Laugardagur 24.03.2012 - 00:17 - 12 ummæli

Harpa myndast vel

Þótt mismunandi skoðanir séu meðal manna um Hörpu þá er óumdeilt að hún myndast vel.  Það er meðal annars ein af ástæðunum fyrir því að það er mikið fjallað um hana og víða í tímaritum og á netinu.

Ég vek athygli á vandaðri umfjöllun sem birtist á vef hins virta tímarits Dómus.  Þar er ágætt viðtal við Ólaf ElÍasson.

Myndir í færslunni eru fengnar af vef  Domus.

Slóðin að Dómusgreininni er þessi:

http://www.domusweb.it/en/architecture/eliasson-s-kaleidoscope/

Svo er hér einstaklega falleg hreyfimynd af húsinu sem ég mæli með að sé skoðað sem sýnir að byggingin virðist jafnvel fallegri í mynd en í raunveruleikanum.

Slóðin er þessi;

http://www.domusweb.it/en/video2/harpa-by-eliasson-and-henning-larsen/

http://www.domusweb.it/en/video2/harpa-by-eliasson-and-henning-larsen/

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Örnólfur Hall

    EKKI er ALLT GULL sem GLÓIR

    Af glóandi HÖRPU“Gulli“
    Undirritaður hefur fylgst jafnt og þétt með Hörpu‘smíð‘ frá vori 2010 (ásamt kollega Guðm.Kr.o.fl.) og myndað. Nú eru komin um þrjú hundruð mynda af „smíða“-sögunni en í henni kennir margra ‚grasa‘ sem sjaldnast má nefna upphátt og forðast er að fjalla um í mörgum fjölmiðlum („tabú“?).
    Þegar slátra varð ónýtum (víða ryðguðum) fyrri suðurvegg Hörpu (2010) búta niður í litla búta og kasta á járnhauga kom upp í hugann hugtakið: -Glópagull- sem á fyrri tímum var sagt við þá sem fundu gyllt dót og töldu gull sem reyndist svo prjál sem mátti fleygja á skranhauga.
    Ýmislegt fór um hugann þegar stórkarlalega ljósa-‚show-ið‘ fór að flæða og tindra og keimlíkt og ofur‘show-in‘ í Las Vegas. Dýrðin átti líklega að laga geðið hjá kreppuhrjáðum og skatt-og skuldpíndum Landanum (líka skuldugum af Hörpulánunum) og ‚létta‘ þeim skammdegisdrungann.
    Þegar ljósa“showið“ flóði og tindraði mátti svo ekki hafa lóðarlýsingu á á meðan til að trufla ekki ‘kúnstnerísku‘ ljósadýrðina.
    Fótgangandi gestir úr suðri, sem höfðu vogað sér í gegn um bílastrauminn komu svo ókátir og fótrakir til Hörpu-leika eftir að hafa álpast út í lóðarpollana.
    Góðlátlegt grín var svo gert af þessu hjá annars grand-vörum og vammlausum embættismönnum borgarinnar.

    UM 300 MYNDIR SEM SÝNA ÝMISLEGT ANNAÐ EN
    GLANSMYNDIRNAR
    1) Myndir sem sýna alla ryðsöguna í Hörpu: í t.d. norðurvegg, suðurvegg sem var slátrað og svo nýtt ryð í nýjum suðurvegg; yfirmálaða ryð“drauginn“sem dormar þarna áfram og bíður síns tíma, að okkar mati; ryðtauma sem sjást leka niður á steyptan norðurvegg.

    2) Myndir sem sýna víða ófagra (klasturslega) málmsuðu, víða dapurlega smíðina og klaufa- og bagaralegu hornsamsetningarnar í hjúpnum.Yfirborð málmpósta sem er á köflum óslétt, rákum og með hnökrum. Og t.d. það sem VM-málmtæknimenn í tímariti sínu (VM) vildu kalla hrákasmíði og merkja“Made in China“(VM/G.R.).

    3) Myndir sem sýna víða ófögur gólf (misfellur í flísum og grámóskulega gólfefnið (flekkótta) á hæðunum.

    4) Myndir: Þýzkur verktaki (á ferð um Ísland) benti undirrituðum á að sumstaðar í sílikónþéttingunni væru hnökrar, misfellur og litlar holur og misbreiðar og misdjúpar fúgur. Þar gæti bleyta átt aðgang inn.

    5) Myndir: Víða má sjá ókræsilegar málmsuður í handriðum. T.d. í aðalstiga-handriði. Víða eru móða milli tvöföldu rúðanna í handriðunum. Í hraðanum (hamagangurinn fyrir opnanir og vígslu) sést hafa gleymst að þrífa á milli.

    6) Myndir úti og inni sem sýna svartflekkóttu sjónsteypuna (Sichtbeton) í ýmsum ófríðum myndum t.d. á austurhlið (súlur og suðurflötur).

    7) Stéttin, frágangur, steinflísarnar (steinhellurnar) sem fólk hefur verið að hrasa og detta um og skaða sig –brjóta tennur og bein.

    8) Myndir af aðalstiga og með óöruggum eldri borgurum: Við viljum meina að millipallur eigi að vera í stiganum til öryggis samkv. stigareglum (t.d. Neufert). Eldra fólk er mjög uggandi við að fara um skáskorinn stigann.

    9) Myndir af ófögru sjónsteypunni (Sichtbeton) inni og úti.
    KOMU MATSMENN FRÁ CTA & ARKITEKTUR MǺSSAN Á
    STAÐINN?
    Sá grunur læðist að okkur að þeir erlendu matsmenn, sem hafa veitt Hörpunni hönnunarverðlaun, hafi ekki séð hana nema á glansljósmyndum eða ofurgafískum tölvumyndum. T.d. hafa þeir líklega ekki séð hana frá Sæbrautinni.
    Kollegi og leiðsögumaður sagði undirrituðum að dönsk frú (á Íslandsferð) hefði spurt sig hvort þetta væri kjarnorkuver sem sæist þarna framundan í rigningunni.
    Í umsögn verðlaunaveitanda um húsið er talað um sem lofsvert: Góð víðfaðma tengsl við borgina og íbúa hennar.
    Ekkert er minnst á hættulegu hröðu breiðu umferðarelfina sem æðir fram og slítur tengslin og íbúar og gestir þurfa að svamla gegnum strauminn til að komast á malbikstorgið framundan.

    Við gagnrýnir kollegar efumst um að matsmenn hafi komið á staðinn og staðið í nepjunni á lóðinni, verðlaunuðu, með steinhnöllunum og steinastéttinni, við húsið, þar sem fólk hefur verið að hrasa og skaða sig (brjóta tennur og kjúkur).
    Líka má spyrja: Skoðuðu matsmenn t.d. óvirðulegu og ótignarlegu innkomuna með fjórum tvöföldu „verslunar“-rennihurðunum þar sem gestir fara um og stefna beint á missvartan sjónsteypuvegg á móti? Gestir fara svo til vinstri eftir gangi og svo til hægri meðfram afgreiðslu og sjá svo sölubása sitt hvoru megin við svarta ganginn sem stefnir norður með mjóum dimmum þvergöngum. Aðalopnunin er svo að greiðasölurýminu Munnhörpu. Er þetta tignarleg innkoma ?

    BYGGINGIN ER TÁKNRÆN FYRIR TÍÐARANDA SEM VAR…..
    Þetta sagði glöggur kollegi í tölvupósti til undirritaðs: -Byggingin er táknræn fyrir tíðaranda þar sem arkitektúr matreiddur af almannatenglum lifir sjálfstæðu lífi í tímaritum og á heimasíðum, raunveruleiki bygginganna er orðinn aukaatriði.-
    Aðrir gagnrýnir kollegar o.fl. heyrast líka tala um þunglama- og stórkarlalega sköpun án allra djafra, spennandi forma sem tengast borgarmyndinni (borgar-“andanum“).

    KOSTIR ÚTSÝNIS ERU EKKI NÝTTIR VEL FYRIR
    ALMENNINGSRÝMIN
    Sami kollegi benti undirrituðum á að almenningsrými Hörpu færu að mestu á mis við útsýni til hafnar, hafs og fjalla – þessi gæði virðast hafa verið tekið frá fyrir svítur útvalinna. – Á þessu impraði líka undirritaður í viðtali á Bylgjunni í fyrra og talaði m.a. um skort á útsýni veitingarýma til hafs og fjalla. Menn hefðu t.d. bara marglita bílaflóðið til að horfa til frá veitingastaðnum á jarðhæðinni.

    TROÐNINGUR OG ÞVAGA ER FRAMAN VIÐ ELDBORGU Í
    HLÉUM
    Kollegi hélt áfram og sagðist sakna anddyrisins í Háskólabíó — rými sem safnaði fólki saman, þar náði maður að hitta og heilsa flestum sem maður þekkti í hléum.—En það vantar á í Hörpu þrátt fyrir yfirdrifin anddyri og gangrými. Allir eru að troðast í þrengslum eftir löngum og mjóum rýmum milli salar og glerhjúps, sem stíflast þar sem þrengst er.
    Að hans mati hefur formhugmynd arkitektanna og verk listamannsins aldrei náð að verða trúverðug heild.

    Af ÖÐRU til UMHUGSUNAR : ‚SMÍÐIN‘ og BRUÐLIÐ o.fl.
    Við vorum tveir kollegar, undirritaður og Haukur V., að skoða svartflekkóttu ófríðu sjónsteypuna (Sichtbeton) í Hörpu og hittum þá og töluðum við eftirlitsmann (28/2) en sá sagði okkur m.a. frá þaklekum í húsinu í snjókomunni miklu í vetur.–Efirlitsmaður sagði að það hefði verið mildi að ekki fór verr.
    Aðspurt embætti Byggingarfulltrúa staðfesti (15/3) svo að þetta væri rétt.–

    BRUÐLIÐ
    Hverjir skyldu svo fá í fangið ofurreikningana sem skattgreiðendur í framtíðinni? Skyldu það vera eftirkomendur okkar sem eiga í vændum alla óútfylltu stóru´víxlana´ vegna ofurvaxtakostnaðar, fjármagnskostnaðar, viðhaldsins, aukameðlaga og aðalmeðlagsins vegna þessa húss?
    Undirritaður hefur heyrt frá hagfróðum að talan sé nú a.m.k. 32.5 ma. —Talan 27.5-7 ma. hefur verið í um 3ja ára frosti og enginn trúir henni lengur. – T.d. hlaðast nú upp ofurvextir af lánunum.
    Það er engin furða þó að erfitt sé að gera fasteigamat fyrir Hörpu þegar enginn veit hvað hún kostar í raun.— Hvað t.d. með eldtryggingu á Hörpu í þessu sambandi?

    Í Hörpu (Eldborgu) komu, öllum að óvörum, upp eldar (brunar) á smíðatímanum. Ætla má að Harpa sé ótryggð og eiga þá skattpíndir Hörpuskuldarar að borga allan pakkann ef brennur aftur?

    NB: Fjöldi manns hefur fengið myndir (af Hörpu‘smíð‘ og ryðsögu) á CD-diskum – hjá undirrituðum.
    Slóð á grein í tímariti málmtæknimanna VM (bls.14): Tímarit_VM_03-tlb-2011.pdf

  • Örnólfur Hall

    Okkar glöggi kollegi Pétur Örn hittir hnitmiðað naglann á höfuðið (6-7) !

  • Örnólfur Hall
  • H.T. Bjarnason

    Ég er sammála Bjarnveigu. Það er undarlegt og raunalegt að sjá hvernig Harpan er skorið úr tengslum við allt sem heitir náttúrlegt flæði mannlífsins (meikar þetta orðalag sens?). Það væri óskandi að sjá umferðina sem fer um Geirsgötuna fara eitthvað annað. En hvert? Ég hef ekkert svar við því.

  • Ólafur Jónsson

    Hvaða, hvaða. Þetta er alveg frábærlega vel hönnuð lóð. Bíðið til sumarsins, þá verður þetta með vinsælustu útivistarsvæðum borgarinnar. Sjáið bara til.

  • Pétur Örn Björnsson

    Datt í hug eitt lítið ljóð Nóbels-skáldsins Octavio Paz:

    MORGUNN

    Á sandinum
    letur fuglanna;
    minningar vindsins.

    Kyrrð.

    Tunglið, stundaglas;
    nóttin tæmist
    stundin ljómar.

  • Pétur Örn Björnsson

    Það er einfalt að taka fallega mynd af samspili ljóss og skugga

    í gler-brotum. Það hefði ekki þurft þessi rándýru ósköp til þess.

  • Guðmundur

    „…of þunglamaleg…“ auðvitað.

    Annars er ég sammála Bjarnveigu, allt umhverfið þarna er skelfilega illa hugsað.

  • Guðmundur

    Mér finnst Harpa verða fallegri eftir því sem maður nálgast hana meir, þá verður leikur ljóss og skugga í glerhjúpnum mjög skemmtilegur. Úr fjarlægð getur hún virkað aðeins og þunglamaleg og dimm, en lýsingin bætir þó úr.

  • Bjarnveig Ingvadóttir

    Húsið flott en umhverfishönnunin alveg skelfileg, endalaust flæmi af bílastæðum og svo skorin frá miðbænum með „hraðbraut“ eða allt að því.

  • Eyjólfur

    Ég myndi örugglega treysta mér til að skaffa eitthvað sem myndaðist vel fyrir lítið brot af upphæðinni sem þetta á eftir að kosta.

  • Orð að sönnu. Byggingin myndast vel. En þegar fram í sækir á hún eftir að taka til sín bróðurpartinn af því fé sem ganga á til menningarmála hér á landi. Danska ríkið á nú þrjú svona hús í Kaupmannahöfn sem kosta svo mikið í rekstri að það hefur ekki efni á að borga listamönnunum laun. En Harpa er ekki bara fótogen, hún erl líka mjög flott… eiginlega flottræfilslega flott!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn