Föstudagur 01.09.2017 - 11:03 - 6 ummæli

Hver á Víkurgarð?

+++++

Hjörleifur Stefánsson arkitekt spyr í ágætri grein í Fréttablaðinu í morgun, Hver á Víkurgarð?

Hann veltir fyrir sér hagsmunagæslu í miðborginni og bendir á það sjálfsagða að Reykjavíkurborg ætti að vera gæsluaðili hins almenna borgara og tryggja að byggingaráform gangi ekki á umhverfisgæði borgarinnar og segir „Það sem gerir Reykjavík að áhugaverðum stað lætur undan skref fyrir skref“

Þetta er alveg rétt hjá Hjörleifi.

Ég mæli með þessari grein sem er hægt að lesa hér ef tvísmellt er á myndina að ofan.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Dennis Davíð Jóhannesson

    Samkeppnin um þennan reit var dálítið sérstök, þar sem fjárfestarnir áttu fulltrúa í dómnefnd og lögðu til verðlaunaféð, ef ég man þetta rétt. Þarna taldi ég menn vera á gráu svæði og hugsanlega gæti komið til hagsmunareksturs seinna meir. Ég sendi athugasemd til Hjálmars Sveinssonar og trúnaðarmanns AÍ en fekk lítil viðbrögð. Eins og máltækið segir „Í upphafi skal endinn skoða“. Þess vegna ákvað ARKHD að taka ekki þá í samkeppninni.

    • Hilmar Þór

      Það er rétt að upplýsa að ég sat í dómnefnd í samkeppninni sem Dennis nefnir ásamt Hjálmari Sveinssyni, Páli Hjaltasyni, Júlíusi Vifli Ingvarssyni, Sigrúnu Birgisdóttur og fjárfestinum sem hugðist breyta húsunum að verulegum hluta í hótel. Þetta var að mínu mati góð dómnefnd sem tók sér góðan tíma til þess að skrifa kepppnislýsingu þar sem almannahafsmunir voru settir í fyrsta sæti. Það er misskilningur að fjárfestirinn hafi dregið sinn taum sérstaklega í sínum störfum í dómnefndinni. Þvert á móti. En auðvitað var viss hætta á því eins og Dennis nefndi. Mér finnst líka rétt að nefna að ég var alfarið á móti því að byggt yrði þarna við Kirkjustrætið eins og nú er verið að mótmæla. Það var ég útfra skipulagsrökum en ekki vegna þess að þarna er elsti helgi staður borgarinnar. Helgur staður tveggja trúarbragða. En staðan var sú að þessi heimild um að byggja meðfram Kirkjustræti var í deiliskipulagi frá 1987 og hafði ekki verið fellrd úr gildi. Hinsvegar man ég ekki sérstaklega eftir því að kirkjugarðurinn, Vikurgarður sem grafreitur hafi vegið þungt í dómnefndarstörfunum. Minjastofnun var ráðgjafi dómnefndar og kom og skoðaði tillögurnar á lokasprettinum. Ég man ekki eftir að fulltrúar hennar hafi haft sérstakar áhyggjur af þessu sem vissuega var full ástæða til í ljósi þess sem síðar hefur komið fram!

    • Dennis Davíð Jóhannesson

      Það eru auðvitað skiptar skoðanir um aðkomu fjárfesta að þessari samkeppni og fyrirkomulegi hennar almennt. Ég var nokkuð efins um hana frá upphafi eins og ég hef nefnt hér að framan t.d. varðandi verðlaunaféð og setu fjárfesta í dómnefnd. Mér fannst einnig of mikil áhersla, í keppnislýsingunni, að fullnægja þörfum fjárfestana með stórri hótelbyggingu á þessum sögulega og viðkvæma stað í næsta nágrenni við Alþingishúsið/Austurvöll, Dómkirkjuna og Víkurgarðinn með sínum gömlu minjum. Þarna er verið að leggja einna helgasta stað Íslands undir hótelkúltúr, ferða- og sölumennsku. Þarna eru menn því miður ekki að virða menninguna, söguna og staðarandann sem ég veit að er þér afar hugleikinn Hilmar Þór.

  • Rúnar Ingi

    Virkilega góð grein með góðri fyrirsögn- ég er fylgjandi þéttingu byggðar , en hvað er það sem gerir staðsetningu og lóðir verðmætar? Eru ekki mikil verðmæti í sögunni og í varðveittum minjum um söguna? Hvers vegna eru verðmætin eyðilögð, hvað gerir það fyrir fjárfestinguna?

  • Guðrún Gunnarsdóttir

    Það hafa komið fram verulegar og málefnalegar athugasemdir við að gera gamla kirkjugarðinn að aðkomu fyrir risahótel í borg óttans. Mér finnst eiginlega ógerlegt fyrir núverandi skipulagsráð að hlusta ekki á þessar raddir. En það er einmitt helsti (kannski eini) veikleiki núverandi ráðs að taka illa á móti gagnrýni. í stað þess að taka samtalinu fagnandi og hvetja til samtals fellur ráðið sífellt í þá gröf að byrja að verja sig. Það færi betur og væri til vinsælda fallið að aðlaga hugmyndirnar að gagnrýninni. Leita sátta um málin.

  • Hafsteinn

    Hafnartorg, Lækjargata, Nýr Landspítali, Barónsreitur með líklega ólöglegu háhýsi, byggðin við RUV, svarti hluti Skuggahverfis og svo mætti lengi telja. Hver varði almannahagsmunum í öllu þessu?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn