Fimmtudagur 11.09.2014 - 10:56 - 13 ummæli

Fléttað inn í finnska hefð.

SKMBT_C652D14091009200_0002

 

Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt, sem hefur alla sína tíð starfað á meginlandi Evrópu, skrifar hér grein um finnska hefð í byggingalistinni. Gunnlaugur er flinkur og reryndur praktiserandi arkitekt sem er meðvitaður um fræðimennsku byggingalistarinnar þar sem hann hugsar mikið um anda staðanna og regionalismann. Hann hefur áður skrifað nokkrar greinar hér á vefinn og vek ég sérstaklega á færslurnar „Fléttað inn í borgarvefinn“ og hina sem heitir „Fléttað inn í landslagið“. Greinarnar má finna með því að slá þeim upp í leitarvél hér til hliðar.

Gefum Gunlaugi orðið:

 

Fléttað inn í finnska hefð.

Finnskur regionalismi.

Finnum tókst að tengja modernisma 20. aldar og  byggingahefð sína í heilsteypta, frjóa og lifandi heild, regionalisma,  sem gerir landið einstakt hvað nýja byggingalist snertir.

Þessi sameining af klassískri hefð, notkun timburs og funktionalisma var farsæl og hefur gefið borgum og umhverfi landsins öryggi og þann styrk, að engin þörf var og er fyrir  nýjungasveiflum að utan.

Með Aalto í fararbroddi byrjuðu Finnar á 30/40. áratug síðstu aldar að skapa sín eigin sérkenni, sem enn í dag eru öruggur grunnur fyrir  einstakan arkitetkúr, lífrænar og vistrænar  byggingar , sem verka eðlilega og vel á sálarlíf fólks. Hér varð til módernismi, sem ekki þurfti  að hafna öllum hefðum.

 

Suoni seven 2014

Kynning á verkum 7 ungra finnskra fagmannahópa, sem fylgir í kjölfar bókmenntaráðstefnunnar í Frankfurt 2014  (Suomi seven í DAM, Þýska Arkitektasafninu í Frankfurt til 18.01.15), sýnir vel, að þetta unga fólk er algjörlega óháð öllum tískusveiflum þó  það loki sig ekki af gangvart nýjungum.

Vel  er haldið utan um þann þráð, sem Aalto, Pietilä, Siren og aðrir módernistar þróuðu í efnismeðferð og þeirri fullvissu að góðar hugmyndir „vaxi útfrá eðlilegu lífi fólks“.

Athyglisvert er að sjá hvernig kynslóð, sem er fædd á milli 1970/80  fléttar bæði eðlilega og um leið frísklega inní finnska hefð með efnis og rýmiskennd Aaltos og annara finna sem fyrirmyndir.

A.m. k. Í Helsinki virðist heimsspekileg nálgun Louis I. Kahn ekki fjarri:  ströng,klassísk,táknræn og skýr.

Slíka nálgun má t.d. greina í  kjarnamyndun nýja alþjóðskólans Opinmäki í Espoo,(sú borg vex svotil saman við höfuðborgina),eða uppbyggingu og útliti nýja háskólabókasafnsins „Kaisa“ (Anttinen Oiva Architects),sem fléttað er mjög frumlega og vel inní strangan borgarkjarna Helsinkis.

Kjarni  borgarinnar er algjörlega í anda „nýklassík“ Schinkels ,reistur á 19.öld.

Í því umhverfi koma hugsanir Kahn ósjálfrátt upp í hugann.

Á óvart kom mér reyndar hvað „hinn lífræni“ Aalto er strangur þegar hann fléttar nýstárleg verk  sín inní þennan klassíska kjarna.Miðborgin öll er a.m.k fyrir mig algjör „upphefð“: og ekkert stress, engar ódýrar túristasjoppur!

Og í þessu umhverfi kemur uppí hugann: hvaða áhrif hefði klassísk „Skólavörðuháborg“ Guðjóns Samúlessonar haft á stöðugleika og uppbyggingu Reykjavíkur, hefði hún hefði orðið að veruleika?

 

Fyrimyndar skipulagsyfirvöld.

Sýnilegt er, að  ungir fagmenn fá í Finnlandi tækifæri til að hafa áhrif á ný borgahverfi og þéttingu byggðar bæði í og umhverfis miðborg. Og að „fjárfestar“ virðast auðsýnilega ekki hafa nein veruleg áhrif á borgareinkennin.

Hvers vegna er það svo?

Vegna þess að hefðin í skipulagspóltík og opnum samkeppnum arkitekta stendur á afar öruggum jarðvegi.

Skipulagsyfirvaldið í Helsinki er mjög sterkt, bæði er vaxin hefð til staðar og  lang stærsti hluti lóða er eign borgarinnar. Prívatkapítal hefur mjög takmarkað vald því að borgin sjálf „leigir“ jafnvel bestu lóðinar til langs tíma og getur þannig haft veruleg áhrif á ,að borgasvipurinn og hefðin haldi sér í þágu borgarbúa.Þannig tekst að skipuleggja og byggja „borg  fólksins“ og forðast afbrigði af „borg kapítals“.Yfirvöldin hafa að auki séð um að tengja afar vel umferðamöguleika milli borgarhluta svo að einkafarartæki eru svotil óþörf innan borgar,líka í framtíðinni.

Vert er að nefna að svo til öll opinber verkefni eru boðin út í  opinum samkeppnum (allra!) arkitekta.

Finnska hefðin í skipulagi og húsagerð er þannig á margan hátt til fyrirmyndar í dag.

 

Íslenskur regionalismi ?

Arkitektúrsafnið í Frankfurt hafði 2011 álíka kynningu á íslenskri byggingalist síðstu ára: nokkuð tilviljunarkenndur þverskurður.

Ýmis áhugaverð verkefni voru  valin m.a. verk Studio Granda og Sigríður Sigþórs með stef um landslag og innblástur.

En fyrsti og besti fulltrúi „nútíma regionalisma“ á Íslandi var ekki kynntur: Mannfreð Vilhjálmsson.

Nokkrar  byggingar Manfreðs hafa augljósar tilvitnanir í íslenska hefð: menning og landslag kristallast  mjög eðlilega saman í nýja  Fuglasafninu við Mývatn og fjöldamörgum fyrri verkum hans.

Að þessu sögðu finnst mér einsýnt, að íslendingar þurfa að eignast stofnun til að rannsókna á leiðum til að nálgast „regional“ bygginarlist. Stofnun, sem bendir á nýjar slóðir en heldur  jafnramt utan um fortíðina.

Í höfuðborg landsins eru peningar til að „byggja stórt og dýrt“ og  „flottustu hótel“ í Evrópu, en á sama tíma eru engir peningar til fyrir eina persónu,sem ræktar Byggingalistardeild í Listasafni Reykjavíkur:  dapurleg staðreynd fyrir móður allra lista!

 

Hér að neðan eru myndir af  háskólabókasafninu í Helsink i(Kaisa).Þar sem er Louis I. Kahn nálægur, en líka rómversk „barokkklassík“  Þetta bókasafn er „,hressandi, ekki ofhlaðið, organískt finnsk flétting inní borgarkjarna í anda  „Borromini+Kahn.  Svo er tölvumynd af Wood City Helsinki 2016 sem er nálægt miðri borginni og við sjóinn og er í byggingu.Þetta eru 2 íbúðarkomlexar+hótel+skrifstofur,alls ca.32.000 ferm. allt byggt úr trékonstr.

Ég minni á að fólk getur slegið upp nafn8i gunnlaugs hé í leitarvélinni til hliðar til þess að lesa fyrri pistla hans hér á vefnum.
SKMBT_C652D14091009320

SKMBT_C652D14091009200_0001

SKMBT_C652D14091009330_0001

 

SKMBT_C652D14091009330_0003SKMBT_C652D14091009330_0002

Övertorneå_05_west-facade_1_200

 

 

konsthall tornedalen vitsamieni

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Örnólfur Hall

    — Glöggi og fróði kollegi Gunnlaugur Stefán: Vönduð, upplýsandi og áhugaverð grein sem maður þarf að lesa oftar en einu sinni og hugleiða alla þá neista og log sem hún tendrar.

    Nefndir íslenskir arkitektar eiga allir lof skilið fyrir þeirra framlög.

    • sæll Örnólfur ,þú nefnir „neista“
      Vera má,að lengri búseta í borgum eins og Köln og Róm skerpi skilning og innsýn á byggingalistina:eyjur í Miðjarðarhafinu eða á Breiðarfirði gefa líka innsýn ,því við erum allstaðar umvafin örvandi umhverfi.
      Pistlarnir á Eyjunni geta etv. fært „neista“ til byggjenda framtíðar: þeirra skilningur er byrjunin á góðu umhverfi!

    • Hilmar Þór

      Gunnlaugur hefur horft til íslands úr fjarlægð um áratugaskeið. Þegar þannig stedur á sér áhorfandin aðalatriðin. Hann tekur eftir því sem skiptir máli. Sér skóginn og er ekki blindaður af trjánum. Við hinir sem erum og höfum verið í hringiðu atburðanna hér á landi sjáum þetta ekki eins skýrt. Aðal kosturinn við að fara til útlanda fyrir mig er einmitt það að þá horfi ég til Íslands úr fjarlægð og sé ekki það sama og ég sé þegar ég er á landinu (!).

      Það væri gaman a fá pistla frá fleiri arkitektum starfandi erlendis hér á Eyjunna.

    • Grundvallarspurning „úr fjarlægð“ er hvað „alþjóða glæsileiki og gler“ hafi að gera í landi fjallanna og af hverju nútíminn vill auðsjánalega „stórhýsi“ einmitt í þessu landi?

  • Þetta er skemmtilegt.

    • Alveg rétt.Í miðborg Helsinki sá ég reyndar hvergi jafn leiðinlegar byggingar eins og nú eru að rísa við Höfðatorgið eða Skúlagötuna (á horni Frakkastígs) í miðri Reykjavíkurborg.

  • Sigrún Gunnarsdóttir

    „Í höfuðborg landsins eru peningar til að „byggja stórt og dýrt“ og „flottustu hótel“ í Evrópu, en á sama tíma eru engir peningar til fyrir eina persónu, sem ræktar Byggingalistardeild í Listasafni Reykjavíkur: dapurleg staðreynd fyrir móður allra lista!“

    Er enginn staður sem hefur umsjón og yfirlit yfir nútíma byggingalist? Er ekkert annað til en Húsafriðunarnefnd og Torfusamtökin sem hugsa um hús og hagsmuni arfleyfðarinnar?

    Er einhvarsstaðar kennd fræðin um hvernig á að umgangast gömul hús.

    Hvert á maður að snúa sér og hvar er einhvern reynslubanka og viskubrunnur að um íslenska (með stórum staf) byggingalist

    • Það er enginn staður ,sem safnar og dreifir þekkingu um arkitektúr , eftir að
      góð byrjun undir stjórn Péturs H. Ármannssonar og Guju Dögg Hauksdóttir í Listasafni Reykjavíkur var lögð niður í fylgd hrunsins.
      Til skammar fyrir þjóð,sem fer á kostum í flestu,sem almenning kemur miklu minna við!

  • Sigrún Guðmundsdóttir

    Þörf og góð ádrepa um byggingarlist. Það er allt of lítið hugsað og talað um þessi mál. Íslenskir arkitektar þurfa að taka sér starfsbræður sína í Finnlandi til fyrirmyndar.

    Málshattur sem kemur í hugann er : „Að fortíð skal hyggja ef vel á að byggja“

  • Stefán Benediktsson

    Langar bara að undirstrika að sú hefð sem Gunnlaugur vísar til byggir á Alto og samtímamönnum hans. Við þurfum að venja okkur á að líta okkur nær í tíma í leit að fyrirmyndum eða hefð. Allt í lagi að líta til torfhúsa rétt eins og finnar eiga sín bjálkahús en það eru lausnir á húsnæðisvanda sem byggja á hagkvæmni sem ræðst af staðháttum. Fyrirmynd er mynd hún er form ekki tækni. Tæknin er bara tækið.
    Skipulags og byggingaryfirvöld hafa í dag aðstöðu til að móta stefnu sína hvað þarfir varðar á djúpum þekkingargrunni og eiga því ekki að láta undan tímabundnum þrýstingi sem breytist dag frá degi. Ég hef sagt það áður og segi það enn. Ef menn ætla að tryggja gæði hönnunar og skapa hefð eiga þeir að velja einstakling, „einræðisherra“ sem ber fulla ábyrgð á hönnun þess hverfis eða hverfishluta sem um ræðir hverju sinni. Valdís hefði átt að fá algert vald í hverfinu „milli lífs og dauða“. Eins og Gunnlaugur segir það verður að treysta mönnum.

    • Stefán:arkitektar eiga að vera chef d`orchestre ,ekki einræðisherrar!
      Finnar eru stoltir af kollegum okkar ,einmitt af því að þeir hafa fundið mjög eðlilegan og manneskjulegan byggingamáta,sem allir skilja og þykir vænt um.
      Góð hverfi og hús hafa sál, neista chef d`orchestre!

  • Hilmar Þór

    Frábær grein hjá Gunnlaugi þar sem hann kemur að „regionalisma“ í byggingalistinni. En hann hefur verið vanmetinn um áratugaskeið. Manni finnst vera viss vakning gagnvart honum á allra síðustu árum og því ber að fagna.

    Ungir finnskir arkitektar hafa áttað sig á þessu.

    En hvert er viðhorf ungra íslenskra arkitekta gagnvart regionalisma og hvað segir byggingalistadeild Listaháskóla Íslands um þetta?

    Ef slegið er upp orðinu „Regionalismi“ í leitarvélinni til hliðar birtast nokkrar greiniar um efnið.

    • Hilmar Þór

      Jæja. Þá er maður farinn að tala við sjálfan sig hér 🙂

      En tilefnið er að ádrepa mín í garð LHÍ. Sennilega óverðskulduð.

      Seint nú í eftirmidag kom á fésbókarsíðu Íslenskra arkitekta auglýsing um, að mér sýnist, frábæra fyrirlestraröð sem kallast „Gestagangur“ og er af frumkvæði LHÍ og eru fyrirlestrarnir haldnir í húsakynnum skólans.

      Þetta er röð fyrirlestra sem eru fjórir talsins.

      Sá fyrsti var í hádeginu í dag. Þar voru ástralskir arkitektar, Banks Design Architects, að tala um arkitektúr í áströlsku landslagi.

      Sagt er í auglýsingunni að verk Banks arkitekta miðist við að kanna stemmingu staða í gegnum verkefni í arkitektúr og listum, með hliðsjón af staðarvitund, veðráttu og staðbundinni menningu. Sem sagt, það sem kallað er í stuttu máli, staðbundinn arkitektúr eða „regionalismi“

      Þessu ber að fagna enda ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en svo að regionlisminn sé ofarlega á dagskrá í skólanum.

      Því miður vissi ég ekki af þessum fyrirlestri fyrr en undir kvöld og gat ekki sótt hann.

      Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu og áherslum LHÍ hvað varðar staðbundna byggingalist..

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn