Laugardagur 15.02.2014 - 13:13 - 3 ummæli

HÖNNUNARSJÓÐUR

 

Athygli er vakin á auglýsingu sem birtist í dag frá Hönnunarsjóð þar sem hugmyndaríku fólki á öllum aldri er gefin kostur á að sækja um styrki til þess að vinna að sínum hugðarefnum. Það er að segja aukinni þekkingu og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs.

Sjóðurinn styrkir einnig markaðsstarf og kynningarvinnu.

Hér er opnað tækifæri sem ég hef ekki séð áður. Margir kollegar mínir og vinir í hönnunargeiranum hafa lokast inni með sínar hugmyndir vegna þess að örlítinn fjárhagslegan stuning vantaði upp á til þess að raungera hugyndir þeirra í prótotýpu, líkönum  eða framsetningu á annan hátt. Svo ekki sé talað um markaðssetningu.

Hér eru stóra fjárhæð að ræða. alls 20 milljónir króna.

Aglýsingin er hér að ofan.

Nánar má kynna sér sjóðinn á þessari slóð:

sjodur.honnunarmidstod.is

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Tók eftir því Hilmar að þú skrifar að óskað sé eftir „hugmyndaríku fólki á öllum aldri“. Er einhver ástæða fyrir því að þú tekur svona til orða?

    • Hilmar Þór

      Jú Páll, vissulega er ástæða fyrir því að ég tek svona til orða.

      Svona styrkjum er oft beint til ungs fólks þannig að eldri eldhugar hverfa frá og sækja ekki um. Til dæmis styrkur Auroru (Breytileg átt) er sérstaklega ætlaður fólki „með stuttan starfsferil“ eins og stendur í augýsingunni.

      Til mótvægis nota ég þetta orðalag: „Hugmyndaríkt fólk á öllum aldri“

      Því er nefnilega þannig farið að ekki má mismuna fólki eftir litarhætti, trúarbrögðum, búsetu, þjóðerni, kyni eða aldri etc. etc.

      Þrátt fyrir að það séu lög sem banna þessa mismunun þá er hún grímulaust notuð þegar margvísleg forvöl eiga sér stað, bæði hjá ríki og sveitarfélögum.

      Og svo veist þú auðvitað að við sem erum miðaldra og eldri höfum ekki átt kost á styrkjum til þess að þróa okkar hugmyndir sem margar liggja í skúffunum hjá okkur ófullgerðar eða óframkæmdar.

      Kannki getur smá fjárstuðningur blásið líf í þessar hugmyndir sem margar eiga fullt erindi til okkar í dag.

      Ég er ekki að segja að það eigi ekki að styrkja ungt fólk til góðra verka. Alls ekki. Eg segi bara að það eigi að styrkja fólk af öllum aldri, öllum þjóðernum, báðum kynjum og öllm trúarbrögðum til góðra verka og ekki fara í manngreiarálit þar.

      Verkefnið fái styrkinn ekki einstaklingurinn. Þ.e.a.s. boltinn en ekki maðurinn.

  • Þetta eru góðar fréttir fyrir hönnunargreinarnar. Á þessum sparnaðartímum er þetta sérlega gleðilegar fréttir. Mann langar að vita hver tekjustofn sjóðsins er? Ríkið og/eða styrktaraðilar?. Það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur en fróðlegt að vita.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn