Miðvikudagur 10.03.2010 - 14:08 - 7 ummæli

Halldór Laxness

2191113893_7928cd73ae[1]

„Maðurinn finnur það sem hann leitar að, og sá sem trúir á draug finnur draug“, sagði Halldór Laxness í Sjálfstæðu fólki. Það fólk sem trúir því að þörf sé fyrir það verður ómissandi. Arkitektar sem ekki trúa því að þeir fái vinnu fá hana ekki. Sjálfsmynd arkitekta er í rusli. Því þarf að breyta. Markaðir fyrir arkitekta eru nægir. Það þarf aðeins að finna þá og aðlaga þjónustuna kröfum þeirra. Nú er staða stéttarinnar slæm og því er haldið fram að það sé milli 80 og 90% atvinnuleysi meðal arkitekta ef frá eru taldir þeir sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Tækifæri sem var að finna í LSH glötuðust. Nú er að leita annarsstaðar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Takk fyrir þetta flotta kvót.

  • Árni ! Arkitektúr er að búa til óvistlegt umhverfi.

  • ég veit ekki að hverju arkitektar á íslandi hafa verið að leita, vonandi hafa þeir fundið það og geta snúið sér að einhverri alvöru. íslenskur arkitektúr er alls ekki framúrskarandi né þá á heimsmælikvarða, íslenskur arkitektúr er fastur í eklektískum skorðum fjölstefnunnar það var ekki góður arkitektúr á 19. öld og er það ekki enn.

    það er gaman að á íslandi séu líklega fallegustu byggingarnar annars vegar söluskálar og hins vegar skólphreinsistöðvar. hvortveggja lítilfjörlegar byggingar að því virðist, þar virðist þó arkitektúrinn fá frelsi frá fagurfræðilegum kröfum sem oft á tíðum einkennast af þjóðerniskennd og ættjarðarást. hvortveggja virðist vera útlistkrafa þegar hannaðar eru byggingar, tónlistarhúsið notast við stuðlaberg, listaháskólinn ætlaði að nota íslenskt handverk svo tekin séu dæmi. á sama tíma má varla minnast á byggingar guðjóns samúels því þær eru svo fullar að þjóðerniskennd sem í grunnin er þó lítið annað en alþjóðlegur byggingarstíll þess tíma sem þær voru byggðar.

    að lokum þakka ég fyrir frábært blogg og löngu tímabært.

  • Árni Ólafsson

    Það er hvergi minnst á arkitekta í Íslendingasögunum. Það hefur verið okkar vandamál frá upphafi. Þjóðarsálin hefur sín viðmið. Hvort við þurfum að uppfylla einhverjar kröfur umfram þarfir hellisbúans hefur alltaf verið vakandi spurning og vafamál talið hvort nokkur þörf sé á því, svo fremi sem hönnunarfyrirbrigði frá Philippe Starck væri að finna í viðkomandi híbýlum.

    En arkitektar hafa einnig verið hluti af uppbroti og framförum samanber pólitíska, menningarlega, listræna og heilsufarslega hugsjón fúnksjónalistanna á 2. og 3. áratug 20. aldar – og ákveðinn árangur í framhaldi af því. Þar var brotist út úr arfi og oki aldanna í hugsun, listum, híbýlaháttum og menningu í víðum skilningi. En arkitektar voru einnig þátttakendur í niðurbroti hinnar hefðbundnu bæjarmyndar íslenskra kaupstaða í nafni nútímalgegra skipulagshátta sem voru bein afleiðing af fúnksjónalismanum. Afglöp þeirra eru þó léttvæg í samanburði við síðustu afrek í þeim hernaði gegn landi og þjóð sem fram fór á Austurlandi á síðasta áratug.

    Þetta átti reyndar að verða uppbyggilegt og jákvætt – en veruleikinn verður ekki umflúinn.

  • Hvernig stendur á því að svo fáir taka hér til máls, spyr maður sem á erfitt með að skilja arkitektastéttina. Er það doði, uppgjöf, lamandi tilvistarkreppa, sundurlyndi…, ástæðurnar eru sjálfsagt margar – gott væri nú samt að menn hygðu að uppbyggilegum úrlausnum.

  • Stefán Benediktsson

    Höldum áfram þrýstingnum á LSH um að margir hönnuðir/höfundar komi að hönnun bygginga að lokinni skipulagssamkeppni…….vegna nauðsynlegrar fjölbreytni.

  • Þorsteinn

    Góður
    Stuttorður
    Beittur

    Og Halldór stendur fyrir sínu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn