Þriðjudagur 04.02.2014 - 21:27 - 17 ummæli

Fléttað inn í landslagið.

P1000185

Hér kemur grein eftir Gunnlaug Baldursson arkitekt sem hefur starfað í Þýskalandi frá námslokum. Hann fjallar hér um afar áhugavert efni sem varðar okkur íslendinga sérstaklega nú þegar ferðaþjónusta er orðinn einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar.

 

Fléttað inn í landslagið

Nýlega fjallaði ég á Eyjunni um samhengi nýbygginga og borgarumhverfis („fléttað inní borgarvefinn“).  Þegar fjallað er um sama tema, samhengi bygginga og náttúru mætti mögulega ræða um arkitekta eins og Wright ,sem þróaði verkin út frá staðareinkennum og umhverfi,  höfundareinkenni voru honum ekkert sem máli skipti.

Ég vel annan veg og rýni í uppbyggingu á  eyju ,sem á ýmsan hátt  er hliðstæð Íslandi:

Upprunalegt landslag, engin iðnarþróun, engin vaxin borgmenning. Og mikil ásókn ferðamanna í upprunan og náttúruöflin eins og nú er óðum að vaxa á Íslandi.

En ef augum er bent að kanríeyjunni Lanzarote er hún gjörólík Íslandi varðandi skilning á byggingaformum. Eyjarbúar gerðu sér á réttum tíma grein fyrir  sambandi bygginga og landslags, hefðum og staðareinkennum. Heilsteyptur arkitektúr er ekki tilviljunarkenndur stíll, ekki hönnun egóista og fjárfesta og ekki tískufyrirbrigði eins og t.d. föt, bílar eða húsgögn.

Sameiginlegt átak samfélagsins er miklvægt fyrir samband bygginga og menneskjunnar.

Fyrir nokkrum áratugum var  eyjan svo til óþekkt eldfjallaland, þakið stórum svörtum sandi og hraunbreiðum, fátækt og líf erfitt. Ferðamenn,sem vildu njóta upprunalegrar náttúru og sjávarlofts, höfðu enga aðstöðu, sem jafnast á við þær kröfur,sem fjöldinn gerir.

Breytingin varð á örfáum áratugum og mest uppúr aldamótum framm að hruninu 2008. Allt nokkuð hliðstætt þeirri þróun, sem Ísland  er nú og næstu árin að ganga í gegnum. Og nýjasta dæmið um ferðamannamiðstöð við Selfoss bendir á, að  skilning á málefninu vantar almennt enn á Íslandi.

Allt lék á þunnum þræði

Þegar uppbyggingin á Lanzarote hófst uppúr 1970  var það gæfa, að réttur maður var til staðar.

Cesar Manrique , fæddur á eyjunni 1919,  nam málaralist og kvikmyndagerð (1945/68 í Madrid og New York). Þegar hann settist aftur að á eyjunni, um að bil sem uppbyggingin hófst, ákvað hann að taka virkan þátt í að sérkenni landsins og upprunaleg menning fengju að halda sér, þrátt fyrir „byltingu“ í móttöku ferðamanna. Í byrjun útþennslunnar gerðu fáir sér grein fyrir, að landslag, arkitektúr og  vaxinn menningararfur er dýrmæt eign, sem nú hékk á mjög þunnum þræði.

Með aðstoð vina hóf Manrique kerfisbundna rannsókn á einkennum og arfleið Lanzarote og birtust niðurstöðurnar í bók 1974: Lanzarote arquitectura inedita. Bókin undirstrikar það, að engin rök eru fyrir því að hverfa frá byggingarformum,sem þróuð voru útfrá staðháttaum í aldaraðir. Byltingar eru oftast ekki til heilla. Byggingamenning felst ekki síst í því, að virða náttúruna og rækta arfleiðina.

Manrique, er ekki arkitekt, en fær m.a. þau verkefni,að skapa nokkra staði, sem verka sem „aðdráttarafl“ fyrir eyjuna og ferðamenn.

Þau hús og hótel, sem verða til í hópi  samvinnumanna og yfirvalda  eru mælikvarði fyrir allt, sem byggt er síðar: eyjan heldur í eigin hefð ,gamallt og nýtt lifa áreynslulaust í sátt og samlyndi.

Eyjarbúar virðast hafa orðið sammála um, að góð heild bygginga er ekki tilviljun, hún vex með samfélaginu.

Spor þessa skilnings sjást ekki einungis í byggingum: auglýsingaspjöld við þjóðvegi eru bönnuð, rafmagnslínur trufla ekki landsalagið, og áberandi virðing er fyrir umhverfi og upprunalegu landi.

Eftir lát Manrique,1992, var eyjan í  heild sinni sett á skrá UNESCO sem „biosphere reserve“.

Að innan útávið

Áhugi minn á Manrique vaknaði  þegar ég hafði tækifæri til að kynnast honum persónulega 1986 og uppgötvaði, að báðir vorum við aðdáendur F. L. Wright.

Þá á ég aðallega við samband bygginga og umhverfis, en einnig það hvernig Wright þróar byggingar sína að innan útávið. Wrightemað „að innan útávið“  hef ég kynnt áður, m.a. í Lesbók Mbl. („endalok sýndarmennsku í augsýn“,27.06.09).

Ég uppgötvaði  á Lanzarote, að Manrique skapar oft  fremur ljóslítið innirými, þannig að ytra umhverfi verður áhrifameira. Slík rými hafa einmitt líka „ opinberan“ karakter. Þetta Wrighttema setur Manrique á svið í frumlegum tilbrigðum. Dæmi: „útsýninsaugu“  Mirador del Rio. Veitinga og útsýnisstaður, felldur efst inní og hluti af 500 metra háum klettum, sem falla frammí Atlandshafið. Frá hringlaga torgi er gengið í gegnum þröng bogadregin göng inní sal með miklið úsýni yfir hafið og eyjarnar í kring. Slíkir staðir lifa í minnigu ferðamanna!

Fyrir uppbyggingu ferðamannaaðstöðu á Ísandi má mikið læra af þannig stöðum á Lanzarote.

Þessi og álíka byggingar fyrir ferðamenn eru fléttaðar inní landslagið og ekki „soliter Musteri“, eins og t.d. það  fyrirbrigði ,sem nú er kynnt sem “ íslensk ferðamannamiðstöð“ við Selfoss.

 Fléttað inní íslenskt landslag

Hverfum til Íslands: þegar ferðamaður lítur yfir ný byggðarhvefi sjávarplássa greinir hann afar mismunadi hús, gjarna raðað eins og frímerkjum á umslag.

Samhengi við næsta umhverfi  er oftast takmarkað. Hver eru íslensku einkennin í húsagerð?

Nefna má stað eins og Seyðisfjörð, en hann státar af „því gamla“ og er eitt af fáeinum frávikum.

Ég spyr : hefur t.d. það sem nú er kynnt sem ferðamannamiðstöð við Selfoss íslenskan „staðaranda“ ?

 

 

Grein þessi barst síðunni frá Gunnlaugi Stefáni Baldurssyni arkitekt sem starfað hefur í Þýskalandi að mestu síðan hann lauk námi frá háskólanum í Karluhe. Hann hefur verið umsvifamikill arkitekt og rekið sína eignin stofu Siegen í Þýskalandi fra 1990, tekið þátt í samkeppnum með ágætum árangri auk þess að stunda kennslu í byggingarlist.

Eftirfarandi pistlar eftir Gunnlaug Stefán Baldursson hafa áður birst á þessum vef:

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/05/02/perla-i-berlin-mies-verdlaunin-2011/

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/12/29/flettad-inn-i-borgarvefinn/

Louis I. Kahn og söngvar víðisins.

Að neðan koma nokkrar ljósmyndir af mannvirkjum á Lanzarote  sem Cesar Manrique hafði með að gera en þeir Cesar og Gunnlaugur voru vel kunnigir. Myndirnar eru frá Mirador del Rio sem fallað er um í greininni.

612664395a40232133447d33247d383634363839

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Orri Ólafur Magnússon

    Sæll Gunnlaugur og þakka þér fyrir skilaboðin og ábendinguna á heimasíðuna ykkar. Mikil heiðríkja, léttleiki ( timbur ? ) og birta yfir húsi Dr. Crone. Húsið fellur vel einstaklega vel að landslaginu – ég fæ ekki betur séð en að húsið standa í brekku, er ekki svo ? Liturinn og ytra byrðið minnir mig gömlu timburhúsin við bryggjuna í Bergen. Það munaði minnstu að ég festi kaup á íbúð í Bryggjuhverfi ykkar Björns Ólafs og þín árið 2011. Því miður eru sandhaugarnir frá hafnardýpkuninni með sand – og moldroki hreinasta plága, þannig að mér var ráðið frá kaupunum. Vonandi stendur þetta ( einhvern tímann ) til bóta svo hverfið, með timburbryggjunum og útsýni á höfnina og Grafarvoginner er vissulega afar heillandi, fái notið sín.

    • Gunnlaugur Stefan Baldursson

      Sæll aftur Orri,Dr. Crone bað um kveðju.Rétt er,að húsið hans stendur í halla,með mikið útsýni og viður var alltaf nýttur á þessum slóðum.
      Bryggjuhverfið er eina „nýja“ hverfi Reykjavíkur,sem tekur mið af hefðinni.
      Það er vinsællt þó að einangrað sé og af og til fjúki mold þar um ,en það stendur til,að fjarlæga sandinn og stækka hverfið.

  • Orri Ólafur Magnússon

    Konan mín og ég heimsóttum Lanzarote skömmu eftir aldaamótin. Meðal annars sóttum við bústað Manrique í hraunhellunum heim. Einstök reynsla sem mér er minnisstæð enn þann dag í dag. Engu að síður er ég efins um að hægt sé að nota aðferðir Manriques og þeirra Lanzarothebúa 1 : 1 við íslenskar aðstæður : hráslagalegt veðurfar landsins býður ekki upp á slíkt. Heiður himininn og milt loftslag Kanaríeyja ( við hjónin vorum þarna yfir áramótin ) gefur umhverfinu og byggingingunum á þeim slóðum allt annað og hýrari yfirbragð en drungaleg þokan á Reykjanesskaganum. Svo vaknar auðvitað sú spurning, hvort hægt sé að tengja nútíma byggingar við íslenska torfbæja – byggingarhefð ? Tilraunir Guðjóns Samúelssonar, þessa stórhuga frumkvöðuls íslenskrar byggingarlistar , með burstabæi úr steinsteypu, eru að mínu mati hvorki sérlega sannfærandi né aðlaðandi. Hitt er svo annað mál að Íslendingar verða að finna framtíðarlausnir í mannvirkjagerð á ferðamannastöðunum ; sums staðar hefur slíkt tekist með miklum ágætum, t . a. m. á Þingvöllum.
    P. S. Ef þú skyldir á næstunni hitta Dr. M. Crone, þætti mér vænt um ef þú bærir honum kveðju mína; ákaflega þægilegur Zeitgenosse, sem ég minnist með ánægju.

    • Gunnlaugur Stefan Baldursson

      Þakka þér fyrir Orri.Dr. Crone er mjög góður vinur minn,sem ég hef tvisvar byggt fyrir,seinna húsið er sérstakt,af því að ég hafði alveg frjálsar hendur.
      Þú ættir að heimsækja hann,óháð kveðjunni,sem ég skila.
      (örlítill svipur af húsinu á website :baldursson.de.)
      Ég tók Lanzarote auðvitað aðeins sem dæmi hvernig tekist hefur að sameina gamallt og nýtt og gera eyjuna spennandi fyrir túrista,eins og þið hjón upplifðu.
      Ég hef í huga,að skrifa einhverntíma á næstunni á Eyjunni nánar um það hvaða leiðir og möguleika ég sé á Íslandi,m.a. líka í tilbrigðum af hefðinni.

  • Örnólfur Hall

    — Vönduð og góð grein – kollegi Gunnlaugur Stefán !

    — Cesar Manrique minnir mig á minn uppáhalds-arkitekt Glenn Murcutt en hans ‘motto’ er:“TOUCH THE EARTH LIGHTLY“. – Hann skapar formheim sem ilmar af umhverfinu, trjávið, jarðefnum og gróðri.

    • Gunnlaugur Stefan Baldursson

      Þakka þér, Örnólfur.Einnig þakka ég þeim, sem tjá sig hér Eyjunni og þeim,sem valið hafa annan veg túlkunar.Auðsjánalega snertir efnið og vekur til umhugsunar.
      Manrique og Murcutt :báðir brautryðjendur,báðir með með vistvænar áherslur,báðir „heroes for the green century“.

  • Stefán Benediktsson

    Líffræðilega séð ættu arkitektanemar ekki að geta ráðið við gagnrýnin viðhorf sín til skipulags og bygginga í borginni. Stofnunin sjálf ætti að hafa metnað til að standa fyrir stöðugri opinni, opinberri, umræðu um fortíð, nútíð og framtíð í arkitektúr. Arkitektar framtíðar eru múrbrjótar nútímans.

    • Gunnlaugur Stefan Baldursson

      Rétt athugasemd.Eitt af hlutverkum arkitektúrdeildar er að senda teikn og tákn útávið,rækta umræðuna um hefðir og virka sem áttaviti um framtíð.
      Ísland skortir arkitektúrstofnun,sem hefur lifandi áhrif á það,sem skapast í kringum hana.
      Jákvæð dæmi um slíkt eru víða, t.d. Mendrisiodeidin í Tessin eða skóli Siza í Porto,báðir umtalsverðir ljósgjafar.

  • Jón Gunnarsson

    Það eru mörg gullkorn í þessum pistli

    Td þessir þdír

    1.
    Heilsteyptur arkitektúr er ekki tilviljunarkenndur stíll, ekki hönnun egóista og fjárfesta og ekki tískufyrirbrigði eins og t.d. föt, bílar eða húsgögn.

    2.
    Hver eru íslensku einkennin í húsagerð?

    3.
    Gamallt og nýtt lifa áreynslulaust í saman sátt og samlyndi.

    Eru svona atriði ekkert rædd hjá skiðulagsyfirvöldum eða í kennslu í skipulagsfræðum og arkitektúr?

    • Gunnlaugur Stefan Baldursson

      Listaháskóli Íslands hefur kennt arkitektúr í næstum tvo áratugi,en ekki er sýnileg sú „breyting“ á íslenskri byggingamenningu sem ýmsir höfðu búist við.Hinsvegar hafa sannfærandi lausnir einstaklinga vaxið á sama tíma,sem dæmi má nefna Fuglasafnið við Mývatn eða hús Dr. Weis fyrir utan Flateyri.

    • Hilmar Þór

      Ég verð að bæta við athugasemd pistilshöfundar, Gunnlaugs Baldurssonar, og segja að mér hefur þótt samfélagsleg ábyrgð og þáttaka LHÍ í umræðu um byggingarlist hérlendis ekki mjög áberandi þau ár sem hann hefur starfað.

      En eigum við ekki að vona að það breytist eitthvað.

    • LHI hafa unnið með Architectural Association í Lundúnum (Einum virtasta arkitektaskóla heimsins) í nokkur ár með „heimsóknarskóla“ þar sem unnið er mikið með Íslenska náttúru

      https://www.aaschool.ac.uk/STUDY/VISITING/iceland

      Kannski það hafi vantað kynningu á útkomu þessa og annara hluta sem gerðir eru í Arkitektadeildinni. Oft vantar líka áhuga og þáttökku fjölmiðla og almennings í þessum hlutum.

    • Hilmar Þór

      OK Guðjón.

      Ég hef aldrei efast um að LHÍ hafi átt samstarf við erlenda skóla og að þeir sem þar sinna sínum störfum geri það vel. Ég er fullviss að allt þetta fólk er að vanda sig. Ég á hér við bæði nemendur og kennara.

      Það sem ég segi er að þáttaka arkitektadeildarinnar (nemenda og kennara) hefur ekki verið áberandi þegar kemur að umræðu um arkitektúr og skipulag hér á landi.

      Hinsvegar er ég sammála þér um að áhugi fjölmiðla er lítill.

      En ég spyr: Er ekki hægt að gera eitthvað í því?

    • Hilmar Þór

      Smá viðbót.

      Þótt þátttaka nema og kennara í byggingalist við LHÍ í almennri umræðu sé ekki áberandi þá eru auðvitað á því ánægjulegar undantekningar.

      T.d. skrifaði Hrafnhildur Magnúsdóttir BA nemi vð LHÍ nýlega greinina „Áfram Selfoss“ um þjónustumiðstöðina á Selfossi, sem var til umræðu í síðustu færslu á þessum vef.

      Greinin er gagnrýnin, vel skrifuð af innsæji og þekkingu. Þetta framtak Hrafhildar gladdi mig mjög og eykur bjartsýni.

      Greinina má lesa hér

      http://dfs.is/adsendar-greinar/5414-afram-selfoss

    • Ég er alveg sammála þér Hilmar, að þáttaka LHÍ í opinberri umræðu er mikilvæg. Ég veit lítið um hve mikil hún er, þar sem ég hef búið í mörg ár í útlöndum.
      Mín reynsla er að ég var með námskeið í LHÍ í nokkur skipti fyrir all mörgum árum síðan. Áhugi nemenda og kennara á faginu, umræðu og staðbindingu hönnunar var mikill. Á sama tíma voru margir nemendur t.d. með fjölskylu og höfðu lítinn tíma fyrir nám sem krefst mikillar þáttöku, hvað þá tíma í opinbera umræðu um þessi mál. Þó hef ég séð marga nemendur taka þá í samtökum og almennri umræðu, þó svo að þau séu ekki að auglýsa að þau séu frá LHÍ.
      Deildin er fámenn og kennarar hafa í nógu að snúast. Ég er viss um að þau gera sitt besta til að opinbera starf deildarinnar, en það þarf náttúrulega opinberan áhuga til að það takist vel.
      Annað í þessu er kannski smæð markaðarins. Í þessu eins og öðru þá held ég að margir séu hræddir við að tjá sig opinberlega. Ef rangur hlutur er gagnrýndur eða andmælt röngum manni, er ég hræddur um að verkefna- og starfsöryggi geti verið í hættu.

  • Eysteinn

    Frábær og tímabær grein sem á virkilega erindi til allra þeirra sem sinna ferðaþjónustu. Sérsaklega þeirra sem vilja græða á henni til langs tíma.

    Ég gúglaði Ceser Manrique og sá hvað hann hefur gert mikið fyrir umhverfið með skarpri greiningu á staðarandanum þar sem han er fæddur og uppálinn.

    Við Íslendingar erum úti á túni í þessum efnum og ættum að skammast okkar fyrir tilfinningaleysið. Gúglið hótelin þarna á Lanzarote og horfið svo á þetta risahótel sem byggja á við Austurbakka – þá opnast augu ykkar.

    Sjá arkitektar ekki sérkenni miðborgar Reykjavíkur?

    Eru þeir blindir?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn