Sunnudagur 01.07.2012 - 06:39 - 6 ummæli

Ingólfstorg 2. verðlaun

Hér er kynnt sú tillaga sem hlaut annað sæti í tveggja þrepa opinni samkeppi um skipulag og hönnun svæðisins umhverfis Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur. Tillaga sem hlaut þriðju verðlaun var kynnt í síðustu færslu.

Tillaga er unnin af arkitektastofunni Kanon ehf og i hönnunarteyminu voru Anna Sóley Þorsteinsdóttir, arkitekt FAÍ, Birkir Einarsson, landslagsarkitekt FÍLA, Halldóra Bragadóttir, arkitekt FAÍ, Helga Bragadóttir, arkitekt FAÍ, Helgi B. Thóroddsen, arkitekt FAÍ, Þorkell Magnússon, arkitekt FAÍ og Þórður Steingrímsson, arkitekt. Ráðgjafar voru Verkfræðiráðgjöf: Efla verkfræðistofa, Arinbjörn Friðriksson, verkfræðingur, Böðvar Tómasson, verkfræðingur og Ólafur Daníelsson, verkfræðingur.

Dómnefnd gaf tillögunni eftirfarandi umsögn:

„Tillagan gerir ráð fyrir að húsin við Aðalstræti 7 og Vallarstræti 4 saman og fram á Ingólfstorg.  Þar verða þau hluti af uppbyggingu á gömlu hótel Íslandslóðinni syðst á Ingólfstorgi.  Reiknað með fölbreyttri  miðborgarstarfsemi húsunum. Hótel er hannað inn í Landsímahúsið og í nýbyggingum við Vallarstræti og við Kirkjustræti. Skemmti- og samkomusalurinn Thorvaldsenstræti 2 er endurbyggður

Uppbygging á syðri hluta Ingólfstorgs skapar nýja sýn og áhugaverða uppbyggingarmöguleika. Við það að færa Aðalstræti 7 og Vallarstræti 4 út á torgið verður til heildstæð timburhúsabyggð sem gefur torginu fallega umgjörð.

Uppbygging við Kirkjustræti er áhugaverð og endurgerð Aðalstrætis 11  gefur fyrirheit um góðan ramma um Víkurgarð. Aðalinngangur í hótelið frá Víkurgarði er aðlaðandi og styrkir stöðu garðsins sem almenningsrýmis.

Umferðarskipulag fyrir gangandi og akandi vegfarendur er gott. Opnað er fyrir möguleika á að endurverkja sögulega tengingu Austurstrætis við Aðalstræti. Veltusund verður borgargata með húsum beggja vegna. Vallarstræti fær einnig heildstæðara götuform sem styrkir tengsl Austurvallar við Grjótaþorp.

Vandkvæði tillögunar felst í flókinni áfangauppbyggingu þar sem flutningur Aðalstrætis 7 og Vallarstrætis 4 er forsenda fyrir  nýbyggingu við Vallarstræti.  Ásýnd og hönnun nýbyggingar við Vallarstræti er ekki sannfærandi meðal annars með hliðsjón af sögulegu samhengi.

Uppbygging á suðurhluta Ingólfstorgs skapar sjálfstæða einingu sem tengist ekki hótelstarfssemi á svæðinu. Það er ókostur að bygging hótelsins við  Vallarstræti er alfarið háð þeirri uppbyggingu“.

Ég minni á að ef tvísmellt er á myndirnar stækka þær og verða skýrari.

Yfirlitsmynd af nágrenninu.

Ingólfstorg horft til suðurs

Hér má sjá starfssemi á jarðhæðum og önnur borgarrými.

Yfirlitsmynd yfir Víkurgarð og samkeppnisreitinn,

Séð suður Aðalstræti

Ásýnd frá Víkurgarði

Innan tíðar mun fyrstuverðlaunatillagan í samkeppninni verða kynnt hér á þessum vetvangi.

Sýning á öllum verkunum stendur í einn mánuð frá 29. júní til 29. júlí og er hún opin frá kl 14.00-18.00 að Thorvaldssensstræti 6, Landsímahúsinu.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Guðríður Adda Ragnarsdóttir

    Er eðlilegt og viðunandi að skerða almenningsrými eins og gert er með Ingólfstorg í þessari 2. verðl. tillögu, jafnvel þótt Hafnarstræti bætist við, bara til þess að einkaaðili geti reist sér stórt hótel á viðkvæmasta staðnum í gömlu Reykjavík? Og hvað verður um almenningsrýmin Fógetagarð og Austurvöll? Eiga þau líka að þjóna sem hótelgarðar?
    Hvað vill eigandinn næst – Lækjartorg?

  • Anna Jóhannsdóttir

    Mér finnst að það eigi ekki að byggja framan við Landsímahúsið við Kirkjustræti. Þar væri betra að tengja Víkurgarð og Austurvöll með grænni tengingu

  • Var ekki búið að hafna þessari lausn Björns Ólafs á sínum tíma?

  • Þórður Halldórsson

    3.verðlaun toppa þetta

  • Þetta er töff…

  • Helgi gunnarsson

    Það sem einkennir 3. verðlaun er að hún gerir tilraun tl að færa umhverfið niður í skala. Þessi gengur í hina áttina ! Er það ekki rétt hjá mér?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn