Þriðjudagur 03.09.2013 - 07:59 - 23 ummæli

Fjöldaframleidd “örhús”

 dezeen_Casa-Transportable-APH80-by-Abaton_10

Ég rakst á þetta 27 fermetra “micro” hús á netinu. Það er fjöldaframleitt á Spáni og er hugsað þannig að auðvelt sé að flytja það með gámaflutningabíl og staðsetja nánast hvar sem er.

Húsið er 3×9 metrar og því er gefið einfalt form og efnisvalið gefur tilfinningu fyrir gegnheilu húsi sem er einskonar monolit á að horfa. Húsið skiptist í þrjú rými. baðherbergi, hjónaherbergi og stofu. Öll efni eru vistvæn og flest endurvinnanleg. Grunnmyndin er starfræn og útveggir opnast að umhverfinu sem gefur innirýminu meiri vídd.

Mikið væri skemmtilegt ef íslensk byggingareglugerð og íslenskt borgar- og bæjaskipulag gæfi svigrúm til nálgunar af þessu tagi. Það er vissulega þörf fyrir úrræði af þessari gerð víða um land.

Arkitektastofan Abaton á Spáni á heiðurinn af þessu ágæta húsi.

Sjá einnig:

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/07/04/micro-ibudir/

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/07/09/micro-einbylishus/

og

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/07/17/micro-hus-micro-lodir/

 

dezeen_Casa-Transportable-APH80-by-Abaton_3

dezeen_Casa-Transportable-APH80-by-Abaton_9

dezeen_Casa-Transportable-APH80-by-Abaton_13

dezeen_Casa-Transportable-APH80-by-Abaton_15

dezeen_Casa-Transportable-APH80-by-Abaton_4sq

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (23)

  • Þakkir til Hilmars Þórs fyrir mjög áhugaverðan pistil, að venju.Og mjög áhugaverðar athugasemdir, m.a. frá Guðjóni Erlendssyni, arkitekt. Hér takast á tvö mikilvæg markmið; að hægt sé að byggja litlar íbúðir á fáum og ódýrum fermetrum; en samtímis standa vörð um að gæðin séu slík að fólki líði ekki skaða af að vistast í of þröngum og illa lýstum húsakynnum, Flottur umræðuvettvangur um mjög mikilvægt málefni.

  • Snilldarhús.

    En ætli það væri ekki bara nánast hagkvæmara en að borga fyrir lóð og greiða af henni fasteignagjöld, að smella einu svona örhúsi á bílastæði og borga svo bara reglulega í stöðumælinn?

    🙂

  • Breyskur

    Hugmyndin er ágæt að bæta við smáum húsum á litlum lóðum eða baklóðum en mikið óskaplega eru þessi hús ljót. Virðist erfitt fyrir arkitekta að átta sig á því að það séu til fleiri bygginarefni en veðruð steinsteypa.

    Hér eru hugmyndir frá Seattle um svona lítil innfyllingar hús sem mörg hver virðast velbyggð og falla ljómandi að því sem fyrir er.

    http://seattlebackyardcottage.blogspot.com/

    http://www.microhousenw.com/blog.php

  • Steinarr Kr.

    Gæti verið að svona hús myndu leysa vandamál annarsstaðar en í 101?

    • Einar Jóhannsson

      Rétt hjá Steinarr Kr. Það er víða sem svona smáhýsi gætu leyst margan húsnæðisvandann

  • Steinarr Kr.

    Já, Guðjón allir eiga að búa í sátt og samlyndi í blokkum og nota strætó.

    • Guðjón Erlendsson

      Ég endurtek það sem ég sagði áður úr því þú nennir ekki að renna upp síðuna.

      „Það er verið að ræða um örhús sem lausn við meintum húsnæðisskorti, ekki til að uppfylla lífskjara væntingar einverra. Fólk sem vill búa í einbýlishúsum getur keypt sér einbýslishús, enda nóg af framboði síðustu árin. En slíkt er varla lausn fyrir fólk sem bráðvantar húsnæði. Lausnin fyrir slíkt er, og hefur ávalt verið einhverslags fjölbýli.

      Það hafa aftur á móti verið gerð mörg og mikil mistök í hönnun og skipulagi fjöbýlis, t.d. Fellahverfið í Breyðholti. En það eru líka til mjög góð dæmi um fjölbýli, t.d. verkamannabústaðirnir í Vesturbænum, Norðurmýrin ofl.“

      Það hefur enginn svo ég viti stungið upp á því að neyða alla til að búa í fjölbýli eða hótað að taka af þeim bílana. (blokkir eru annars bara ein tegund af fjölbýli). Það er voðalega þreytuleg árátta Íslendinga að saka andmælenda um ímyndaða öfga. Það væri óskandi að svona Trölla viðmót væru drepin niður á netinu. Ástæða þess að svona tröllamælska er notauð er til að reyna að þreita vilja mótmælendans að nenna að svara, og þar með fær Tröllið tilfinningu um ímyndaðann sigur. Ég efast reyndar um að Tröllin myndu haga sér svona þegar þau ræða við fólk andlit til andlits.

      Fólk sem á erfitt með að finna húsnæði, hvort sem það er til leigu eða kaups, gæti boðist húsnæði í vel hönnuðu þéttu borgarumhverfi. Þeir sem frekar kjósa að búa í einbýlishúsi í úthverfi borgarinnar geta tekið sér tímia í að koma undir sig fótunum og flutt í einbýlishús þegar efni gefast til.

  • Steinarr Kr.

    Guðjón ertu að ganga út frá því að ein hugmynd, eða lausn sé fyrir alla?

    Er ekki betra að hafa mörg verkfæri í tólakistunni?

  • Guðjón

    Hugmyndin er semsagt að halda áfram ósjálfbærri úthverfavæðingu, en með smærri húsum…?

  • Svona íbúðir, inréttaðar með þessu, og ég væri bara nokkuð sáttur.

  • Steinarr Kr.

    Gæti það ekki verið að það sé eftirspurn eftir nákvæmlega svona húsum, eða húsum af þessari stærð?

    Fjölbýli hentar ekki öllum heldur.

    • Gætirðu hugsað þér svona íbúð fyrir um 20 milljónir?

    • Guðjón

      Það er verið að ræða um örhús sem lausn við meintum húsnæðisskorti, ekki til að uppfylla lífskjara væntingar einverra. Fólk sem vill búa í einbýlishúsum getur keypt sér einbýslishús, enda nóg af framboði sýðustu árin. En slíkt er varla lausn fyrir fólk sem bráð vantar húsnæði. Lausnin fyrir slíkt er, og hefur ávalt verið einhverslags fjölbýli.

      Það hafa aftur á móti verið gerð mörg og mikil mistök í hönnun og skipulagi fjöbýlis, t.d. Fellahverfið í Breyðholti. En það eru líka til mjög góð dæmi um fjölbýli, t.d. verkamannabústaðirnir í Vesturbænum, Norðurmýrin ofl.

  • Guðjón

    Ég hef áður ritað ummæli um þessa hugmynd um „Örhús“, en líkt og vanalega erum við Íslendingar nokkrum áratugum á eftir öðrum þjóðum um þetta. Og líkt og áður, þá förum við að mæla með hlutunum þegar aðrar þjóðir hafa fundið að „hugmyndin“ er meingölluð.

    Bretar komu þessu á fót með breyttum byggingarreglum á áttundaáratugnum undir Thatcher. Öllum stærðarviðmiðum var eytt út úr reglugerðunum til að „frelsa“ byggingarumhverfið frá „fyrirbyggjandi“ stærðarviðmiðum.
    Síðan þá hefur orðið mikil og skemmtileg breyting í umhverfinu, með fallegum Örhúsum sem passa inn í alskonar skemmtileg skot og lóðir…
    Eða hitt þó heldur!
    Það sem í raun gerðist er að framkvæmdaraðilar hafa nýtt tækifærið til að byggja sífelt smærri, verr byggð og dýrari íbúðarhúsnæði. http://metro.co.uk/2013/04/23/britain-has-smallest-homes-in-europe-and-getting-smaller-claims-riba-3662318/
    Ég bjó í áratug í Bretlandi og get sagt að ég hafi ekki séð eitt einasta vel hannaða Örhús allan þann tíma.
    Vissulega er hægt að „hanna“ skemmtileg smáhús, en vel hönnuð smáhús er algjör undantekning, ekki reglan.
    Þessi örhúsaumræða er í að mínu mati draumaland arkitekta, en ekki einhver lausn á raunverulegum vanda í samfélaginu. I fyrsta lagi er enginn raunverulegur vandi. Það er nóg af húsnæði í höfuðborginni. Vandinn er að bankarnir halda uppi íbúða og leiguverði á landinu til að halda sjálfum sér uppi. Arkitektúr er ekki lausnin á þeim vanda. Örhús á heima sem sumarbústaðir, og arkitektar sem hafa áhuga á að kjást við örhús ættu að halda sig við hönnun slíkra afþreyingahúsa. Það er engin þörf á að breyta byggingarreglugerðum fyrir slíkt.

    Það sem þarf að gera, ef það á að fara framhjá bankaumhverfinu og leysa þessa óþarfa íbúðarþörf með byggingarframkvæmdum, er að horfa á þetta í víðara samhengi. Lausning væri í raun að byggja þétt borgarumhverfi. Fjölbýli er mun ódýrara á íbúð en einbýli og þar sparast til. Með blandaðri byggð getur verslun og þjónusta niðurgreytt íbúðir. Með vel hönnuðu umhverfi, görðum, göngugötum ofl. ásamt verslun og þjónustu á sama stað, er bæði þjónustað við sálina og veskið hjá íbúunum.
    Hér er ég að tala um byggingu á samfélagslegum íbúðum fyrir fyrstu húsnæðiseigendur, stúdenta og aðra sem þurfa þak yfir höfuðið. Blandaða byggðhannaða út frá gamaldags borgar- skipulagshugmyndum.

    http://www.fromzurichwithlove.com/shop/wp-content/uploads/2012/06/monocle_townhouse.jpg

    http://www.traveldailynews.com/news/article/55435/copenhagen-ranked-world-rsquo-s-most-livable

    • Mikið sammála Guðjóni.

      „Þessi örhúsaumræða er í að mínu mati draumaland arkitekta, en ekki einhver lausn á raunverulegum vanda í samfélaginu.“

      Ég held t.d. að þetta hús sé minna en stúdentaíbúðir eru hjá okkur og þá er ekki talin með sameiginleg aðstaða svo sem geymslur og þvottahús. Ætli þetta sé ekki svipaður gámur og stundum er í umræðunni hjá okkur? Það er ekkert nálægt því að svona gámur geti leyst einhver vandamál hjá okkur. Og sennilega kostar svona eining amk þrefalt á við íbúð í fjölbýli.

    • Kæra hamingja hvað ég er sammála Guðjóni. Ég vil sjá 6 hæðir að meðaltali ofan á Skeifuna og bílakjallara undir allt draslið. Svo má byggja íbúðir ofan á Sundahverfi og Voga/Hálsa/Höfða næst. Að því sögðu þá eru þessi hús fín sem garðhús fyrir þá sem hafa stóran garð og vilja hafa unglinginn, gestinn og tengdó í garðinum…

  • Jón Ólafsson

    Hvað kostar svona hús? 300 þúsund fermeterinn? Þá væri þetta um 8 millur. Fín fjárfesting sem gæti gengið kaupum og sölum. sennilega þyrfti ekki mikla grundun. Kannski enga sökkla bara frostfríjan púða, sækja rafmagn og hita í móðurhúsið (einbýlishús, raðhús eða blokk og málið er dautt!

  • Steinarr Kr.

    Eitt athyglisvert, bakhlið og gaflar eru heilir, þannig að hægt er með góðu móti að raða þessum húsum þétt.

  • Jón Björnsson

    Þetta er frábær hugmynd. Svna hús henta námsmönnum, fráskildum, einhleypum og mörgu öðrum. Ég gæti vel hugsað mér svona hús fyrir unglinginn minn á baklóðinni sem „hjáhýsi“ og svo fyrir aldraða tengdamóður þegar strákurinn er búinn að finna sér konu og flttur „að heiman“.

    Það er nánast allstaðar pláss fyrir svonalagað.

    • Guðrún Ægisdóttir

      Innilega sammála. Svona hús kemst fyrir ansi víða. Ég myndi notfæra mér svona hús.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn