Sumarið 2017 stóð Landgræðslan fyrir könnun á meðal ferðamanna um viðhorf þeirra til innviða og náttúru á tveimur áfangastöðum. Landgræðslan tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands í samstarfi við Mosfellsbæ og Skaftárhrepp. Nýta á niðurstöðurnar til stefnumótunar fyrir áfangastaði í sveitarfélögunum tveim sem stóðu að könnuninni.Könnunin var hluti af svonefndu ASCENT verkefni, en það er samstarfsverkefni fimm landa um að efla fagþekkingu í uppbyggingu og náttúruvernd á áfangastöðum ferðamanna. Úrtakið var lítið á báðum stöðum eða samtals um 280 manns..
Könnunin var annarsvegar gerð í Eldhrauni í Skaftárhreppi, þar sem meirihluti gesta var erlendir ferðamenn, og hins vegar við Úlfarsfell þar sem langflestir gesta voru Íslendingar að stunda almenna útivist. Báðir staðirnir eiga það sameiginlegt, að þar blasa við ýmsar áskoranir vegna rofs eða ágangs, en þó með ólíkum hætti.
Grípum niður á þrem stöðum í skýslunni:
„Ferðamenn vilja ekki nútímaarkitektúr
Niðurstöðurnar könnunarinnar koma á margan hátt á óvart. Helst vekur það athygli hve mikill munur er á óskum ferðamanna um uppbyggingu á svæðunum og þess sem ráðgjafar telja alla jafna æskilegt. Þetta kom glöggt fram þegar gestir voru spurðir álits um æskilegt yfirbragð innviða eða mannvirkja á svæðinu, en þá nefndu einungis 2% svarenda nútímaarkitektúr, en mikill meirihluti vildi náttúrulegan, umhverfisvænan eða hefðbundinn arkitektúr. 12% svarenda merktu reyndar við staðbundinn (regional) nútímaarkitektúr, án þess að honum væri lýst nánar í spurningalistanum.
Tekið skal fram að ekki voru sýndar myndir af mismunandi stílbrigðum og því möguleiki á misskilningi, en í ljósi þess hve fáir vilja nútímalegt yfirbragð á ferðamannastöðum þá mætti jafnvel endurskoða hvernig staðið er að hönnun þeirra.“
„Ferðamenn vilja fjölbreytta göngustíga úr náttúrulegum efnum
Meirihluti svarenda vill hafa umhverfið sem náttúrulegast og að ekki séu notuð framandi efni við stígagerð. Með öðrum orðum kom fram að svarendur vilja frekar sjá möl, steinhellur eða grjót í stað timburs, malbiks eða plastgrinda (Ecogrid). Einnig kom fram eindregin ósk um að stígar væru sem fjölbreyttastir.“
„Möguleg niðurstaða
Niðurstöðurnar vekja þó upp ýmsar spurningar og þá sérstaklega um æskilegt yfirbragð og efnisval innviða á ferðamannastöðum, en miklu fjármagni er veitt í hönnun og uppbyggingu. Líklega er ekki alltaf vitað, þegar fé til framkvæmda hefur verið samþykkt, hvort framkvæmdirnar séu í samræmi við óskir og væntingar gesta og hvort þær jafnvel muni rýra umhverfið og þarmeð aðdráttarafl staðanna.“
+++++
Draga má þá ályktun af skýrslunni að ferðamenn koma hingað til lands til þess að upplifa íslensk sérkenni. Þeir vilja íslenskan staðaranda eða það sem kallað er regionalismi. Þeir vilja eitthvað sértækt og staðbundið. Þeir vilja að byggingarefnið í stígum og öðru sé að finna í nágrenninu. Þeir vilja síður nútímalegan alþjóðlegan arkitektúr sem á sér marga fylgjendur þegar kemur að hönnun innviða ferðaþjónustunnar. Þeir vilja frekar nútímalegan staðbundinn arkitektúr.
Myndirnar sem fylgja eru fengnar úr skýrslunni sem gefin var út í fyrradag.
Í skýrslunni kemur fram að á Úlfarsfelli þurfi að „taka á „sambúð“ vélknúinna ökutækja og göngufólks. Sumir vilja ganga á fjallið í náttúrulegri kyrrð meðan aðrir vilja þeysast um brekkurnar undir stýri.
Þakka þér fyrir það, Hilmar, netfangið er ooa2122@columbia.edu. Ég hlakka til að fá hana senda! Skrítið– ég er einmitt beðinn um að gefa upp netfang þegar ég skrái athugasemd.
Þótt ég sé spenntur að fá hana í hendur, þá svarar þú samt ekki spurningunni minni-hvar nálgaðist þú skýrsluna? Mig langar endilega að vita það, enda er ég búinn að leita í dálítinn tíma og hefði gjarnan vilja búa að sömu upplýsingum og þú!
Takk aftur,
Kveðja,
Óskar
Gefðu þér netfang þitt og ég skal senda hana til þín.
Sæll, Hilmar, hvar komst þú yfir þessa skýrslu? Ég hef verið að leita að henni síðan ég sá fréttina á vef RÚV í gærmorgun.
Kveðja,
Óskar
það er sem betur fer víða verið að gera fína hluti hér á landi eins og við Goðafoss. En það fer ekki mikið fyrir staðbundnum arkitektúr í miðborg Reykjavíkur við Skúlagötu, Hafnartorg og víðar.
Innihald pistilsins og niðurstaða skýrslunnar í hnotskurn:
„Ferðamenn vilja síður nútímalegan alþjóðlegan arkitektúr, þeir vilja frekar nútímalegan staðbundinn arkitektúr“.
Þetta er leiðarljós sem ætti að fylgja allstaðar.
Þetta er lykilatriði og samkvæmt lögum og reglum og ekki síst Menningarstefnu hins opinbera í mannvirkjagerð.
Ferðamenn vænta auðvitað „upprunalegs“ umhverfis þeirri ósnortnu náttúru,sem þeir eru að sækjast í.
Jákvæð dæmi um staðbundin regionalisma sá ég á eyjunni LANZAROTE 1985, þegar ég var þar í fyrst og kynnist verkum og áhrifum Cesars Manrique,“listamanns“ sem einfaldlega sagði “ menning felst í því að virða náttúruna+rækta byggingahefðina“.Byggði með sínu hugmyndaflugi á grundvelli þess sem í aldaraðir „var“ á staðnum….og skapaði þannig aðdráttarfl fyrir ferðamenn..+ „biosphere reserve“ skráningu hjá UNESCO.
Þessir plaststígar henta fólki sem á ekki auðvelt um gang eða fólki með barnavagna. Er jafnvel í hjólastól. En það á að takmarka notkun þeirra og gæta þess at þeir verði teknir upp á nokkurra ára fresti til þess að plastið mengi ekki umhverfið.