Frank Gehry er 82 ára gamall stjörnuarkitekt sem hefur gert mörg stórvirki á sviði byggingarlistar víða um heim. Sum verka hans skipta máli í ferðamannaiðnaðinum. Guggenheim safn Gehrys setti Bilbao á landakortið að sumra mati.
Hin síðari ár virðist hafa hlaupið snobb og ofmat á gamla manninn og hans nafni.
Sumir málsmetandi gagnrýnendur telja seinni verk hans svo rugluð(!) að þeir hafa ráðlagt honum að hætta að praktísera og fara á eftirlaun.
Ég hef skoðað mörg verk Gehry og alltaf fundist þau forvitnileg (kuriös) og stundum góð. Ég nefni Walt Disney Concert Hall í Los Angeles sem dæmi um afburða gott verk.
Nú hefur Gehry tekið að sér að gera rammaskipulag (masterplan) fyrir höfnina í Sönderborg á suður Jótlandi í Danmörku ásamt því að hanna eina aðalbyggingu svæðisins, „kunsthall“. Það má búast við að áætlunin taki svona 15-20 ár í framkvæmd svo Gehry verður um einnar aldar gamall þegar klippt verður á borðann.
Hjálagt eru nokkrar ljósmyndir af líkönum af rammaskipulaginu ásamt myndbandi sem ég ráðlegg áhugasömum að skoða. Þar kemur fram guðleg dýrkun stjórnmálamanna og menningarfrömuða á stjörnu arkitektinum. Einn segir beinlínis að hugsanlega verði verk Gehrys í Sönderborg tilnefnt sem eitt af undrum veraldar og verði þar í félagsskap með Keopspíramidanum og The Grate Wall of China!
Þetta gengur svo langt að manni dettur í hug hvort þetta sé spaug.
En svo er því miður ekki.
En þetta er ekki óþekkt hegðun þegar stjörnulistamenn eiga í hlut og þá gildir einu hvaða listgrein á í hlut. Við þekkjum þetta hér á landi. Maður spyr sig einnig hvort þarna sé verið að plata sveitamanninn og smáborgarann með nafni listamannsins einu saman. allavega liggur snilldin ekki í augum uppi ef marka má kynninguna í Sönderborg? Byggingar þær sem hann leggur til að verði þarna virðast ekki vera í samræmi við fíngerða eldri byggð eða suðurjóskann anda staðarins. Gerhy talar samt um að byggja í samræmi við „the architecture of the region“. Hver trúir að honum takist það?
Svarið var vel röstutt og sannfærandi.
Bestu kveðjur H
Ekki öllum og sérlega ekki Íslendingum er gefið að skilja hárfína en eðlislæga sjálfshæðni Jóta. Þeir eru einnig vísir til að kalla sig sjálfa sveitamenn og jafnvel smáborgara og gera það iðulega. En að þegar slíkar athugasemdir koma frá nafla smáborgamennskunar og sveitamennskunar, Íslandi, þá geta víst allir verið með og brosað út af eyrum 😀
Ég gekk framhjá nýlegri byggingu eftir Gehry í Aarhus, á hverjum degi í eina önn. Af þeirri byggingu að dæma, er engu að kvíða. Honum tókst bara ágætlega upp í það skiptið amk hvað varðar skala.
http://www.arcspace.com/architects/gehry/dcs3/dcs3.html
Þakka þér gagnrýnina Halla.
Ekki hafa áhyggjur af mér í þessum efnum. Mér tek glaður á móti allri málefnalegri gagnrýni sem gæti orðið til þess að bæta þessa pistla.
Það er rétt hjá þér að það er alltaf skemmtilegra þegar fjallað er um málefni líðandi stundar hér á landi. Ég hef ekki mikið fyrir þessum skrifum vegna þess að ég skrifa bara um það sem ég hef gaman að og tel eiga erindi til fleiri. Erlendu efnin eiga flest erindi hingað til okkar þó það sé með óbeinum hætti. Það á líka við um þessa færslu.
Við erum ekki eyland þegar kemur að umfjöllun um byggingarlist.
Þessi umfjöllun um dýrkun á stjörnuarkitektinum Frank Gehry á sér margar hliðstæður á Íslandi og varðar okkur.
Ég nefni eitt nýlegt dæmi:
Þegar verið var að selja þjóðinni Hörpuna fyrir 5-6 árum var meira fjallað um nöfnin sem að baki stóðu en verkið sjálft. Það var reyndar nánast ekkert fjallað um verkið á þeim tíma.
Það er búið er að skrifa fjölda greina og fjalla víða um aðkomu Henning Larsen, Ólafs Elíassonar og Vladimars Askinasy að verkinu en nánast ekkert fjallað um Hörpuna sjálfa.
Nöfnum stjarnanna þriggja er mjög haldið að okkur og svo verður áfram. Þeir sem gagnrýna verkið ná ekki eyrum eða athygli fjölmiðla eða almennings. Og þá breytir engu hvort verkinu sé hallmælt eða því hrósað.
Nöfn stjörnulistamannanna flækjast oftast fyrir faglegri umfjöllun. Þetta á við um Sönderborg og Hörpuna.
Mæli með því að við einbeitum okkur að stöðu byggingarlistainnar á þessu landi.
Gehry hefur tekist margt vel – en ekki allt.
BIG, tel ég ekki er ekki vera áhugaverðan fyrir byggingarlist hér á landi.
Þetta vilj ég endilega að skiljist sem vinsamleg gagnrýni, vegna þess að á þessu bloggi hefur svo margt áhugavert og mikilvægt verið tekið til umfjöllunar.
Lofa því að taka ekki aftur til máls fyrr en ég sé tilefni til að hrosa bloggaranum – en hef því miður verið of önnum kafin við annað upp á síðkastið.
Þó er það þannig að ég fylgist vel með og gleðst yfir nýrri færslu. Eyðibýlaumfjöllunin var til að mynd ákaflega inspírerandi og svo fjölmargt annað.
Var það ekki dani sem samdi söguna um nýju föt keisarans?
Annars minnir rammaskipulagið í Sönderborg á deiliskipulagið við Mýrargötu. Gríðarstór klossuð hús framan við fíngerða gamla byggð.