Fyrir nokkrum árum var ákveðið að sameina þrjú sjúkrahús á norður Sjálandi í Danmörku í eitt. Þetta voru sjúkrahúsin í Hilleröd, Helsingör og Frederikssund. Eftir faglega staðarvalsgreiningu var ákveðið að byggja hið nýja sjúkrahús á opnu svæði við Hilleröd. Hugmyndinni um að byggja við eitthvert núverandi sjúkrahúsanna var hafnað.
Þetta á að vera 124.000 fermetra bygging sem mun þjóna 310.000 manns. Þarna munu vinna um 4000 starfsmenn sem gera munu um 500.000 aðgerðir á ári. Í sjúkrahúsinu verða 662 legupláss á 24 deildum ásamt bráðamóttöku. Þarna er gert ráð fyrir 2800 bifreiðastæðum ofanjarðar (skovparkering).
Húsið er teiknað á einni af bestu teiknistofum Evrópu, svissnesku arkitektunum Herzog & de Meuron, sem unnu verkefnið í tveggja þrepa samkeppni. Staðararkitektarnir eru Vilhelm Lauritsen arkitekter í Kaupmannahöfn.
Þarna er lögð áhersla á að skapa umhverfi sem er til fyrirmyndar jafnt fyrir sjúklinga og aðstandendur sem og starfsfólk. Á heimasíðu verkefnisins stendur: „Det handler bl.a. om at bruge kunst, lys, lyd og natur til at afhospitalisere oplevelsen af at være på et hospital. Det mener vi, at der er fremtid i.“ Já „afspítalisera“ umhverfið, draga úr spítalatilfinningunni!
Byggingaframkvæmdir á staðnum munu hefjast í ágúst 2017 og verða að fullu lokið í lok árs 2020. Sjá tímaáætlun er neðst í færslunni.
Ein aðkomanna frá bílastæðunum
Byggingin sem er á þrem hæðum er samtengd á jarðhæð þar sem mikið er um gróðursæla ljósgarða til útivistar.
Á líkaninu að ofan sést vel hvernig jarðhæðin tengir allar deildir spítalans saman. Svo er notast við ljósgarða sem hleypa dagsbirtu og sólarljósi inn á hinar ýmsu vistarverur hæðarinnar eins og sjá má..
Hér að neðan er svo mynd af því sjúkrahúsi sem stjórnvöld hér á landi vilja bjóða sjúku fólki og aðstandendu upp á og þeim sem eiga að annast sjúklingana. Ekki liggur fyrir hvenær öllum þessum framkvæmdum verður lokið nema hvað varðar meðferðarkjarnann og rannsóknarhúsið. Þeim á að vera lokið árið 2023. Ekki hef ég séð tímaáætlun um endurbyggingu þeirra 66 þúsund fermetra sem þarna standa frá gamalli tíð.
Hér að neðan eru tímaáætlun sem fengin er af heimasíðu verkefnisins í Hilleröd eins og aðrar upplýsingar í þessari færslu.
Þar sést að hönnun og uppbygging eftir að samkeppninni var lokið tekur alls um 6 ár. Þar fara allmargir þættir samsíða fram. T.a.m fer „test og indköring“ fram á síðustu tveim árunum samsíða því að byggingaframkvæmdir eru í fullum gangi. Þá fer útboðsferlið og hönnunin fram á sama tíma að verulegu marki.
Smá innlegg Richard Murphy: Empathy in Architecture https://www.youtube.com/watch?v=7es4XRSh4kQ
Ég held að það sjái það hver heilvita maður að þessi staðsetning er út úr öllu korti. Þeir stjórnmálamenn sem byrjuðu á þessari vegferð eru sennilega all flestir hættir afskiptum af málinu og nýir teknir við.
Því væri það engin skömm né ljóður á þeirra störfum koma hreint fram og viðurkenna það að þetta mál þyrfti að endurskoða því að allar forsendur fyrir staðarvalinu eru breyttar i dag.
Þessi áróður um að það muni seinka byggingunni um 15 ár að byggja á betri stað er auðvitað bara fyrirsláttur. Aðrar þjóðir geta gert þetta á nokkrum árum.
En hverjir eru það sem berjast fyrir núverandi staðsetningu, þegar að flestir sem komu að upphaflega málinu eru horfnir á braut?
Hver eða hverjir eru það sem hafa svona mikla hagsmuni að því að vilja spítlan þar sem hann er í dag. Er það Spítal hópurinn, eru það verktakar eða stjórnmálamenn?
Hvaða og hverra hagsmuna er verið að gæta, og afhverju ?
Í Danmörku búa nærri tuttugu sinnum fleiri íbúar en á Íslandi (6 milljónir) svo kannski ráða þeir betur við fjármagnsþáttinn (?).
Svo ef við stillum þessu upp á sívinsælu höfðatölu rökin, þá má spyrja sem svo, -hvernig færu Danir að ef þeir ættu að byggja einn spítala fyrir 6 milljón manns 😉
Auðvitað er þetta ekki svona einfalt, og alls kyns þættir sem spila inn í þessi dæmi og þennan samanburð.
Óneitanlega er slaufan meira heillandi úr lofti séð en blokkirnar sem stungið er upp á við Hringbraut. Spurning hvernig þessar perspektívur úr innviðum verða í raunheimum. Og svo hvort innviðir slaufunnar virki betur en kassarnir er erfitt að dæma um.
Er ekki mál að linni?
Eigum við ekki að drífa í að gera faglega staðarvalsgreiningu fyrir Landspítalann sem fyrst?
Áður en það er orðið of seint!
Fara að hætti dana og byggja starfhæfan spítala á fallegum stað í góðum tengslum við þjónustusvæðið.
Hvar er munurinn á Danmörku og Íslandi hvað þetta varðar? Af hverju velja danir að byggja nýjan spítala á betri stað en við á gömlum? Af hverju gera danir þetta á 6-7 árum en við erum búin að vera að þessu frá aldamótum og eigum 20 ár eftir þar til sjúkrahúsið er klárað?
Spyr sá sem ekki veit!
Það er sama við hvern er talað. Allir eru óánægðir með það hvernig á þessu spítalamáli er haldið. Hvernig er hægt að koma þessu máli upp úr hjólförunum og inná einhverja stefnu líka þeirri sem danirnir hafa tekið?
Er ég að misskilja eitthvað?
Þarna stendur að frá lok samkeppni líða rúm sex ár þar til sjúkrahúsið verður opnað? Fullbúið og tilkeyrt með „test og inköring“.
Eru ekki liðin rúm sex ár frá því að Spital hópurinn vann samkeppnina Lansspítalann um mitt ár 2010?
Hvaðan kemur þessi áætlun um að það muni seinka opnun sjúkrahússins um 10-15 ár eða til ársina 2033-39 er niðurstaða af nýrri staðarvalsgreiningu vísar á annan stað?
Konu brá þegar hún sá myndina af Hringbrautarslysinu eftir að hafa skoðað þessar fallegu myndir frá Danmörku og lesið pistilinn!
Konu brá??
Konur eru menn.
Er þetta ekki sjúkrahús sem hentar íslendingum, rúmlega 300 þúsund manns og 120-130 þúsund fermetrar? Ég segi eins og Guðrún Gunnarsdóttir.
Af hverju þarf þetta að taka svona langann tíma hjá okkur 10-15 ár + árin 7 til 2023?
Það þarf að fá skýringar á þessu.
Einusinni stóð á hurð borgarstjórans í Reykjavík „Borgarstýra“!
Og seigum við ekki bara „Drengur góður“ og „af drengskap“ um bæði kynin. Svo er líka sagt „manni“ finnst eitthvað. Þetta á við bæði kynin.
En ég er sammála Hafdísi „manni brá“ þegar „maður“ áttaði sig á þessu.