Miðvikudagur 14.11.2012 - 22:46 - 6 ummæli

Hallgrímur Helgason um borgarskipulagið

 

Hallgrímur Helgason rithöfundur hélt stórgott erindi í tengslum við arkitektúrsýninguna “New Nordic” á Louisiana norðan Kaupmannahafnar fyrir nokkru. 

Hann ræddi  byggingalist almennt og fór, ekki af tilefnislausu, nokkuð mikinn um skipulagsmál í höfuðborg Íslands og segir m.a.:

“In only fifty years it vent from being a lovely little harbour town to becoming a concrete monster tied up by motorways. Copenhagen was based on Paris and still looks sort of like a Paris of red bricks, while Reykjavík looks like “Rönne på Bornholm” surrounded by Los Angeles.

I´m not kidding.

Reykjavik is the most spread out city on the planet. It´s one of the major achievments of modern city planning how they managed to make people who live in a city of 100.000 spend on avrege one hour per day in their cars”.

Síðar ræðir  hann verslanamiðstöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu sem honum þykja ljótar og veltir fyrir sér hvort þær séu hannaðar fyrir blinda guðinn mammon og segir orðrétt: ”Maybe because here they´re designing for a blind God called Mammon”

Erindið má lesa í heild sinni í nýjasta eintaki ag ritinu “The Reykjavik Grapevine” sem kom út í síðustu viku og er dreift ókeypis og hægt er að nálgast víða. Þetta er skemmtilegt efni og lærdómsríkt að lesa hvernig rithöfundurinn sér borgina og byggingaliust hennar.

 

Hér að neðan er slóði að pistil um sýninguna „New Nordic“ á Louisiana

http://blog.dv.is/arkitektur/2012/08/01/studio-granda-a-louisiana/

Og hér er annar um Los Angeles sem getið er í erindi Hallgríms.

http://blog.dv.is/arkitektur/2010/05/10/los-angeles/

P.s. Lesendur verða að umbera að tilvitnanirnar í Hallgrím skulu vera á ensku.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Ef Hallgrímur hefði hundsvit á arkitektúr gæti hann orðið magnaður „arkitektapenni.“ Mér fannst erindið hans fyndið og skemmtilegt en aldrei sérlega faglegt. Það átti sjálfsagt ekki að vera það. Það er svo sjúklega auðvelt að „drulla yfir“ arkitektúr ef þú stendur utan við fagið og hefur engra sérstakra hagsmuna að gæta, annara en að vera vel skrifandi.

    Mér finnst gagnlegt að hlusta á umfjallanir/upplifanir á arkitektúr frá þeim sem umgangast hann og hafa ekki faglega reynslu. Það er lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég geri ráð fyrir að við arkitektarnir séum hörundsárir þótt við ættum ekki að vera það. Það fyrsta sem mætir þér í námi og starfi er hörð og oft vægðarlaus gagnrýni.

    Það væri óvitlaust að fá Hallgrím til að skrifa samkeppnislýsingu ?

    Myndlíking hans um húðina (urban fabric) fannst mér góð.

  • Sigurður E

    Jamm…. Umræðan er forsenda allra framfara. Hvað segir ekki í hinni helgu bók? „Í upphafi var orðið“ Þetta er líflegt hjá Hallgrími en hann hefði átt að ræða arkitektúr við einhvern sér fróðari áður enhann lét gamminn geysa

  • Þetta er nú mest svona til skemmtunar gert hjá Hallgrími held ég og ekki ástæða til að taka af neinni alvöru. Gaman væri samt að heyra í arkitektum. Umfjöllunin um kirkjuna er algerlega út í loftið. Kirkjustarf er allt annað og öðruvísi nú en fyrir 50 árum. Hallgrímur hefur sennilega ekki gengið í Guðshús síðan hann komst til vits og ára. En skipulagstilvitnunin hér er góð og réttmæt.

  • Eftir lestur greinarinnar í heild segi ég bara „Hvað gera bændur (arkitektar) nú?“
    Ég held nú að Hallgrím vanti skilning á hinni sögulegu vídd byggingalistarinnar algerlega!!!!!!!!!

  • Sigurður Magnússon

    Þetta er góð kynning á Reykjavík Grapevine. Ég er ekki viss um hvort það sé mikið lesið. Úrdrátturinn er góður en ég er hissa á höfundi sem er arkitekt,að segja að erindi Hallgríms sé „skemmtilegt og lærdómsríkt“. Hann talar mest illa um arkitektúr og skipulag. Liklega er það af þekkiingarleysi hans eða áráttu til þess að vekja á sér athygli. Hann talar um að Reykjavík sé með húðsjúkdóm sem gerir hana ljóta en hennar innra sé OK. Ef ég skil rétt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn