Föstudagur 18.03.2011 - 02:01 - 2 ummæli

Hús Gunnlaugs Halldórssonar við Hávallagötu

Gunnlaugur Halldórsson var 23 ára þegar hann útskrifaðist frá Konunglegu Dönsku Akademíunni í Kaupmannahöfn sem arkitekt árið 1933, yngstur allra í sögu skólans. Gunnlaugur hóf rekstur teiknistofu sinnar strax og hann kom heim frá námi og tók þátt í samkeppnum með mjög góðum árangri.

Ein samkeppnin var um íbúðahús fyrir byggingafélagið Félagsgarð á lóðunum Túngata 35-43 og Hávallagata 21-53 og 30-36. Þetta eru framúrskarandi hús sem hafa elst vel og kunnað að taka á móti breytilegum kröfum tíðarandans í tæplega 80 ár. Húsunum hefur lítið þurft að breyta til að mæta nýjum kröfum og þær breytingar sem gerðar hafa verið  farið vel með húsin. Í bókinni “Leiðsögn um ílslenska byggingalist” er fjallað um þessi merkilegu hús og segir svo:

“Árið 1935 efndi Byggingasamvinnufélagið Félagsgarður til samkeppni um hönnun húsa sem það hyggðist reisa við Hávallagötu. Gunnlaugur Halldórsson arkitekt hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína og voru flest húsanna byggð eftir henni. Nokkur hús eru hinsvegar eftir Einar Sveinsson og Sigmund Halldórsson sem hlutu 2. verðlaun. Húsin við Hávallagötu eru gott dæmi um góðan heildarsvip götumyndar, sem er frekar fátíður hér á landi og eitt besta dæmi um funktionalisma hérlendis fyrir stríð.  Þau eru flest öll tvíbýlishús sem spegilvendast um miðju. Húsin eru hönnuð undir áhrifum funkisstefnunnar, með stórum sléttum veggflötum, horngluggum, hleðslugleri í stigagöngum, stálhandriðum og dökkri steiningu á veggjum. Við hönnun þeirra tók Gunnlaugur mið af íslensku veðurfari og setti á þau lág valmaþök í stað þaka sem einkenndu funkishúsin í upphafi.”

Gunnlaugur sem var heiðursfélagi í Arkitektafélagi Íslands fæddist í Vestmannaeyjum 6. ágúst 1909 og dó 13. febrúar 1986.

Dæmigerður horngluggi funktionalismans

Inn af stofu er lítill bóka- eða píanókrókur

Gamalt og nýtt handverk í efsta gæðaflokki, timbur og stál.

Hleðsluglerveggur hleypir dagsbirtu frá stigahúsi inn í stofu.

Byggð hefur verið sólstofa eða „karnapp“ við stofuna í þessu húsi sem myndirnar eru af. Með því er garðurinn dreginn inn í stofuna eða stofan framlengd út í garðinn

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • stefán benediktsson

    Bjó um tíma í húsi eftir Gísla Halldórs við Miklubraut. Því húsi hafði verið breytt, en ekki mikið. Upprunalegi stiginn var td enn. Ég hef svosem aldrei skilið innstu leyndarmál fagsins, en tekið eftir því að góð hús eins og þetta hús Gunnlaugs og hús Gísla við Miklubrautina þola alveg ótrulega vel breytingar, halda svip og reisn.

  • Guðmundur G.

    Gott dæmi um lítilláta snilld Gunnlaugs Halldórssonar

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn