og hlustaði, að þetta er nokkurnvegin sama byggingamagn og áætlað er að verði byggt á Landspítalalóðinni fyrir starfssemi hans þegar hann verður nánast fullbyggður.

Er þetta kannski góður staður fyrir Nýjan Landspítala?  Ég hef lengi haft hugboð um það að óháð og fagleg staðarvalsgreining fyrir framtíðarstaðsetningu Landspítalans mundi einmitt leiða okkar á þessar slóðir  sem borgin hefur nú með skipulagslegum áætlunum sínum bent svo rækilega á sem mikið tækifæri.

Ef sjúkrahúsið yrði flutt á þennan stað mundi aðgerðin hugsanlega getað fjármagnað alla Borgarlínu höfuðborgarsvæðisins sem áætlað er að kosti milli 70-150 milljarða króna. Ég byggi þetta á mínu skipulagslega innsæji í bland við þær opinberu tölur um samfélagslegann kosnað vegna uppbyggingar spítalans við Hringbraut. Ef spítalinn yrði byggður á þessum stað, sem borgin hefur nú nánast bent á, væri hægt að hætta við eða fresta fyrirliggjandi miklum samgöngumannvirkjum. Ég nefni hugmyndina um að leggja Miklubrautina í tveggja hæða stokk, sem nú er í undirbúningi. Mislæg  gatnamót við Kringlumýrarbraut og önnur við Bústaðaveg/Breiðholtsbraut. Og svo göng undir Öskjuhlíð með mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og áfram  alla leið í Smáralind og enn önnur göng undir Þingholtin að Sæbraut við Hörpu! En allt voru þetta forsendur fyrir staðsetningu spítalans við Hringbraut í greinagreðum frá árinu 2002 og síðar.

Þetta svæði er í búsetumiðju borgarinnar. Vel tengt samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins og helstu leiðum út á land; Suðurnes, Vesturland og Suðurland. Þarna yrði spítalinn í ágætum tengslum við Reykjavíkurflugvöll ef hann yrði áfram í Vatnsmýrinni og ef/þegar hann fer er bein braut í Hvassahraun eða til Keflavíkurflugvallar. Háskóla Íslands verður í einungis 6 mínútna akstursfjarlægð frá þessum stað ef marka má Google. Það sama á við um Háskólann í Reykjavík og vísindagarðana í Vatsmýri.

Staðurinn gefur mikla möguleika til þróunnar til mjög langs tíma í fallegu umhverfi og þarna í grenndinni er fyrirhugað að byggðar verði nýjar íbúðir fyrir tugi þúsunda íbúa. Ég nefni 500 íbúðir í Skeifunni, um 1,5 þúsund nýja íbúðir í Vogabyggð og það nýjasta, 4-5 þúsund nýjar íbúðir á Ártúnsholti og í Bryggjuhverfinu.  Alls sennilega ný búsetutækifæri fyrir meira en 20 þúsund manns.

En mikilvægasti kostur þessa tækifæris sem borgarstjórn Reykjavíkur hefur nú kynnt er hvað spítali á þessum stað yrði vel tengdur samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins og landsins alls. Þarna eru krossgötur Borgarlínunnar, Miklabraut að Háskólanum og vestur í bæ allar götur út á Seltjarnarnes. Sæbraut að miðborginni og fyrrhugaða Sundabraut í Mosfellsbæ og vestur á land, Suðurlandsvegurinn og Breiðholtsbraut og þaðan til Hafnarfjarðar og til Suðurnesja og Keflavíkurflugvallar.

Þetta er skipulagslega og samfélagslega góður kostur sem þarna liggur fyrir framan okkur og vert er að skoða af fullri alvöru. Þetta er í raun stórkostlegur staður fyrir sjúkrahús.

++++

Efst í færslunni er mynd af uppbyggingu þar sem aðalgatnamót Borgarlínunnar eru og langstæstu mót stofnæða höfuðborgarsvæðisins fyrir bifreiðaumferð. Þetta er ótúlega spennandi svæðií búsetumiðjunni sem gæti styrkt allt höfuðborgarsvæðið og þá sérstaklega almenningsflutninga ef rétt er að farið. Þetta er svæði sem hentar Nýjum Landspítala sérlega vel.

+++

Hjálagt eru nokkrar myndir frá kynningunni borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur s.l. miðvikudag þann 22.02.2017 auk myndar úr svaðaskipulagi höfuðborgarinnar.

 

 

Á sl+iðrunni að ofan sem kynnt var á fundinum með borgarstjóra í fyrradag er fyrirhuguðum byggingum á þessum stað skipt upp í þrjá áfanga. Hér er þriðji áfanginn litaður gulur. Alls er hér um að ræða 242 þúsund fermetra nýbygginga. Vel er hugsanlegt að hafa byggingamagnið enn meira með því  að byggja í hæðina en á þessu svæði er mest gert ráð fyrir 8  hæðum á einum stað. Vel er hugsanlegt að byggja jafnhátt eða hærra víðar á þessu svæði og auka byggingamagnið ef svo ber undir.

Eins og fram kemur á þessari slíðru í kynningunni mun mikið byggingamagn á þessum stað styrkja farþegagrunn Borgarlínunnar. Í því sambandi mun stærsti vinnustaður landsins, þjóðarsjúkrahúsið, skipta sköpum og gera Borgarlínuna mögulega.

Hér að ofan er grafisk framsetning sem sýnir þessa mikilvægustu krossgötur höfuðborgarsvæðisins og landsins alls mætast. Þarna eru mikil tækifæri ef rétt er á haldið.

Eins og sést á þessari yfirlitsmynd sem kynnt var í fyrradag mætast borgarlínurnuar sem ganga austur-vestur og alla leið upp í Mosfellsbæ og norður-suðurlínan við Vogabyggð. Þetta er mikilvæg stoð undir staðsetningu Landspítalans á þessim sömu slóðum við mikilvægustu gatamót lansins bæði hvað varðar almenningsflutninga og bifreiðaumferð.

Að ofan er mynd sem fengin er úr svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem bendir á mikilvægi svæðisins við Vogabyggð fyrir allt höfuðborgarsvæðið og reyndar landið allt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • sigurður Sigurðsson

    Ég spyr: Til hvers eru þessir 242 þúsund fermetrar ef ekki fyrir spítalann?

  • Sigurður Sunnanvindur

    Það má spegla þessa spítalaumræðu til Akureyrar.
    Fyrir miðja síðustu öld var farið á stað með stækkun sjúkrahússins fyrir miðjum Spítalavegi. Þegar búið var að reisa eina byggingu sáu menn að þetta var ekki góður staður til framtíðar uppbyggingar og ákváðu þess í stað að reisa nýjan spítala á hæðinni ofan Spítalavegarins. Þar hefur spítalinn vaxtarsvæði til all langrar framtíðar.
    Gamla spítalahúsið var flutt upp í Hlíðarfjall og hefur þjónað þar sem skíðaskáli í áratugi.

  • Jón Másson

    Með að flytja spítalann, myndi það ekki leysa að einhverju leitið annað hliðarvandmál, sem er umferðarteppur í borginni á álagstímum, væri einnar messu virði.

    • Hilmar Þór

      Þetta er einmitt eitt af meginrökunum fyrir því að byggja ekki við Hringbraut Jón Màsson.

      Landspítalinn er lagnstærsti vinnustaður landsins og ein àstæðan fyrir umferðateppunni í vesturhluta borgarinna er að þar er skekka í dæminu.

      Það eru of mörg atvinnutækifæri fyrir vestan Kringlumýrarbraur og of fáar íbúðir. Austan brautarinnar eru hinsvegar of fá atvinnutækifæri.

      þetta mà jafna þeð því sð auka framboð af atvinnutækifærum í austrhluta bprgarinnar og fjölga íbúðum í vesturhlutsnum.

      Á þetta hefur verið bent og rökstutt með útreikningum.

      Það er dapurt að þurfa að horfa uppá að Hringbrautarsinnar taka ekki þátt í umræðuni og láta skipið reka sjórnlaust um ólgusjó skipulagsins til ömurlegrar framtíðar í þessu máli.

  • Hilmar Þór

    Nei Stefán. Stjórnmálamenn koma ekki með nein viðbrögð.

    Þeir eru fastir í vef sem þeir hafa sjálfir spunnið.

    Þeir eru ekki sérlega akademiskir í hugsun. Umræðan er annaðhvort engin eða í skotgröfunum. Þeir ræða ekki tilgátur með akademiskum hætti. Þeir leita ekki lausna og líta á þá sem gagnrýna verk sín sem óvini sína.

    Þeir móta sér stefnu og hanga á henni hvað sem á gengur.

    Auðvitað er þetta vendipunktur sem gefur tilefni til þess að ræða og máta sig við hann. En þetta er ekki fyrsti vendipunkturinn sem gefur tilefni til þess að skoða málið nánar. Það var vendipunktur þegar ákvaðið var að hætta við öll þessi göng.

    Það var vendipunktur þegar ákveðið var að leggja flugvöllinn í Vatsmýrinni niður,

    Það var vendipunktur þegar AR2010-2030 var samþykkt og það varð vendipunktur þegar borgin kynnir þessa miklu lóð og Borgarlinuna síðastliðinn miðvikudag.

    Nú er vissulega tilefni til þess að bera þessa tvo staði, Hringbraut/Vogabyggð, saman með faglegu hætti. En það eru ekki miklar líkur til þess að það gerist. Og það er eingöngu vegna þess að fólk óttast niðurstöðuna sem líklega verður ekki Hringbraut.

    Stjórnmálamennina skortir kjark og embættismennirnir eiga allt undir hjá stjórnmálamönnunum og berjast um að verja verk sitt sama hvað það er vitlaust.
    Og svo eru það fagmennirnir sem eru þýðlyndir og gera það sem þeim er sagt og gera ekki athugasemdir gegn þeim sem brauðfæða þá.

  • Stefán Örn Stefánsson

    Nú vantar sárlega viðbrögð skipulagsyfirvalda, stjórnvalda, borgarskipulags, ráðherra, borgarstjóra og læknaráðs spítalans og fagfólks.
    Er ekki kominn vendipunktur, stoppistöð, staður til að staldra við?
    Og að minnsta kosti máta sig við hann?
    Borgarlínan er merkileg nútíðar/framtíðarsýn, sýn sem hefur tilfinnanlega í staðarvalsákvörðun spítalans.
    Megum við heyra raddirnar og sjónarmiðin hjá ráðamönnum?

    • Þórarinn

      Vandinn er sà að þetta fæst ekki rætt. Gagnrýni hefur aldrei verið svarað. Það er ástæðan fyrir því sð ég he skipt um skoðun. Öll rök eru brostin fyrir Hringbrautarlausninni.

  • Það er svo ófaglega unnið að skipulagsmálum vegna Nýs Landspítala að það eru ekki til verri dæmi þó af miklu sé hægt að taka.

    Sýnið kjark og endurskoðið alt málið í ljósi nýrra og miklu betri aðstæðna.

  • Einar Erlendsson

    Það sorglega við þetta er að ef farið hefði verið í óháða og faglega staðarvalsgreiningu þá hefði þessi lóð fundist.

    Nú poppar hún upp þegar tími til þess að byggja spítalann á skynsömum stað og forða þjóðinni frá miklu tjóni er að renna út. Er þetta ekki það sem kallað er „pólitískt stjórnsæýsluhryðjuverk“?

    Sýnum kjark og notum þesa tækifæri til þess að endurskoða málið, spara mikla fjármuni og jafnvel tíma!

  • Það verður ekkert vit í neinu af þessu fyrr en búið er að leggja grunninn fyrst, stofnbrautakerfið td. Það vantar þarna alveg Sundabrautina og

  • Guđjón Sigurbjartsson

    Góður að vanda.
    Þetta er borðleggjandi.

    En mikil er tregða kerfisins að taka málið upp.
    stórfurðulegt í svona stóru máli.

  • Þetta eru byggingar sem eru á stærð við 4 Smáralindir. Þetta getur ekki nýst betur en sem spítali. Nema að þarna verði 2420 herbergja líxushótel

  • Þórarinn

    Ég hef ekki verið fylgjandi því að spitalinn yrði fluttur. En eftir að hafa kynnst Borgarlínunni hefur orðið viðsnúningur. Landspítalinn á sér enga famtíð við Hringbraut!

  • Hafsteinn Guðmundsson

    Líklega er orðið of seint að afstýra þessu slysi sem enginn mun vilja kannast við eftir örfá ár eins og tilfellið er með Landeyjahöfn og Vaðlaheiðargöng. Þetta er bara verra af augljósum ásræðum.

    • Það er fjarri því að vera of seint miðað við það augljósa tjón sem stefnt er að með hraðbyr. Af hverju ætli enginn sem að þessu kemur leggi hér orð í belg og ver þetta skipulag? Ég skora á bara einhvern!

  • Virkar fínt og vonandi heldur þessi þróun í norðurátt því Vogurinn er eitt fallegasta byggingar landið í borginni.

  • Besti staðurinn fyrir spítalann, ekki spurning.

    Miklu betur tengdur við meirihluta landsmanna heldur en bæði Hringbraut og Vífilstaðir.

  • Einar Jóhannsson

    Borðleggjandi!

    Á ríkið ekki landið? Er þetta ekki á helgunarsvæði þjóðvegar í þéttbýil eða hvað það nú heitir?

  • Góðar pælingar. En þora stjórnmálamenn sem þessu ráða að ganga með fólkinu gegn embættismönnunum sem hafa haldið utan um þetta mál í tæpa tvo áratugi án nokkurs teljandi árangurs?

  • Sigrún Gunnarsdóttir

    Manni léttir við að lesa þetta.

    Vonandi verður þetta skoðað af alvöru, ef það er ekki bara orðið of seint 🙁

    Ég spyr auðvitað af vanþekkingu.

    Fer Borgarlínan þá ekki að fyrirhugaðri smgöngumiðstöð vi Hringbraut eina og var einhverntíma rætt um. Er verið að hætta við hana?

    Gott væri að fá svar.

    • Hilmar Þór

      Sigrún Gunnarsdóttir.
      Ég veit ekki hvort það er orðið of seint að fara í faglega staðarvalsgreinungu. En tíminn fer auðvitað bráðum að renna út hjá þeim sem þessu stjórna. En munum það að þeir sögðu strax árið 2009 að það væri búið að ákveða þetta og að það væri of seint að fara í einhverja endurskoðun á þessu mikla þjóðþrifamáli. Ég held hinsvegar að þeir hafi tækifæri til þess að sjá að sér alveg til þess dags að útboðið vegna byggimngar meðferðarkjarnans verður auglýst.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn