Norðmaðurinn Martin Otterbeck keypti gamlan olíutank með lóð skammt frá Lofoten í Noregi fyrir um 150 þúsund norskar krónur og innréttaði sér íbúð.
Þetta er skemmtilegt dæmi um hvernig nota má úr sér gengin mannvirki og gefa þeim nýtt líf. Hjálagðar eru myndir teknar fyrir og eftir framkvæmdir. Þarna er nú skapað eftirsóknarvert hús á góðum stað þar sem hugvitið hefur margfaldað vermæti olíutanks sem var úrskurðaður ónýtur sem slíkur.
Þetta leiðir hugan að húsaverndun og meðferð mannvirkja.
Manni verður oft hugsað til allra þeirra frábæru húsa og mannvirkja sem eru látin víkja vegna þess að þeir sem þær ákvarðanir taka hafa ekki hugmyndaflug til að sjá þau tækifæri og verðmæti sem í þeim liggja. Mér kemur strax í hug Kveldúlfsskemmurnar við Skúlagötu, byggingar Sláturfélagsins og vönduð hús Völundar þar í grenndinni með einstökum turni og múrsteinsskorstein, Brenneríið við Skildinganes og margt fleira.
Fyrir 5-10 árum var rifið stórt þrílyft og vandað hús við Sölvhólgötu til að rýma fyrir nýrri ráðuneytisbyggingu. Ráðuneytisbyggingin kom aldrei. Öllum þessum húsum mátti finna verðugt hlutverk.
Framkvæmdasýsla ríkisins í Helsinki, Senaatti-kiinteistöt, er ekki starfrækt í gömlum olíutanki heldur að hluta í gömlum kornsílóum svo dæmi sé tekið.
Hér er lagt út af gömlum oliutanki sem fengið hefur nýtt hlutverk og er nú forvitnilegt og glæsilegt íbúðahús.
Mér skilst að Fjalakötturinn hafi verið handónýt slysagildar þegar hann var feldur. Hitt er annað mál að í dag er búið að byggja þarna hús sem heldur uppi gömlu götumyndinni og er það vel.
Hugmyndin um ad gefa hlutum nýtt hlutverk er thad sem mér finnst mest heillandi vid svona verkefni. Ad taka eitthvad sem búid er ad afskrifa, gefa thví nýtt líf og gera thad „verdmætt“ aftur. Hvad svo sem thad thýdir.
Fyrir utan gamla tanka, thá liggur lódbeint vid ad nota skipsgáma.
Mér finnst endilega að ég hafi séð turninn á Völundi einhverstaðar á lóð fyrir ofan Rauðavatn fyrir mörgum árum síðan. (kannski var mig að dreyma)
Stefán, þú ert væntanlega að tala um Fjalaköttinn eða Aðalstræti 8 sem var rifið 1985 ! Þekki þá sögu annars ekki en svo virðist sem að það hafi verið mjög umdeild ákvörðun.
Stórmerkilegt hús:
http://www.leikminjasafn.is/annall/1893fjal.html
http://borgarskjalasafn.is/Portaldata/21/Resources/Borgarskjalasafn/Skjalaskra/Fyrirtaeki/Fjalakotturinn,_adalstraeti_6.pdf
Brenneríið var mjög falleg bygging og mikil eftirsjá að henni einnig Völundarhúsin og að ég tali nú ekki um gersemina við Aðalstræti sem stóð við hliðina á Moggahúsinu, sunnan megin.
Spurning hvað er eftir af upprunalega tankinum? Formið og burðarvirkið?
Skemmtilegt.
Og það er ekki of oft á það minnst að margt húsið og mörg mannvirkin hafa farið forgörðum af ástæðulausu.
Nú eru gömlu hafnargarðarnir í Reykjavíkurhöfn að glatast. Vitarnir tveir, þessir gulu, fengu eitt sinn sérstök verðlaun sem gersemar í sínu umhverfi.
Nú er umhverfið að hverfa og vitarnir að verða einir eftri.
Tek undir með þér í þessu Hilmar – það er oft mun meira „challenge“ að vinna með gamalt og finna því nýtt hlutverk og það sem meira er þetta er líka í flestum tilfellum mera „challenge“ fyrir verktakana sem koma að framkvæmdinni.
Årstiderne Arkitekter í Silkeborg í Danmörku fengu viðurkennigu fyrir að breyta gamalli pappírsverksmiðju í aðlaðandi atvinnuumhverfi framtíðarinnar og í hluta af þessum húsum eru ma. aðalskrifstofur þeirra og Radison hótel.
Ég hef komið þarna og þetta er mjög flott og þetta hefur líka verið flókið verkefni í framkvæmd og alveg örugglega skemmtilegt fyrir verktakan.
Sjá nánar :
http://maps.google.is/maps?q=papirfabrikken+silkeborg&oe=utf-8&rls=org.mozilla:en-GB:official&client=firefox-a&um=1&ie=UTF-8&hq=&hnear=Papirfabrikken,+8600+Silkeborg,+Denmark&gl=is&ei=ZE0HTd-yFoG7hAeYvMDtBw&sa=X&oi=geocode_result&ct=title&resnum=1&ved=0CBQQ8gEwAA
og
http://www.aarstiderne.dk/erhverv/papirfabrikken?