Þriðjudagur 18.12.2012 - 05:58 - 3 ummæli

Framtíð Kvosarinnar árið 1991

 

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í september 1989 að beita sér fyrir stofnun þróunarfélags um miðbæ Reykjavíkur. Miklu var tjaldað til og var félagið stofnað í Höfða 15. nóvember 1990. Félagið var látið heita „Þróunarfélag Reykjavíkur“

Markmið Þróunarfélags Reykjavíkur var að efla miðborg Reykjavíkur sem miðstöð stjórnsýslu ríkis og borgar, menningarlífs, verslunar og þjónustu og samræma hugmyndir hagsmuna- og framkvæmdaaðlia um uppbyggingu. Þetta voru allt ágæt markmið.

En skoðum leiðirnar að markmiðunum sem menn voru að horfa til.

Að ofan  skýringarmynd sem mér var send um hugmyndir Þróunarfélags Reykjavíkur um framtíð Kvosarinnar fyrir rúmum 20 árum. Mér skilst að tillögurnar hafi verið settar formlega fram og í samræmi við helstu markmið félagsins.

Maður sér að þrátt fyrir að ágætt tillit sé tekið til gangandi fólks (gulusvæðin) þá eru bifreiðastæði áberandi ofanjarðar(bleiku svæðin). En auk þeirra er mikill fjöldi bifreiðastæða fundinn staður í byggingum við Tryggvagötu og undir Ráðhúsinu og víðar. Auk þess er gert ráð fyrir um 200 stæðum undir Austurvelli.  Á þessum árum var einnig, í fullri alvöru, verið að velta fyrir sé bifreiðastæðum undir tjörninni fyrir þúsundir bifreiða.

Þarna sér maður að Miðbakkinn hefur ekki verið færður út og skemmur Ríkisskipa eru hugsaðar fyrir sædýrasafn. Öll húsin sem liggja að Tryggvagötu eru samtengd og kölluð „Tryggvaborg“. Þar yrðu skrifstofur, verslanir veitingastaðir og margháttuð menningarstarfssemi.

Það er forvitnilegt að  velta fyrir sér framtíðarsýn ráðamanna um Kvosina fyrir bara tveim áratugum.

Hér er slóð að viðtali við Pétur Sveinbjarnarson sem starfaði fyrir Þróunarfélag Reykjavíkur fyrir 21 ári þegar viðtalið ver tekið:

http://101reykjavik.is/2012/07/vidtal-vid-petur-sveinbjarnarson-fra-1991/

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Erlingur Sigurðsson

    Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson var formaður. Framkvæmdastjóri var Pétur Sveinbjarnarson samkvæmt Google. En ég man að þarna voru bankastjórar viðskiptabankanna og Seðlabanka. Fulltrúar stjórnmálaflokka, verslunar og þjónustu. Stór og sterk stjórn.

  • Gaman væri að vita hverjir voru kjörnir í stjórn Þróunarfélags Reykjavíkur.

    • Hilmar Þór

      Man það ekki en Vilhjálmur Þ. borgarfulltrúi var formaður.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn