Sunnudagur 22.04.2012 - 19:21 - 12 ummæli

Hönnun gatna og borgarrýma

Það er marg sannað að hönnnun hefur áhrif á atferli og hegðun fólks og oftast í meira mæli en flesta grunar.

Í Skotlandi hafa yfirvöld unnið að opinberum leiðbeiningum um gatnahönnun  sem eiga m.a. að breyta hegðun fólks í umferðinni á óþvingaðan og eðlilegan hátt án boða og banna. Þær eiga að stuðla að betri götum og borgarrýmum.

Leiðbeiningarnar heita  „A Policy Statement for Scotland: Designing Streets

Nálgunin er ekki út frá hugsjónum verkfræðinnar sem gengur oft út á að fjárfesting vegna framkvæmdanna auki afkastagetu gatnanna.

Skotarnir nálgast verkefnið útfrá hugsjón um skemmtilegri og öruggari götur sem eru í samræmi við staðarandann.

Leiðbeiningar skotanna eru afar áhugaverðar fyrir hverfafélög, íbúasamtök og alla sem láta sig  sitt nánasta umhverfi varða.

Hjálagt eru myndir úr leiðbeiningarbæklingnum.

Leiðbeiningarnar má  sjá í heild sinni hér:

http://www.scotland.gov.uk/Resource/Doc/307126/0096540.pdf

Til vinstri sést hernig götuhorn eru gerð kröpp til þess að hægja á umferð og til þess að gera gönguleiðina eðlilegri. Hægramegin er unnið á forsendum bifreiðarinnar.

 

 

Hér er sýnt hvernig kröpp götuhorn geta einnig haft áhrif á betri sambúð hjólandi og akandi í umferðinni.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Hilmar Gunnarz

    Skotarnir velja sér sniðuga leið.

    Varðandi mismunandi vinnuaðferðir stéttana: verkefni arkitektanna/hönnuðanna er að miðla huglægum atriðum til „áhorfandans.“ Þetta er vandasamt verkefni. Nokkrum hefur tekist þetta ágætlega þannig að það jaðri við vísindi. Má þar nefna Bjarke Ingels og svo sálugu stofuna FOA. Þau komu sér upp táknkerfi sem voru svo framsett á vísindalegan hátt til að útskýra arkitektónísk og huglæg markmið hönnunar sinnar.

  • Guðl. Gauti Jónsson

    #7 Örn. Þú hittir naglann á höfuðið. Þeir sem vinna að verkefnum sem að einhverju leyti byggja á huglægum gildum þekkja ofurvald Excel taflanna og línuritanna á nefndafundum og PowerPiontráðstefnum. Hin mælanlegu gildi verða alsráðandi en mjúku gildin verða undan að láta. Þegar við bætast sólskinsmyndir AutoCad-umhverfisins fá sumir hreinlega fyrir hjartað af hrifningu.

  • þorgeir jónsson

    Það væri fróðlegt að heyra hvað danir eru að gera við vegakerfið sitt. Þeir eru nú að „gefa“ íbúum húsagöturnar, með tilheyrandi viðhaldi og hönnun. Er þetta það sem koma skal? Bæjarfélög eru að gugna á viðhaldinu og skella því bara á íbúana. Hvenær byrja menn á þessu hér? Hvernig verða eignaskiptasamningarnir? Danir er ekki sáttir við þessar breytingar, hef ég heyrt.

    Húsagata= sameign sumra

  • Ég tel að skipulag risti dýpra en svo að við getum dregið upp mynd af sérfræðingum sem megin áhrifavöldum í skipulagi. Það eru þeir sem reyna að leysa málin á sem hagkvæmastan hátt hverju sinni. Skipulagið, hvort sem það lítur að umferðinni eða byggðinni, byggir á ákveðnum þörfum sem aðstæður hverju sinni skapa. Íbúar í gegnum pólitískt valda fulltrúa kalla á lausnir sem verkfræðingar og arkitektar í góðri samvinnu reyna að leysa. Sem betur fer breytast aðstæður, það verður framþróun. Nú vilja menn hjóla og þá leita sérfræðingar lausna til að uppfylla þá þörf. Bíllinn er hinsvegar ógn í mannlegu umhverfi eins og Rúnar Ingi bendir réttilega á, sem og margir verkfræðingar, sem stöðugt leita lausna til að draga úr því vandamáli. Við megum ekki falla í þá gryfju að skjóta sendiboðan. Það skýtur sérstaklega skökku þegar staðan er ennþá þannig að megin þorri fólks vill og verður að nota einkabílinn. Nú þurfa sérfræðingarnir að finna lausnir sem draga úr þeirri ógn sem einkabíllinn er. Ég tel að það sé meira og meira kallað eftir slíkum lausnum af almenningi og ég skal gefa ykkur lausnina í stórum dráttum. Hún er þétting byggðar á forsendum öflugra almenningssamgangna.

  • Rúnar ingi

    Varðandi það að nota tölulegar upplýsingar til að sannfæra verkkaupa um ágæti þess að hæga aðeins á umferðinni og gera hana öruggari fyrir gangandi og hjólandi umferð. þá fann ég hér skýrslu sem sýnir að það eru:

    5% líkur á dauðsfalli ef bíll keyrir á mannesku á 30 km/h

    40% líkur á dauðsfalli ef bíll keyrir á mannesku á 65 km/h

    og nánast 100% líkur á dauðsfalli ef bíll keyrir á mannesku á yfir 80km/h

    http://www.nhtsa.gov/people/injury/research/pub/hs809012.html

    Vehicle Speed and Pedestrian Injuries

    1. Published Studies

    The idea that the faster a striking vehicle is traveling, the more damage is done to a struck pedestrian, has been documented in a number of studies. Pasanen (1992), for example, concluded from three studies relating collision speeds and pedestrian injury severity that about 5 percent of pedestrians would die when struck by a vehicle traveling 20 mph, about 40 percent for vehicles traveling 30 mph, about 80 percent for vehicles traveling 40 mph, and nearly 100 percent for speeds over 50 mph.

  • Smá pæling um stéttirnar tvær og vegahönnun.

    Landslagsarkitektar hugsa um hvernig vegurinn liggur í landslaginu. Landslagsarkitektinn veltir fyrir sér legunni og utsýninu frá bílnum og hvernig vegurinn fer með náttúruna.

    Áhersla verkfræðingsins er hvernig hepplilegast er að leggja (byggja) veginn, hvað hann á að vera stór til þess að hann geti flutt þá umferð sem ætlast er til og svo tala þeir um hönnunarhraða vegarins.

    En því verður ekki neitað að verkfræðingar eiga eðli málsins samkvæmt oftar auðveldara meða að rökstyðja niðurtöðu sína með reiknilíkönunum sínum en arkitektinn með sínu huglæga mati.

    Það er auðveldara að selja ráðgjöf verkfræðinga.

  • Guðl. Gauti Jónsson

    Sæll Hilmar Þór. Ég er sammála þér um að munur sé á vinnulagi stéttanna. Mikill munur. Ég vil meina að verkræðileg vinnubrögð séu æ meira áberandi td í skipulagi og þannig týnist stundum hin klassísku undirstöðuatriði sem allt byggist á. Ég á þar td við hnattstöðu og veðráttu sem eru ráðandi um sól og skugga, hitastig, vindstig og úrkomu. Oft er mikill munur á því hvort verk eru verkfæðilega framkvæmanleg eða umhverfislega ásættanleg.

  • Góð ábending hjá þér um hvað skotarnir eru að gera. Ég get líka bent á góð rit hjá dönunum sem kallast Trafikarealer, by – planlægning i byområder (http://www.vejsektoren.dk/wimpdoc.asp?page=document&objno=121168%20)

    Það sem er áhugavert við dönsku ritin eru að þau eru gefin út af dönsku vegagerðinni og unnin í samvinnu verkfræðinga, arkitekta og skipulagsfræðinga.

    Ég held að það sem hái hönnun gatna hér á höfuðborgarsvæðinu sé sú staðreynd að gatnahönnun í þéttbýli hefur síðustu áratugi verið unnin út frá stöðlum Vegagerðarinnar sem er hins vegar að mestu leyti hugsaðir út frá þjóðvegum í dreifbýli. Það vantar skilin á milli mismunandi hönnunar á götum í þéttbýli og vegum í dreifbýli.

    Þó svo að ég sé sjálf verkfræðingur er ég sammála þér að verkfræðingar „af gamla skólanum“ séu of áhrifamiklir sérstaklega þegar horft er til gatnaskipulags. Gott dæmi er t.d mikil notkun á hægri beygju vösum á gatnamótum hérlendis, en sú hönnun er t.d nærri á bannlista í þéttbýli í Danmörku þar sem hún tekur upp mikið landssvæði og rýrir einnig aðstöðu hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda

    Svo er það líka þessi hugsun með að umferðin stjórni skipulagi, það sé ekki hægt að skipuleggja svona og hins segin því umferðin leyfi það ekki, í stað þess að láta umferðina laga sig að skipulaginu. Það er einmitt góð setning á forsíðu Skoska ritsins sem sýnir breyttan hugsunarhátt sem þörf er á hérlendis „Street design must consider place before movement“

  • Hilmar Þór

    Já stebbi þetta er auðvitað ein af þessum fyndnu staðreyndum tilverunnar.

    En eins og þú veist einkennast hugsjónir og hugmyndafræði verkfræðinnar oft af mælanlegum markmiðum og stærðum sem gjarnan eru sett inn í reiknilíkön.

    Arkitektarnir nálgast sínar lausnir meira af tilfinningu fyrir hegðum og viðbrögðum fólks við umhverfinu og ýmsum kringumstæðum. Þetta er oft tormælanleg markmið sem stundum byggjast á huglægum sjónarmiðum og innsæi.

    Að mínu mati eru verkfræðingar allt of áhrifamiklir i okkar samfélagi þegar horft er til arkitektúrs, skipulags og staðarprýðis.

    Það er munur á vinnulagi stéttanna.

    Kannski er þetta smá alhæfing hjá mér en þetta er auðvitað bara fyndið.

  • „..hugsjón verkfræðinnar…“? Bara fyndið.

    Verkfræðingar eins og arkitektar vinna eftir forsendum verkkaupa.

    Annars fín hugsun í þessum myndum skotanna.

  • Það er búið að sanna samband á milli ofþyngdar barna og borgarskipulags eða allaveganna koma fram með sterkar vísbendingar þess efnis. Umhugsunarefni.

  • Árangursrikar smáaðgerðir

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn