Laugardagur 31.08.2013 - 12:03 - 11 ummæli

„Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni“

560495_499215676838208_1665264912_n

Sitt sýnist hverjum.

Andstæðingar flugvallarins í Vatnsmýrinni hafa haldið úti fésbókarsíðu til stuðnings við uppbyggingu borgarbyggðar í Vatnsmýri í samræmi við AR 2010-2030. Þeir vilja flugvöllinn burt.

Síðan heitir: „Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni“.  Þar er margan fróðleiksmolann að finnna og mæli ég með að fólk skoði þau rök sem þar koma fram.

Vefslóðin er þessi:

https://www.facebook.com/#!/SamtokUmBetriByggdBb?fref=ts

Svo eru þeir sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri  líka með sína fésbókarsíðu sem heitir: „Ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni“. Þar kemur einnig fram mikill fróðleikur sem vert er að kynns sér.

Slóðin þangað er þessi:

https://www.facebook.com/#!/flugvollinnafram?fref=ts

Að ofan er sýnd hugmynd um flugvöll á Bessastaðanesi sem einhver sendi síðunni. Og að neðan eru tvær myndir. Önnur sem sýnir byggð í Vatsmýri eins og Pétur Arnar Kristinsson arkitekt sér hana og hin sýnir Vatnsmýrina með engri byggð. Þar er hún að því er virðist frátekin sem friðland fugla og fólks.

 

1013265_10151623083542861_1619104537_n

1185592_183009541878516_274698486_n

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Gísli Tryggvason

    Fólk verður fyrst af öllu að spyrja sig, til hvers á að nota flugvöll sem staðsettur er í Reykjavík eða nærri höfuðborgarsvæðinu ? Og hvað er ásættanlegt að flugvöllur verði langt frá borgarmiðju mtt allra þarfa. Sem sagt, einföld þarfagreining. Eftir það getum við staðsett framtíðarflugvöll, frekar en að horfa í baksýnisspegilinn. Og þá verður líka að horfa til Keflavíkur, því millilandaflugið fór nú þangað án þess mótmæli urðu vegna lengingar ferðatíma fyrir t.d. Reykvíkinga.
    Er það sjúkraflugið eða innanlandsflugið sem er málið? Og þar með sterk rök fyrir halda flugvelli á ákveðnum stað. Hvað með hættu og ónæði af flugumferð yfir þéttri byggð og skerðingu á möguleikum þeirrar byggðar að þróast eðlilega, t.d. með háhýsum? Það er svo annar þáttur, ekki síður mikilvægur.
    Ef t.d. það yrði sátt um það halda flugvelli nærri sjúkrahúsi og að sjúkrahúsið yrði byggt upp þar sem núverandi Landsspítali er, þá væri hægt að halda flugvellinum í Vatnsmýri, en þá í gjörbreyttri mynd og miklu minni flugvelli.
    En síðan má líka diskutera, er staðsetning á Landsspítala við Hringbraut kannski rangt hugsuð? Væri kannski bara betra að byggja við Vífilsstaði og stórt háhýsi en ekki 2ja til 3ja hæða hús með alltof miklu landflæmi. Og þar með yrði eðlilega sjúkraflugið flutt nær spítalanum. Kannski á Álftanes eða sunnan Hafnarfjarðar. Því hvar er borgarmiðjan. Hún er líklega í Smáralind og þess vegna dálítið furðulegt hversu mikið menn horfa til staðsetningar á sjúkrahúsi við Hringbraut og flugvelli í Vatnsmýri. Kannski er þetta bara framtíðarsýn, byggð á fortíðarhyggju. En ekki endilega skynsamlegri lausn.

  • Haraldur

    Og sjávar yfirborð þarf ekki að hækka meir en um rúman meter þá erum við komin í veruleg vandræði með Vatnsmýrina og gamla miðbæinn.
    Eru allir að gleyma Global Warmimng vandanum ?
    Það er hægt að hækka flugbrautir en hvað með þétta bygð ?

  • Stefán Benediktsson

    Reykvíkingar geta ekki gert áætlanir um flugvelli í öðrum sveitarfélögum. Hvaða forsendur ætli að liggi fyrir í rannsókn á Hólmsheiðarvelli. Ég vann við skipulag flugvallar í Þýskalandi. Öryggi flugvallar stendur í beinu samhengi við lengd flugbrauta. Því lengri flugbrautir, því meira öryggi í miklum hliðarvind og hálku. Hvað ætli flugbrautalengd sé notast við í Hólmsheiðarathuguninni?

  • Garðar Garðarsson

    Líst vel á tillöguna með flugvöll á Bessastaðanesi og göng undir Skerjafjörð. Annars bara innanlaldsflugið til Keflavíkur og göng undir Skerjafjörð að Álftanesi og önnur frá Álftanesi suður fyrir Straumsvík, og svo hraðlest á milli miðbæjar Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.

  • Ég tel að flugvöllurinn eigi að fara en ekki fyrr en eftir einhverja áratugi. Það á að byrja á að styrkja og þétta nuverandi byggð á Höfuðborgarsvæðinu út frá forsendum almenningssamgangna. Með þeim hætti vinna gegn bílaborgarskipulaginu. Tækifærin til þess eru til staðar. Þannig myndast reynsla til að byggja á þegar flugvöllurinn fer.

    Það má byrja á forgangsreinum fyrir „bus rapid transit“ http://en.wikipedia.org/wiki/Bus_rapid_transit síðan má mögulega setja inn á forgangsreinarnar léttlestar http://en.wikipedia.org/wiki/Light_rail. Það má hugsa sér að þannig kerfi nái í fyrsta áfanga m.a. til Hafnarfjarðar. Þegar frá líður má framlengja kerfið til Keflavíkur mögulega með „bus rapid transit“ á Reykjanesbraut til Keflavíkur til að byrja með, með annarri umferð. Þá er hægt með meiri sátt að leggja niður Reykjavíkurflugvöll.

  • Árni Ólafsson

    Flugvöllurinn hefur bjargað Vatnsmýrinni frá því að verða bílaborgarskipulaginu að bráð.

    Flugvöllurinn hefur ekki haft afgerandi neikvæð áhrif á þróun og uppbyggingu borgarinnar umfram þá staðreynd Vatnsmýrin er eins og örnefnið bendir til – mýri – og fram á síðasta dag hafa Reykvíkingar með örfáum undantekningum forðast byggingar í mýrlendi 🙂

  • Einar Jóhannsson

    Staðan er einfaldlega sú að það verður að leita annarra leiða til þess að gera höfuðborgarsvæðið hagkvæmara og minnka bifreiðaumferð. T.d. að byggja Landspítala inn við Elliðaár og styrkja byggð við „þróunnar og samgönguásinn“

  • Árni Björnsson

    Treystum við arkitektum og skipulagsfræðingum fyrir svona storum bita eins og allri Vatnsmýrinni?

  • Haukur Kristinsson

    Neðsta myndin er flottust, friðland fugla og fólks.

    Nema það vantar gömlu góðu flugbrautirnar, Sem sagt; „status quo“.

  • Ekki spurning að flugvöllurinn á að vera. Hús á þessum stað er engin prýði. Nýta á land annars staðar eða allt það tóma húsnæði sem stendur víðs vegar um bæinn. Það geta ekki og eiga ekki allir að búa í 101 Reykjavík. Sameina má sveitarfélög á Stór-Reykjavíkursvæðinu þannig að talað sé um eitt sveitarfélag og byggingarland þess.

    Kveðja, Helga Dögg

  • Jón Björnsson

    Þegar horft er á myndina efst í færslunni blasir lausnin við.

    Því að vera að byggja nýjan flugvöll þegar einn ágætur er fyrir. „Do not fix things that are not broken“

    Í fyrsta lagi eru ekki til peningar fyrir nýjum flugvelli og í öðru lagi að ef á að selja Vatnsmýri fyrir peninga sem nemur kostnaði vegna byggingar nýs flugvallar mun íbúðaverð á öllu höfuðborgarsvæðinu hækka verulega.

    Öllum til ama.

    Flugvöllurinn á að vera á sínum stað og það á að byggja brú frá HR um Kársnes yfir á Bessastaðanes og byggja þétta i nýja íbúðabyggð.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn