Þriðjudagur 14.12.2010 - 09:00 - 7 ummæli

Fullur tankur af lífi – Húsavernd

Norðmaðurinn Martin Otterbeck keypti gamlan olíutank með lóð skammt frá Lofoten í Noregi fyrir um 150 þúsund norskar krónur og innréttaði sér íbúð.

Þetta er skemmtilegt dæmi um hvernig nota má úr sér gengin mannvirki og gefa þeim nýtt líf. Hjálagðar eru myndir teknar fyrir og eftir framkvæmdir. Þarna er nú skapað eftirsóknarvert hús á góðum stað þar sem hugvitið hefur margfaldað vermæti olíutanks sem var úrskurðaður ónýtur sem slíkur.

Þetta leiðir hugan að húsaverndun og meðferð mannvirkja.

Manni verður oft hugsað til allra þeirra frábæru húsa og mannvirkja sem eru látin víkja vegna þess að þeir sem þær ákvarðanir taka hafa ekki hugmyndaflug til að sjá þau tækifæri og verðmæti sem í þeim liggja. Mér kemur strax í hug Kveldúlfsskemmurnar við Skúlagötu, byggingar Sláturfélagsins og vönduð hús Völundar þar í grenndinni með einstökum turni og múrsteinsskorstein, Brenneríið við Skildinganes og margt fleira.

Fyrir 5-10 árum var rifið stórt  þrílyft og vandað hús við Sölvhólgötu  til að rýma fyrir nýrri ráðuneytisbyggingu. Ráðuneytisbyggingin kom aldrei. Öllum þessum húsum mátti finna verðugt hlutverk.

Framkvæmdasýsla ríkisins í Helsinki, Senaatti-kiinteistöt, er ekki starfrækt í gömlum olíutanki heldur að hluta í gömlum kornsílóum svo dæmi sé tekið.

Hér er lagt út af gömlum oliutanki sem fengið hefur nýtt hlutverk og er nú forvitnilegt og glæsilegt íbúðahús.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn