Laugardagur 26.03.2011 - 18:02 - 4 ummæli

Hönnunarmars 2011 -„Dvalinn“

Einhver fínasta hönnunin á Hönnunarmars í þetta sinn er húsgagnið  “Dvalinn” eftir  Ásdísi Jörundsdóttur vöruhönnuð.  Þar kemur fram hugmyd um nýtt húsgagn sem samanstendur af koll og blaðarekka,   sameinaðir  í einn hlut, Dvalann!.

Húsgagnið er til sýnis á sýningu Félags vöru- og iðnhönnuða í “Vöruhúsinu” að Laugarvegi 91 í Reykjavík

Húsgagnið er frumlegt, og mætir þörf sem er fyrir hendi og markaður er fyrir.  Dvalinn á sér örugglega  bjarta framtíð.  Það er þörf fyrir svona húsgagn víða og markhópurinn hlýtur að vera stór.

Ásdís leggur út með efni, bylgjupappa,  sem er ódýrt, aðgengilegt og er auðvelt í vinnslu þannig að varan ætti að geta náð til fjöldans.  Þetta er svipuð nálgun og Frank Gehry hefur farið í sinni húsgagnahönnun þó að hans húsgögn séu hvorki frumleg né að þau nái til fjöldans hvað verð eða notagildi varðar.

Ég held að Ásdís ætti að leita leiða til þess að framleiða  þetta velhannaða húsgagn í nokkrum gæða- og verðflokkum.  Ég get séð Dvalann í öðrum efnum auk bylgjupappans.  Ég nefni birki- eða mahognykrossvið.  Þetta húsgagn væri áhugavert úr plasti eða jafnvel blágrýti með póleraðri setu.

Hér er á ferðinni húsgagn sem á eftir að verða á vegi okkar á komandi árum í margvíslegum útfærslum

Heimasíða Ásdísar er:

http://www.asdisjorunds.net/

Ráðandi lína kollsins er liðleg og organisk án þess að það halli  á notagildið.

Frank Gehry notar hér sama efni  á Ásdís í stól.  Munurinn á hans hönnun og Ásdísar að í stól Gehrys er ekkert frumlegt annað en efnistökin.  Hjá Ásdísi er sjálf hönnunin og hugmyndafræðin hvað notagildið varðar spánýtt og spennandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn