Miðvikudagur 07.12.2016 - 08:38 - 6 ummæli

Háhýsi

VLUU L100, M100 / Samsung L100, M100

“NEW YORK by Gehry” er 76 hæða bygging  sem var formlega opnuð þann 19. mars 2011. Fyrir fimm árum þegar arkitektinn, Frank Gehry, hélt upp á 82 ára afmæli sitt.

Byggingunni var vel tekið og var lofuð af gagnrýnendum byggingalistar.  Gagnrýnandi NY Times áleit þetta besta skýjaklúf í NY síðan Ero Saarinen teiknaði CBS bygginguna fyrir 51 ári og The New Yorker taldi þetta fallegasta háhysi borgarinnar frá öndverðu.

Margir gagnrýnendur byggingalistar hafa sagt “farðu nú á eftirlaun Frank Gehry” eftir að hafa skoðað síðari verk arkitektsins sem þeim þótti bera keim af elliglöpum.

Nú fimm árum síðar og eftir að  þessi bygging hefur risið spyrja sömu gagnrýnendur “Hver er svona góður sem vinnur hjá Gehry um þessar mundir?“

Því verður ekki neitað að gamli maðurinn hefur skotið yngri mönnum langt aftur fyrir sig í þessu verki vegna þess að það hefur átt sér stað viss stöðnun í byggingu háhýsa undanfarna áratugi.

Því er líka haldið fram að  hús Gehry  við Spruce Street í New York sé ekki neitt frábrugðið háhýsum almennt ef frá er talið ornamentið í útlitinu!

Það er verið að byggja hundruð þúsunda háhýsa um allan heim sem eru að mestu eins og háhýsi voru fyrir 50-70 árum. Engar teljandi framfarir eða þróun er að sjá í gerð eða formi háhýsa.

new-york-by-gehry-8-spruce-street-01

Press Kit

Að ofan er frumskissa Gehrys af  8 Bruce Street byggingunni í NY.

original

jpappraisal-jumbo

Að ofan eru tvær myndir af íbúðum hússins og að neðan má sjá Frank Gehry skoða hluta af útliti hússins í mælikvarðanum 1:1

 

Press Kit

 

dezeen_8-spruce-street-by-frank-gehry_03

a95f7c6c12f1559f30ee3da34f05321c

 

8-spruce-st-9443-1000pxHér að neðan koma svo tvö nýleg háhýsi hér á höfuðborgarsvæðinu sem aldeilis ágæt en eru af sama toga og háhýsi um víða veröld síðustu meira en hálfa öldina. Þau eru svolítið einkennalaus og gætu staðið nánast hvar sem er.

Það er allmikið um afbrigði af svona húsum að finna um allan heim og sum bara skemmtileg. Mörg eru mjög staðbundin eins og hús BIG í NY o. fl. sem mætti jafnvel flokka undir regionalisma. http://blog.dv.is/arkitektur/2016/05/04/big-brytur-blad-i-new-york/

b510c93834b3ccbf4bf1f55c3e16dae4

 

100_3378

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Himinn og haf milli turnanna tveggja, á Höfðatorgi og í Smáranum. Sá fyrrnefndi er mjög elegant og liggur það einkum í útfærslu og hlutföllum í gler-fasöðunni. Sá síðarnefndi hefur aftur á móti ekkert við sig, er bara turn.

    Turninn hans Gehry er svo býsna fallegur.

    • Orri Ólafur Magnússon

      Þakka þér fyrir athugasemdina, Helgi. Næst þegar ég á leið um Höfðatorg skal ég skoða turninn nánar og af gaumgæfni – aldrei að vita nema manni hafi yfirsést eitthvað mikilvægt ….

  • Orri Ólafur Magnússon

    Takk fyrir þessa einstaklega skemmtilegu umfjöllun : tær snilld, hvernig Gehry brýtur upp fletina á turninum – andstaðan við þessa kuldalegu og einsleitu glerkassa í Borgartúni & Smáralindinni gætu vart verið meiri. Gehry teiknaði einnig fjölbýlishús við Rínarbakka í Duesseldorf, Þýskalandi. Í dag eru húsin orðin eins konar einkennismerki borgarinnar. Þessi arkitektúr minnir eilítið á íbúðarhús Gaudi í Barcelona, sem gagnrýnendur Gaudis sögðu valda sjóveiki hjá vegfarendum ( ! )
    Hvers vegna er allt byggt eftir reglustrikunni og vinklinum hér á landi ?

  • Guðrún Þorsteinsdóttir

    Flott bygging

  • Sigrún Guðmundsdóttir

    Stutt og skemmtilegur pistill þar sem arkitektinn sendir kollegum sínum netta bón um að vera frumlegri þegar þeir hanna háhýsi. Ég er honum sammála í þessu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn