Laugardagur 06.08.2011 - 18:03 - 3 ummæli

Eyðibýli – Vaxandi áhugi

Mér hefur verið bent á að  ýmislegt er að gerast varðandi eyðibýli á landinu.  Mikill fjöldi fólks er að velta fyrir sér framtíð þessarra merku bygginga.

Áhuginn er mikill og fer vaxandi, eðlilega.

Nýverið styrkti Nýsköpunarsjóður námsmanna 5 vaska háskólanema til tveggja mánaða skráningarvinnu þar sem þeir skrá eyðibýli á suðurlandi. Að þessu verkefni hafa einnig komið Húsafriðunarsjóður, Kvískerjasjóður og Sveitarfélagið Hornafjörður sem öll veittu verkefninu fjárstyrki.  Þar fyrir utan hafa ýmsar stofnanir og skólar lýst yfir áhuga og samstarfsvilja.

Um þessar mundir eru nemarnir fimm að ljúka við frágang á afrakstri skráningarvinnunnar frá nú í sumar.

Markmiðið er að meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin eyðibýli á suðurlandi og kanna grundvöll fyrir því að þessi yfirgefnu hús verði gerð upp. Í undirbúningshópnum eru arkitektar, sagnfræðingar og jarðfræðingur.

Þeir arkitektanemar sem hafa komið að verkefninu eru Arnþór Tryggvason, Árni Gíslason, Birkir Ingibjartsson, Steinunn Eik Egilsdóttur og Yngvi Karl Sigurjónsson. Leiðbeinendur eru Sigbjörn Kjartansson arkitekt, Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur og Gísli Sverrir Árnason.  Það ber að hrósa þessu fólki og stuðningsaðilum fyrir frumkvæðið og framlagið

Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

Ljósmyndirnar sem hér fylgja eru fengnar frá Steinunni Eik Egilsdóttur. Efst er mynd af Þórisdal.

Sjá einnig:

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/08/03/eydibyli-a-melrakkaslettu/#comments

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/07/31/eydibyli-breytt-i-sumarhus/#comments

Múlakot

Sandasel

Suðurhús

Baldurshagi

Hlíðarendakot

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Katla Maríudóttir

    Ótrúlega gott framtak hjá þessum nemum.

    Ég bíð spennt eftir bókinni…!

  • Árni Sigurðsson

    Þetta eru góðar fréttir .

  • Þetta er mjög áhugavert. Ef þessi hús eru skoðuð þá sér maður ótrúlegan fjölbreytileika sem endurspeglar þjóðina og kannski landlægt rótleysi hennar í byggingalistinni.

    Í Þóridal eru stórar byggingar í skogivöxnu fallegu landi en arkitektúrinn er óræðinn
    Í Múlakoti hefur verið hugsað stórt en síðar byggt við í áföngum með stíbrotum.
    Sandasel er stílhreint og fallegt.
    Suðurhús er óvenjulegt en með karakter
    Baldurshagi er klassískur eins og Sandasel. Portbyggt og örugglega vandað.
    Hlíðarendakot er kotungslegt en hlýlegt.

    Þessi hús eru sennilega öll byggð á svona 40 ára tímabili og maður spyr af hverju þau séu svona ólík. Hvar var menningararfurinn. Af hverju eru þau ekki með einhvern sameiginlegan svip?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn