Sunnudagur 17.11.2013 - 13:18 - 6 ummæli

High Line Park í New York

1450048_10153520134565122_211434672_n


Ég skrapp til New York í vikunni og kom til baka í morgun.  M.a. af því tilefni birti ég hluta úr grein sem ég skrifaði fyrir nokkru í fylgirit Viðskiptablaðsins sem heitir „EFTIR VINNU“. Stórskemmtilegt rit sem fylgir einu albesta blaði sem gefið er út á Íslandi í dag.

Greinin fjallar um High Line Park sem er afrakstur vinnu aðgerðasinna og grasrótarsamtaka í borginni. Þetta er dæmi sem sýnir og sannar að fólk sem sækir borgara- og íbúafundi er ekkert „skrýtið“ eins og Logi Bergman vildi kalla þetta áhugasama og félagslega þenkjandi fólk í Sunnudagsmogni hjá Gísla Marteini áðan. Þvert á móti, því er öfugt farið.

Mér leiðist fólk sem lætur borgar- og skipulagsmá afskiptalaust. Ég fagna grasrótarhreyfingum og segi „Get organized“

Hér er greinin:

Þegar flutningahöfnin var lögð niður á vesturhluta Manhattan í New York fyrir áratugum losnaði mikið af húsnæði þar sem áður voru vöruskemmur eða annað slíkt sem notað var vegna hafnarstarfseminnar, bryggjur og fleira.

West Side var alltaf lítilsvirtur borgarhluti í NY, m.a.vegna þess að þar var iðnaður og hafnarstarfssemi. Þetta var einskonar „blue-collar neighborhood“. Hinu megin á eynni var og er lúxus á borð við Lexington Avenue, Fifth Avenue, Höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna, Guggenheim Museum og MOMA.

Hinar yfirgefnu hafnsæknu byggingarnar á West side voru notaðar um árabil af ungu fólki, oft listafólki, sem innréttaði sig í þessum húsum og bjuggu til íbúðir og vinnustofur sem gengu undir samheitinu “LOFTS”.  

Eitt af þeim mannvirkjum sem þarna voru var “ The High Line” sem var járnbraut sem lá  norður eftir Manhattan um 7-8 metra yfir götuhæð og þjónaði vöruflutningum frá og til hafnarsvæðisins.  The High line var tæplega 3 km á lengd.

Eftir að hætt var að nota lestarteinanna um 1980 komu fram kröfur um að þeir yrðu fjarlægðir. Það var kostnaðarsamt og ekki fannst fjármagn til þess að rífa þá niður.

Í framhaldinu komu aðgerðarsinnar sem sáu tækifæri til þess að gefa teinunum nýtt hlutverk. Þeir vildu nota teinana og skapa græna gönguleið eftir Manhattaneyju endilangri. Þeir kölluðu gönguleiðina “The Highline Park” enda lá hún hátt uppi. Eftir áralanga baráttu varð þetta að veruleika. Nú er þarna ein vinsælasta gönguleið á Manhattaneyju og tengist mörgum fyrirtækjum borarinnar. Hún er lofuð af öllum sem til þekkja og hefur stuðlað að mikilli uppbyggingu í Meadpacking hverfinu.

Í framhaldinu varð til stórkostleg viðskiptahugmynd.  Menn sáu þarna tækifæri til uppbyggingar í tengslum við óhindraða græna gönguleið í um átta metra hæð yfir gatnakefi Manhattan.

Eitt afsprengi Highline Park er hið lofaða Standard Hotel í Meatpacking hverfinu NY sem er eitt af framsæknum hótelum borgarinnar og var opnað fyrir 4 árum. Hótelið er byggt yfir Highline Park og hefur aðkomu þaðan.

Það má halda því fram að West Side í New Yok hafi verið e.k. þróunarsvæði NY sem hefur haft tæifæri til að þroskast og þróast um áratugasskeið. Um miðja síðustu öld var Loncoln Center byggt þarna í grend sem hluti af þrounaráætlun  (Urban Renewal) vesturhluta Manhattan.

Eins og áður segir er þetta hluti úr grein sem birtist í fylgiriti Viðskiptablaðsins „EFTIR VINNU“ fyrir nokkru.

 

Efst og neðst eru gamlar ljósmyndir af járnbrautinni fyrir breytingu og þar á milli myndir sem sýns stamminguna á góðum degi.

Hér er eldri færsla um sama efni:

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/09/07/high-line-park-i-new-york-miklabraut/

Hér er umfjöllun um framúrskarandi byggingu eftir danann Bjarke Ingels sem tengist Meatpacing hverfinu og High Line park:

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/02/08/big-i-newyork/

 

 

1385567_10153493603745122_515391786_n

1069995_10153136621680122_2060447907_n

536568_10151535514125122_348753005_n

 

181443_10152888412205122_1927870708_n

181105_10151829203975122_1483489095_n

521941_10152767414115122_962589774_n

38439_10150233806935122_3505377_nUngar stúlkur sóla sig í High Line Park

378614_10151041767485122_949330299_n

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Tók eftir þessu kommenti hjá Loga.

    Hann er kolfallinn.

    Ekki „með 4,9 í eitt skelfilega skiptið enn“ heldur með max 2,5.

    Afleiðingin er sú að það ætti að flytja hann á útvarp Sögu.

  • Einar Guðmundsson

    Endurnýjun hafna hefur mistekist nánast allstaðar. London doclands, Kaupmannahöfn, Hafnarfirði og hér í Reykjavík. Gömlu pakkhúsin rifin og byggð hús fyrir stórfyritæki og hina efnameiri í þeirra stað. Hér á West Side NY er hugmyndavinnan sprottin úr grasrótinni og virðist ætla að ganga. Þess vegna eru borgarafundir nauðynlegir ef leita á farsælla lausna á vandamálum borgarskipulags. Þeir taka tíma, þeir taka eitthvað vald frá stjórnmálamönnum og embættismönnum og þeir borga sig fyrir heildina.

    Það þarf fleiri og stöðuga borgarafundi um öll mál, stór og smá til þess að hafa hemil á sérfræðingaveldinu.

    Að lokum

    Þetta komment Loga var …frirgefið…. fáránlegt frá manni í hans stöðu ……og ég á góðar minningar um „West Side Story“

    • „Það þarf fleiri og stöðuga borgarafundi um öll mál, stór og smá til þess að hafa hemil á sérfræðingaveldinu“.

      Hvar eru sérfræðinganir að störfum og fyrir hverja starfa þeir? Eru þeir að vinna fyrir þá sem afhenda þeim launaumslagið eða fyrir þá sem borga þeim launin….skattgreiðendur? Allavega svara þeir ekki eða taka þátt í umræðunni eins og í síðustu fæslu sem er sjokkerani og sýnir fádæma lélegt og illa unnið deiliskipulag, Hvar eru sérfræðingarnir sem unnu það voðaverk? Þeir fara allir huldu höfði þegar verk þeirra er til umræðu.

  • Orri Ólafur Magnússon

    Stórsniðug lausn. Enda þótt ég sé ný fluttur til landsins eftir áratuga veru erlendis og hafi af þessari ástæðu ekki fylgst náið með undanfarin ár, sýnist mér „niðurrifsöflin“ á Íslandi vera á undanhaldi – frekar reynt að finna gömlum byggingum nýtt hlutverk . Það er vissulega ánæjulegt en samt engin ástæða til að sofa á verðinum . Við lesturinn komu upp minningar um múskalið „West Side Story“ eftir Bernstein sem var kvikmynduð með ýmsum stórstjörnum sjötta áratugsins. Langt síðan maður hefur heyrt eina nótu, hvað þá laglínu, úr West Side Story í útvarpinu. Reyndar er ekki að marka mig með því ég opna varla fyrir útvarp.

  • Ég tek undir orð þín Hilmar varðandi aðgerðarsinna og grasrótarsamtök. Það sýnir styrk New York að slíkur hópur hafi náð árangri þar og til varð eitthvað nýtt, gagnlegt og skemmtilegt. Góðar hugmyndir og nýsköpun verður nefnilega oftast til í grasrótinni hjá „skrýtnu fólki“ eins og fjölmörg dæmin sanna. Reykvíkingar mættu hafa það í huga nú þegar verið er að gera tillögur að hverfisskipulagi fyrir alla borgarhlutana i tengslum við nýja aðalskipulagið. Því má svo við þetta bæta að samtökin sem stóðu að High Line Park héldu opna hugmyndasamkeppni og völdu síðan mjög hæfa landslagsarkitekta og arkitekta til að útfæra hugmyndirnar. Svona á að gera þetta.

  • Ég hef notið þess að vera þarna. Þetta er mjög vel heppnað. Það er rétt að vekja athygli á að High Line gengur í gegnum „Art Gallery District“. Maður gengur „on a higer level“ um borgarhlutann. Dásamleg upplifun. Það má bæta því við að svona velheppaðar aðgerðir (sem stjórnmálamenn ráða ekki við) grasrótarsamtaka sanna það sem áður hefur verið sagt að það á ekki að rífa nein mannvirki neinstaðar nema að velathuguðu máli.

    Logi Bergman vill bara mata fólk í gegnum sjónvarpið og gera það áhugalaust um sína hagi fljótt og vel og gera bara grín að því í kastljósi sjónvarpstúdíósins.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn