Vegna vinnslu bókar um Gunnlaug Halldórsson arkitekt fann Pétur H. Ármannsson arkitekt frumdrög af sumarhúsi sem Gunnlaugur teiknaði fyrir Georgiu og Svein Björnsson forseta Íslands. Húsið átti að byggja við svokallaðan Forsetahól utarlega á Reykjanesi. Húsið var aldrei byggt en það átti að rísa undir grasivöxnum hól, Litlafelli, skammt frá afleggjaranum að Reykjanesvita. Þetta var árið 1950, fyrir 64 árum.
Í bók Péturs, sem hefur verðskuldað verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár stendur m.a. um þetta hús:
„Hugmynd Gunnlaugs að sumarhúsinu byggðist álangri mjórri aðalálmu með fjórum svefnherbergjum, eldhúsi og borðstofu í einfaldri röð. Lítillega á ská út frá hennikom styttri stofuálmameð stóru eldstæði og útsýnisgluggum til suðurs og vesturs. Bratt mænisþak var á báðum álmunum. Meðfram allri suðurhlið aðalálmu átti að koma glerskáli með lágreistu þaki sem þjónaði semforstofa og tengigangurað öllum herbergjum sumarhússins. ‘I króknum þar sem álmurnar mættust var aflokaður garður í suðurátt“.
Þetta er á margan hátt dæmigert fyrir verklag Gunnlaugs Halldórssonar. Þarna teiknar hann hefðbundið hús að grunnformi, gleymir ekki smáatriðum hefðarinnar, eins og brattari valma á göflum. En hann sýnir jafnframt kjark til þess að brjóta hefðina með því að skekkja grunnhúsin örlitið og tengja þau saman með skakkri utanáliggjandi glerbyggngu. Þetta segir tvær sögur.
Annarsvegar þekking Gunnlaugs á hefðum og virðingu hans fyrir þeim og hinsvegar dirfsku hans til þess að brjóta þær þegar það á við.
Þessi gamla formfræði varðandi valmann er m.a. til þess að þakið virðist ekki eins flatt þar sem lengd valmans er flatari en sperranna sem ganga þvert á húskroppinn. Svo brýtur Gunnlaugur hefðina með því að skekkja þverálmuna smávegis og bætir við glerbyggingu sem leysir um leið mörg starfræn vandamál. Og svo er ekki valmi á stofubyggingunni. Þannig skítur funktionalisminn upp kollinum í öllu því hefðbundna.
Svo má benda á að glerbyggingn mjókkar í átt að svefnherbergi forsetahjónanna en er breiðust þar sem húshlutarnir tveir mætast. Allt er þetta í fullkomnu samræmi við starfrænar hugmyndir funktionalismans.
Athygli er vakin á því að hér er um að ræða 64 ára gömul frumdrög sem sannar enn einu sinni kennisetninguna um að góð byggingalist fer aldei úr tísku.
Þetta er frábært hús sem fólk ætti að stúdera rækilega. Ég ráðlegg fólki að tvísmella á myndina að ofan því þá sækkar húnog hægt að skoða betur.
Efst eru frumdrögin sem Pétur H. Ármannsson fann í gögnum Gunnlaugs Halldórssonar.
Hér eru þrjár slóðir um vipað efni og verk Gunnlaugs Halldórssonar:
http://blog.dv.is/arkitektur/2011/01/17/45-ara-gamalt-sumarhus/
http://blog.dv.is/arkitektur/2009/10/02/gunnlaugur-halldorsson-arkitekt/
http://blog.dv.is/arkitektur/2011/03/18/felagsgardur-gunnlaugs-halldorssonar/
Mannshugurinn undarlegur.
Nokkrar línur á blaði vekja hughrif líkt og tónverk og ánægju sem endist lengi eftir að skoðun lýkur.
Þó þarf þekkingu eða áhuga til að njóta verksins.
Af tjáningu mannsins er málið fátæklegast.
Myndir og tónar snerta margfalt fleiri tilfinningastrengi.
Skemmtileg teikning,sem segir allt,sem máli skiftir, gert með tækni,sem því miður er að hverfa.
Konseptið er algjörlega aktuellt enn í dag.
Reyndar á það ekki síður við sumarhús G.Bornebusch,(Hilmar bendir á slóðina): sígilt hús í hæsta gæðaflokki.
Bornebusch vann frá 1956 í nokkur ár í félagi með Larsen,Brüel og Selchau.
Ég kynntist Brüel að vísu miklu seinna sem frábærum jazzleikara og myndlistamanni og þannig verkum þessarar athyglisverðu arkitektagrúppu.
Ef teikningin er stækkuð kemur grafikkin í ljós. Fyrst er teiknað með reglustikum og blýant. Svo er farið fríhendis yfir teikninguna með tússpenna og svo er litað með blýantslitum og loks teiknað fríhendis gróður og annað. Þessa teikningu væri gaman að eiga innrammaða upp á vegg.
Þetta er rosalega vel hugsað hús.
Ýmislegt er samt barn síns tíma.
Til dæmis lokað eldhús og „stúlknaherbergi“ inn af eldhúsinu!
Ef þessu tvennu væri breytt væri hægt að nota þessa teikningu óbreytta í dag og næstu 64 árin.
Frábært hús hér á ferð.
Ég sé ekki þessa skýringarmynd (sem er ekki gerð af Halldóri) sem þú nefnir í textanum.
Fyrirgefðu.
Ég gerði hana sjálfur en fannst á síðustu stundu að hún ætti ekki við enda er skissa Gunnlaugs svo falleg að mín skissa ekki bætt úr þó hún hafi verið þrívíð.
Ég tek þetta út úr textanum.
Þakka ábendinguna.
Það vaknar upp spurning um hvort einhver framför hafi átt sér stað í byggingalistinni undanfarna rúmu hálfu öld?
Vissulega hafa orðið miklar tæknilegar framfarir en grundvallar atriðin í byggingalistinni hafa ekki breyst mikið og því er byggingalistin frekar stöðug ef hún kemst framhjá tískusveiflum tíðarandans.
Sólin fer um festinguna með sama hætti, Manneskjan er með sömu grundvallarþarfir og áður; hún sefur borðar, er félagsvera, kann að meta útsýni, náttúru og skjól. Manneskjan vill líka stöðugleika í önnum dagsins þó hamagangur sé skemmtilegur inn á milli o.s.frv.
Sennilaga náði byggingalistin sínum lægstu lægðum á tímum tísku sem kennd var við postmodernisma.
En postmodernisminn fór hratt framhjá enda innihaldsrýr.
Jólabókin í ár
Í bók Péturs H. Ármannssonar um Gunnlaug Halldórsson og verk hans er skemmtileg frásögn af vegagerð á Reykjanesi sem tengist þessu húsi og er all sérstök.