Laugardagur 31.12.2011 - 00:04 - 8 ummæli

Í tilefni áramóta

.

Vegna efnahagsástandsins hefur lítið verið að gerast í byggingarlistinni hér á landi undanfarin þrjú ár. Það má segja að það hafi átt sér stað alger stöðnun.

Þetta hefur verið hrikalegt fyrir þá sem hafa lífsviðurværi sitt af byggingariðnaðinum.

Ég er þess fullviss að eingin fagstétt á landinu hefur farið ver út úr hruninu en arkitektar sem hafa borið byrgðar sínar og áföll að mestu í hljóði.

Því hefur verið haldið fram að tíðarandinn sé versti óvinur byggingarlistarinnar. Um það má deila. En þegar horft er til þeirrar byggingalistar sem framin var í góðærinu þar sem oft var unnið meira af kappi en forsjá má skynja ákveða sjálfumgleði og belging þar sem studum skorti jarðsamband.

Þetta sést í einstökum byggingum og ekki síður í skipulagsáætlunum.

Breyting er að eiga sér stað. Maður skynjar meira líf og meiri bjartsýni á þessum áramótum en undanfarið. Síminn er byrjaður að hringja á teiknistofunum. Það er að birta til í byggingariðnaði.

Nú þurfum við að fara varlega, læra af ógöngunum. Gefa okkur meiri tíma til þess að hugsa okkur um, stíga varlega til jarðar.  Endurskoða úreltar skipulagsáætlanir með áherslum sem eru í takti við okkar samfélag og okkar menningu. Fara varfærnislega með fé og forgangsraða betur en gert var. Aðilar byggingariðnaðarins þurfa að vanda sig betur í skipulagi, hönnun og framkvæmd nú þegar tími gefst og birtir til.

Ég þakka samskiptin á liðnu ári og óska lesendum farsæls árs.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Staðfesti að eftir tæplega 3 ára þögn er sìminn á teiknistofunum farin að hringja aftur. Ekki mikið en hann er farinn að láta heyra í sér. Það veit enginn hvernig ástandið hefur verið nema þeir sem reynt hafa

  • Guðl. Gauti Jónsson

    Glæsilegt pistlaár hjá þér Hilmar. Þú laðar fram skemmtilega og að mestu málefnalega umræðu með þessum fjölbrettu og fínu pistlum þínum. Takk fyrir það með von um fleiri pistla á þessu ári.

  • Guðmundur Guðmundsson

    Takk fyrir frábærann umræðuvettvang. Bíð spenntur eftir næstu pistlum.

    Gleðilegt ár

  • Jón Guðmundsson

    Það er lítillát bjastsýni yfir þessum pistli sem vert er að íhuga. Njörður bendir á mikilvæt atriði sem kemur fram um að fara sér hægt. En ég vil bæta því við að það eru ekki aðeins arkitektar sem þurfa að fara sér hægt. Það þurfa líka bankastarfsmenn, endurskoðendur og lögfræðingar að gera, en allir þessir aðilar eru fastir í hugarfari sem kennt er við árið 2007 að því er virðist.

  • Njörður Snæland

    Fara varlega,læra af ógöngunum,stíga varlega til jarðar. Mikið rétt frændi,vonandi höfum við lært eitthvað af þessum hamförum.

  • Atvinnulítill samkeppnishestur

    Það hefði mátt nefna að eitt af merkjum um betri tíð fyrir arkitekta er að mikið líf er að færast í arkitektasamkeppnir. Á næstu vikum eru skil í fyrri áfanga samkeppni um Ingólfstorg og hótel þar í grennd. Í undirbúningi er samkeppni um nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Þá er væmtanleg samkeppni um stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, samkeppni um brú yfir Elliðaár og óskiljanleg samkeppni um gönguleið um Kárastíg við Þingvelli.

    Alla þessa vinnu inna arkitektar af hendi kauplaust í von um vinnu. Að baki hverrar tillögu liggja milli 500 og 700 klukkustundir. Eða um 6 miljón króna vinna án vsk. Aðeins ein tillaga hneppir hnossið í hverri samkeppni þar sem milli 20 og 30 hópar leggja í slaginn.

    Ég held að jafnvel arkitektar geri sér ekki grein fyrir allri þeirri vinnu sem liggur í einn sæmilega útfærðri samkeppnistillögu. Hún er ómanneskjulega mikil miðað við stærð gulrótarinnar.

    Eru arkitektar í eymd sinni misnotaðir þarna?

    Annars þakka ég fyrir langbesta blogg landsins og eina umræðuvetvang um arkitektúr og skipulagsmál.

    P.s. Afsakið nafnleyndina.

  • Ástvaldur Tryggvason

    Takk fyrir feikigóða pistla, bæði fróðlega og skemmtilega.

  • Þakka fróðlega pistla og góða umræðu á árinu

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn