Fimmtudagur 13.09.2012 - 01:23 - 3 ummæli

Hörgull og sköpun á Höfuðborgarsvæðinu

 

 

Arna Mathiesen arkitekt sem starfað hefur erlendis  hefur hvatt sér hljóðs í umræðu hér á landi um skipulagsmál  í stóru samhengi. Hún hefur fjallað um skipulagsmál í aðdraganda hrunsins og velt fyrir sér hvar ábyrgðin liggur og hver ætli að axla hana. Nú leggur hún enn í hann með alþjóðlega vinnusmiðju og málstofu sem hún kallar „EDGE URBANISM“  og er í tengslum við alþjóðlegt rannsóknarvekefni.

«Hörgull og sköpun í byggðu umhverfi“,  er alþjóðlegt rannsóknarverkefni sem hefur m.a. Reykjvíkursvæðið fyrir og eftir kreppuna sem viðfangsefni, hleypir af stokkunum vinnusmiðju um helgina. Vinnusmiðjan er í boði skipulagsdeildar Landbúnaðarháskólans. Íslenskir nemendur munu vinna í hópvinnu við hlið erlendra nemenda frá EMU (European Postgraduate Master of Urbanism). Með EMU koma professor Tjallingii frá Amsterdam og Prófessor Paola Viganó frá Feneyjum sem hafa vistfræðilega áherslu í skipulagi. Vinnusmiðjan, sem fer fram á ensku, hefst á Keldnaholti á laugardag með málstofu þar sem aðgangur er frjáls svo lengi sem húsrúm leyfir, og henni lýkur með yfirferð og sýnignu í Norræna húsinu 24. September. Frekari upplýsingar má sjá hér:  http://scibereykjavik.wordpress.com/articles/about/urban-workshop-2/. Þetta er önnur vinnusmiðja verkefnisins, en sú fyrri var í boði Arkitektadeildar Listaháskólans Íslands síðasta haust og einnig má lesa um hana á blogginu.

Einnig er boðið er til málstofu um hörgul og sköpun í byggðu umhverfi laugardaginn 22. September. Reynt verður að gera því skil hvernig hið byggða umhverfi var mótað fyrir hrun og hvaða kostir eru í stöðunni. Reynt verður að leita svara við því hvernig hægt væri að þróa áfram borgina á þann hátt að fólkið í henni verði í stakk búið til að lifa góðu lífi þótt að sverfi. Málstofan er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni um hörgul og sköpun í hinu byggða umhverfi (Scarcity and Creativity in the Built Envirionment SCIBE, www.scibereykjavik.com<http://www.scibereykjavik.com/> og www.scibe.eu<http://www.scibe.eu/>). Hún verður í Íslenska Bænum í Austur-Meðalholti í Gaulverjarbæ, og veitingar verða seldar á staðnum. Málstofan verður á ensku og öllum heimill aðgangur svo lengi húsrúm leyfir.

Sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og Skipulagsstofnun er þakkað veittan stuðning.

Lesa má um fyrri innlegg Örnu í umræðuna á þessari slóð:

http://blog.dv.is/arkitektur/2012/04/29/skipulagsmal-hver-axlar-abyrgdina/

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Hilmar Þór

    Því miður sé ég mér ekki fært að taka þátt í þessu merkilega framtaki. En er að velta fyrir mér þessu mikla máli.

    Ég held að hinn mikli hiti í efnahagslífinu fyrir hrun hafi að einhverju marki stafað af sterkri og landlægri kunningja- og vinavæðingu allra hluta og vegna þess að almenn umræða átti sér ekki stað um viðfangsefnin á þessum árum.

    Við vitum að svona var þetta í fjármálakerfinu þar sem eigendur bankanna og bankarnir unnu náið saman með endurskoðendum og nánast öllu fjármálakerfinu.

    Í skipulagsmálum var þetta líka þannig að áætlanirnar voru ekki ræddar í samfélaginu. Þær voru ræddar í lokuðum, hópum sem einhvernvegin fóru sínu fram svipað og í fjármálakerfinu. Það vildu bara allir byggja og allir lána til bygginga og svo keyrði hraðlestin fram af hengibrúninni.

    Ef einhverjar efasemdarraddir komu upp var þaggað niður í þeim.

    Ég tek dæmi af skipulaginu í Úlfarsárdal sem engin þörf var fyrir. Samt var farið af stað vegna þess að verktakar vildu byggja og lánastofnanir lána án þess að skoða heildarmyndina og hvort þörf væri fyrir þessi ósköp..

    Sjálft skipulagið var boðið út með forvali í einskonar samkeppni þar sem fimm stofur voru valdar til þess að etja kapp um hnossið. Fyrir valinu urðu góðkunningjar borgarskipulagsins auk náinna fjölskyldumeðlima stjórnenda borgarskipulagsins.

    Einhverjir fundu að þessu, enda fullkomlega óeðlilegt, og varð niðurstaðan sú að valið var fellt úr gildi eftir hvassa umsögn borgarlögmanns. Hann taldi fjölskyldu-og vinavæðingu ekki ganga að mér skildist.

    Forvalsgögnin voru endurmetin af starfsmönnum borgarinnar sem komust eðlilega að sömu niðurstöðu og samstarfsmenn þeirra í fyrra mati. Þeir treystu sér sennilega ekki til að ganga gegn fyrri ákvörðun end hefði slíkt ekki veri vel séð hygg ég. Auðvitað áttu aðilar utan borgarkerfisins að meta umsagnirnar úr því að svona var komið.

    Í framhaldinu varð þetta bara “buisniss as usual” og við sitjum uppi með orðinn hlut.

    Það er gaman að geta þess að meðal umsækjenda í forvalinu voru einhverjir frægustu og færustu skipulagsaðilar veraldarinnar, Vandkunsten frá Danmörku. Margir voru hissa á að þeir sýndu þessu svona mikinn áhuga. Vadkunsten hefur lagt áherslu á vistvæna félagslegt skipulag í gegnum tíðina sem hefur vakið heimsathygli. Einn af þeirra sérstöku hæfleikum er að nálgast lausnirnar á forsendum staðarins. Þess vegna skilur enginn sem kynnst hafa verkum Vandkunsten hvernig stóð á því að borgin hafnaði þjónustu þeirra á sínum tíma.

    Vankunsten skoraði ekki nægilega hátt til þess að ná að vera í hópi miðlungsmanna í skipulagsmálum hér á landi.

    Kunningjasamfélagið og vinavæðingin er ein af ástæðunum fyrir því hvernig komið er. Menn lögðu ekki í umræðuna um skipulagsmál eða hreynlega vildu hana ekki og héldu þessu meira og minna hjá sjálfum sér.

    Heimasíða vandkunsten er þessi:

    http://www.vandkunsten.com/

    • Einmitt þetta sem Hilmar nefnir vegur þyngra en nokkurn grunar. Maður rökræðir ekki við hagsmunaklíku. Það er bara svoleiðis.

  • Sigurður Jóhansson

    Þetta er spennandi því glöggt er gests augað

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn