Þriðjudagur 09.03.2010 - 17:31 - 4 ummæli

Frjálslyndi-Erfið skylda

p272286_488_336-1[1]

Einhver frjálslyndasti og mesti hugsuður í danskri arkitektastétt á síðustu öld, Paul Henningsen, sagði eitt sinn „Að vera frjálslyndur væri ekki réttindi heldur erfið skylda. Frjálslyndi fælist ekki í því að trúa á framfarir, heldur að efast um þær“. Þarna átti hann við að maður ætti að vera móttækilegur fyrir breytingum, en jafnframt að vera gagnrýnin á þær.

Þetta sjónarmið hefur sennilega aldrei verið jafn þýðingarmikið og einmitt nú þegar atburðarrás framfaranna er um það bil að taka völdin frá þeim sem þær eiga að þjóna. Þegar hugsað er til framtíðarstefnu er ávallt hollt að hafa hugleiðingar á borð við þær sem Paul Henningsen tjáir hér í huga.

Paul Henningssen (1894-1967) var þekktur fyrir hönnun lampa og virka þáttöku í umræðu í dönsku þjóðfélagi um áratugaskeið.

Hann teiknaði fyrsta PH lampann árið 1924 og var staðararkitekt Tivoli í Kaupmannahöfn frá 1941.

20080119060745-Poul-Henninsen[1]

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Ef frjálslyndi felst „ekki í því að trúa á framfarir, heldur að efast um þær“, er þá úr vegi að segja að frjálslyndi þurfi að hafa í sér mátulega íhaldssemi í bland? Þ.e. varðveita það sem er gott og gilt en henda því slæma. Sú hönnun sem á ekki að falla í gleymsku strax hefur í sér einhvern hluta hins sígilda, og það á alveg eins við um módernisma, póstmódernisma eða hvað annað. Le Corbusier stúderaði gömlu meistarana í Grikklandi og var meðvitaður um hið sígilda. Nú stúdera menn bara Le Corbusier, eða hvað?

  • Flottamadur i arkitektastett

    Einhverjir eru nu samfelagsgagnrynendurnir i arkitektastett Stefan.
    Eg nefin thig, Gisla Halldorsson, Arna Olafsson, Gest Olafsson og thattakendur i thessu bloggi. En thessir na ekki eyrum radamanna. Eg sakna lika vidspyrnu fra Listahaskolanum, nemendum thar og fraedim0nnum

  • stefán benediktsson

    Það er engin hætta á því V.F. að við eignumst gagnrýnanda eins og Henningsen. Til þess erum við of fá og óörugg. Gagnrýnandi af kaliberi Henningsen yrði fljótlega geltur með stimplum ogómálefnalegri umræðu.

  • Paul Henningsen var ekki hræddur við að tjá sig um menn og málefni. Ég man ekki betur en að hann hafi staðið að áhrifamiklu tímariti sem hét „Kritisk Revy“.

    Þar tók hann, ósmeikur, á málefnum byggingalistarinnar og málefnum líðandi stundar.

    Það væri óskandi að við hér hefðum samfélagsgagrýnanda eins og hann meðal íslenskra arkitekta.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn