Þriðjudagur 01.08.2017 - 00:07 - 2 ummæli

Gullkorn

 

Ein frægasta setning sem ég hef lesið og er skrifuð af leikmanni í byggingalist er eftir Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands og Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum..

Þar segir „We shape our buildinga; thereafter they shape us.“ Eða.: „Fyrst gefum við byggingum okkar form og í framhaldinu móta þær okkur“.

Þetta er auðvitað gullkorn hjá WC

Íslenskir listamenn hafa líka tjáð sig um efnið með sérlega fínum hætti sem eru ekki síður gullkorn.

Þetta er haft eftir Guðjóni Samúelssyni arkitekt:

„Lyndiseinkun bæjarbúa myndast að miklu leyti af bæjarfyrirkomulaginu og húsunum“. Þetta er ef til vill of mikið sagt. En það er sannreynt, að því óhagganlegra sem bæjarfyrirkomulagið er og því óvistlegri sem húsakynnin eru – þess ruddalegra er fólkið, þess ósiðaðri eru unglingarnir og þess óhreinni eru börnin“.

Og eftirfarandi gullkorn er komið frá Pétri Gunnarssyni rithöfundi

„Umhverfið er órjúfanlegur þáttur okkrar sjálfra, það setur mark sitt á persónuleika okkar, þroska og lífsviðhorf. Það er hluti af okkur og við af því. Umhverfi er ekki bara ásýnd hluta, heldur viðmót og samskipti fólks. Þagar landslag fyllist sviplausum verksmiðjum og íbúðahverfum sem í bragðleysi sínu og kotungshætti fara fram úr mestu örreytistímum Íslandssögunnar, þrátt fyrir hina svokölluðu velmegun, þá erum það við sem töpum… Við sem stöndum saman á stoppustöðvum, bíðum saman í biðröðum og sitjum föst í umferðahnút: Gerum miðbæinn lifandi. Hittumst við Skólavörðustíg og opnum þar hugmyndabanka með útibúum um allt land“.

Tvær síðastnefndu tilvitnanirnar er hægt að lesa á sýningu sem hefur staðið í Ráðhúsi Reykjavíkur með hléum frá því í mars í vor. Sýningin heitir „Hvað er í gangi?“ og fjallar um byggingaráform innan Hringbrautar í Reykjavík. Þar eru sýndar mikið af áætlunum um uppbyggingu á svæðinu innan Hringbrautar en ekkert er sýnt af mestu byggingaráformum Íslensku þjóðarinnar fyrr og síðar, Nýjum Landspítala.

Ég og þúsundir annarra veltum enn fyrir okkur hvað sé í gangi á Landspítalasvæðinu?

Sjá einnig:

Spítalinn falinn? – Hvað er í gangi?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Jón Þórðarson

    Gaman að svona stuttum setningum sem segja oft miklu meira en heilu bækurnar. Það er líka gott að vera laus við allar skýringar og fá að lesa úr þeim óstuddur og án truflunar.

  • þorkell

    Já, ég tek undir: Hvað er í gangi?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn