Scott Miller íbúi í Ohio í Bandaríkjunum tók myndina að ofan fyrr á áriunu þar sem fram kemur að Amish fólkið á svæðinu tókst að byggja fleiri hundruð fermetra hlöðu og gripahús á aðeins 10 tímum. Þetta tókst þó fólkið tæki sér meira en klukkutíma til hádegirverðar og án tölvuteikninga og forrita á borð við allt það sem nútíma fólki finnst ómissandi í dag.
Engin gæðakerfi, engar tölvur, engin forrit og algert traust meðal þeirra sem að verkinu kom. Engar tryggingar og engar kröfur vegna græðgi og/eða vanefnda.
Allt virðis ganga upp.
Maður veltir fyrir sér hvort við göngum götuna til góðs.
Kíkið á myndbandið.
– til að vera leiðinlegi gaurinn 😉 það var ekki verið að byggja allt húsið á einum degi, það var búið að reisa grunnveggina og forvinna þaksperrur og mála áður en vinnan við að reisa húsið hófst.
Gróf talning sýnir að hátt í fimmtíu manns voru að vinna þarna þannig að þetta eru um 500 klukkutímar af vinnu sem var framkvæmd þarna á einum vinnudegi.
-flest öll vinnuverndarlög eru þverbrotin, þetta er rómantíkst að sjá, en það eru miklar líkur á að slysatíðin sé einhver við þessar aðstæður?
– En það breytir því ekki að i samvinnan sem er innbyggð í amish samfélagið birtist þarna ljóslifandi. Þetta er í raun ekki mögulegt í nútíma vestrænu samfélagi…..eða hvað?
Þetta er heillandi á að horfa.
Það er hægt að draga af þessu myndbandi mikinn lærdóm. Einn er að sennilega dregur regluverkið, eftirlitskerfið, hönnunin og nútíma viðhorf til samstarfsins mikið úr framleiðninni og afköstum þvert á það sem er markmiðið með öllum hinum svokölluðu framfaramiðuðu nýjungum byggingaiðnaðarins.
Og ekki er byggingakrönum fyrir að fara!
Þetta er allt hið ótrúlegasta.
Um Amish fólkið stendur einnig að þeir hafi náð mestri uppskeru vestra miðað við flatarmál. Þeir nota þó aðeins frumstæð tæki og húsdýrandaráburð.
Ennfremur las ég einhversstaðar að Allmennt sé mikið um mannaskipti hjá minni byggingarverktökum í Ameríku. Amish Byggingarverktakar eru undantekningin, Þar er sama og engin hreyfing á mannskap. Ástæðan er að Amish vinnuveitendur meðhöndla verkamenn sína eins og þeir væru fjölskyldumeðlimir. Að þessu leyti eru þeir til fyrirmyndar.
Þetta er „totally“ ótrúlegt. Á maður ekki að hverfa til baka til „slow“ alt….slow food, slow buildings, slow love, slow education, slow turisim og slow traffic???
Allt þetta fast er „out“