Í dag er ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa tekið í notkun og tilefni til að byrta nokkrar myndir af byggingunni sem hönnuð er af Teiknistofu Henning Larsen í Danmörku í samstarfi við íslensku arkitektastofuna Batteríið.
Ég fann ekki texta um húsið á heimasíðu Batterísins svo ég leyfi mér að birta orðrétta kynningu dananna verkinu eins og hún er á heimasíðu þeirra sem er því miður á ensku og bið ég afsökunar á því:
„Situated on the boundary between land and sea, the centre stands out like a large, radiant sculpture reflecting both sky and harbour space as well as the vibrant life of the city. The spectacular facades have been designed in close collaboration between Henning Larsen Architects, the Danish-Icelandic artist Olafur Eliasson and the engineering companies Rambøll and ArtEngineering GmbH from Germany.
The Concert and Congress Centre of 29,000 m2 is situated in a solitary spot with a clear view of the enormous sea and the mountains surrounding Reykjavik. The Centre features an arrival- and foyer area in the front of the building, four halls in the middle and a backstage area with offices, administration, rehearsal hall and changing room in the back of the building. The three large halls are placed next to each other with public access on the south side and backstage access from the north. The fourth floor is a multifunctional hall with room for more intimate shows and banquets.
Seen from the foyer, the halls form a mountain-like massif that similar to basalt rock on the coast forms a stark contrast to the expressive and open facade. At the core of the rock, the largest hall of the Centre, the Concert Hall, reveals its interior as a red-hot center of force.
The project is designed in collaboration with the local architectural company, Batteriid Arkitekter“
Sjá einnig þessa slóð en þar er að finna grunnmyndir og fl:
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/07/08/harpa/#comments
og
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/11/30/thrautir-hennings-larsen/
Þessi upptalning hjá Stefáni er villandi, nokkuð viss um að Flugstöðin í Keflavík bæri sig ágætlega ef einhver óviðriðinn hefði greitt byggingarkostnaðinn. Flugstöð í Reykjavík er (væntanlega =Samgöngumiðstöðin) sem sömuleiðis þurfti að ná tekjum fyrir rekstri og stofnkostnaði.
Borgarleikhúsið ber sig ekki, Þjóðleikhúsið ber sig ekki, Perlan ber sig ekki, Flugstöðin í Keflavík ber sig ekki, Flugstöðin í Reykjavík ber sig ekki, Landbúnaður ber sig ekki, Útgerð ber sig ekki, skil ekki þessar eilífu kröfur manna um að eitthvað beri sig, eins og menn sjái ekki að það er ekki reglan heldur undantekningin og ef menn verða uppvísir að slíku flýja þeir gjarnan land. En húsið er flott en hefði verið enn flottara ef það hefði verið „eyja“ eins og upphaflega hugmyndin var.
Fallegt. Start. Dyrt
Bendi á athyglisverða grein Þrastar Ólafssonar:
http://www.visir.is/amma-davids/article/2011705049961
Spurningin er hvort Harpan sé í raun þýfi frá erlendum sparifjáreigendum. Allavega 40% er hugsanlega „stolið“
Ég held að fagnaðarlátum ætti að linna og gestir Hörpunnar setji frekar upp skömmustusvip.
Jón E.G.
Þetta er ekki bara flott, þetta er flottræfilsflott.
En við meigum ekki gleyma því að þeir sem að þessu standa hafa marglofað okkur skattgreiðendum að þeir ætla ekki að vera á hurðarhúninum hjá fjármálaráðherra eða borgarstjórn að biðja um pening vegna rekstrarins. (orðalag Péturs J. Eirikssonar) Gefum honum sjens til að sanna sig. Annars förum við heim til hans og sækjum bankabækurnar og lífeyristryggingar hagspekingsins. Ef áætlanir standast fær hann Fálkaorðuna. Að sjálfsögðu.
Ég vona að einhverir njóti þessarar monthallar. Sjálfur ætla ég aldrei að stíga þarna ótilneyddur inn fyrir dyr.
Búinn að borga tvöfalt fyrir þetta sem ófullnýttur útsvarsstofn í Reykjavík.
Saknaði myndanna af Björgólfi og Landsbankanum sem voru með þessum myndum í upphafi.
Þetta eru ógnvænlegir útreikningar hjá Birni Erlings. Maður staldrar við og veltir fyrir sér hvort fólkið sé ekki með báðar fætur á jörðinni eða hvort 2007 sé enn í gangi og menn bara voni það besta og að komandi kynslóðir „reddi þessu“!!!!
Nú er lag að koma hugmynd minni um Hörpu-skattinn á framfæri. Hún er eftirfarandi: Ef gert er ráð fyrir framlagi frá ríkinu til rekstarins (eins og raunin er) þá á að vera hægt að losna undan ákveðini skattbyrði með því að nota húsið (þe. fara á viðburði).
Þetta gæti verið útfært sem ca 15.000 kr.- nefskattur en ef maður kaupir miða á viðburði ársins fyrir 10.000 kr.- þá lækkar skatturinn í 5.000 kr.- og ef maður kaupir fyrir segjum 20.000 kr.- þá fengi maður viðurkennigarskjal í pósti sem vottaði það að viðkomandi væri Vinu Hörpunnar. Þetta hvetur til aukinnar notkunnar á húsinu – en þetta má ekki koma niður á því að aðrir greiðandi gesti komi og leggi sitt af mörkum í hýtina.
Ég veit ekki …en þessi monthöll minnir mig á þegar Ólafur í næturvaktinni keypti jeppan fína.
Þegar Daníel (hinn skynsami) spurði hann svo áhyggjufullur hvernig hann ætlaði að borga þá yppti Ólafur bara öxlum og sagði bara……..
Þetta er myntkarfa sko !
Þetta virðist ætla að verða mjög falleg bygging. Ég er sérstaklega hrifinn af norðurhliðinni sem verður örugglega jafnvel enn flottari þegar smábátahöfnin opnar þar.
En veit einhver hver framtíð auða svæðisins fyrir framan Hörpuna verður? Þar áttu að rísa höfuðstöðvar Landbankans og World Trade Center ásamt lúxushóteli en ég trúi ekki öðru en að skipulaginu hafi verið breytt.
Veit einhver líka hvort ennþá standi til að hafa torg fyrir framan bygginguna og hvenær opnar það þá?
Veit einhver eitthvað?
Er húsið ekki töluvert flöskugrænna en allar hönnunarmyndirnar? Sparnaður í glerkaupum?
Annars virðist húsið vera hið glæsilegasta að innan.
Þetta er mikil veisla. Nú er stofnkostnaðurinn við hvert sæti 2 mkr./ári í 10 ár. Það þarf ansi mikin afrakstur af hverju sæti til að þetta skili sér. Segjum sem svo að hvert sæti sé setið 5 – 6 sinnum í viku, þá er þessi kostnaður á miðann 5 þús í hvert sinn. Það er ekki stór hópur á Íslandi sem leyfir sér þann munað, en þessar heimsóknir sem að ofan er getið eru 5-600 þús. á ári. Það eru því einhverjir aðrir en gestir Hörpu sem borga aðgöngumiðann.
Til samanburðar þá er stofnkostnaðurinn svipuð upphæð og menntasvið Reykjavíkurborgar greiðir í innri leigu af öllu skólahúsnæði í Reykjavík í 8 ár. Í Reykjavík eru uþb. 15 þús. grunnskólabörn og þeirra 180 skóladagar á ári gera tæplega 3 milljónir heimsókna á 3-4 ‘konserta’ á dag eða um 10 milljónir ‘konsertheimsókna’. Það er því ljóst að þetta er stórmennska á hæsta stigi.
Ég vona bara að málmurinn í grindinni þoli sjávarseltuna, eða menn verði duglegir að spúla ytrabyrðið með fesku vatni. Amk. verðu nóg um spanstrauma í öllum þessum ‘lúppum’ sem geta ýtt undir tæringu í málinum.
Til hamingju með daginn hörpustrengir. Þetta er sögulegur dagur fyrir tónlistina og byggingalistina. Vonandi verður kæti og gleði ríkjandi i kvöld.
Þetta er á hinn bóginn ekki gleðidagur fyrir Salinn í Kópavogi, Austurbæ, Háskólabíó, Laugardalshöll og skattgreiðendur. Úff!!
Sýnum hina rómuðu íslensku bjartsýnislund og kyrjum: “Þetta reddast” (var það ekki Ríótríó sem var með þetta lag?)
En húsið, það er stórglæsilegt og flott. Við gleðjumst yfir því.