Þriðjudagur 23.03.2010 - 23:32 - 2 ummæli

„Íslandsvinurinn“ Glenn Murcutt

murcutt2_hero[1]

Ástralski arkitektinn Glenn Murcutt (Fæddur á Englandi 1936) er heimsfrægur fyrir sinn einstaka arkitektúr. Hann nálgast verkefni sín með landinu og ekki á móti því.  Húsin tengjast umhverfinu og staðnum á mjög náinn hátt.  Hann aðhyllist það sem hann kallar “enviromental architecture”. Hann talar ekki um stíla í byggingalist  heldur heldur frekar um skilning.  Skilning á umhverfinu og áhrif þess á byggingalistina á þeim stað sem hún á að standa.

Hann hefur ferðast mikið um Norðurlönd og fékk innblástur frá arkitektum á borð við Alvar Aalto og Jörn Utzon.

Hann vinnur einn og notar ekki tölvu. Engan ritara og viðskiptavinir hans þurfa að bíða árum saman eftir að hann taki verk að sér,  ef hann á annað borð hefur á því áhuga.

Murcutt hefur komið nokkru sinnum til Íslands og fékk ég tækifæri til þess að verja nokkrum tíma með honum við slíkt tækifæri. Það sem einkennir hann er einlægur áhugi á arkitektúr og skýr sýn á hlutverk arkitektsins og byggingalistarinnar.

Að neðan eru nokkrar myndir af verkum Murcutt og myndband með viðtali við hann. Viðtalið er bútað í tvo 7-9 mínútna hluta sem eru vel þess virði kynna sér.  Það er mikilvægt að horfa á bútana í réttri röð.

Hann byrjar viðtalið með að segja að þrjú mikilvægustu atriði lífsins séu í fyrsta lagi einfaldleiki og í öðru lagi einfaldleiki og í þriðja lagi einfaldleiki.

Hann endar viðtalið með því að vitna í föður sinn sem sagði; „Gæði næsta viðskiptavinar þíns fer eftir því hversu vel þú skilar því verki sem þú nú vinnur að“.  Það þarf nefnilega ekki bara góðan arkitekt til að skapa gott hús. Það þarf góðan viðskiptavin og góðan verktaka.

fletchpagehouse1[1]

14114_image_5.750x503[1]

hab02_hero[1]

Og svo að lokum viðtölin sem allir áhugamenn og fagfólk ætti að skoða og njóta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Þorsteinn

    Gæði viðskiftavinarinns er mun meiri þáttur í endanlegri niðurstöðu en flestir halda.

    Sennilega vegur gæði viðskiftavinarins þyngra en gæði arkitektsins. Sumir arkitektar voru toppmenn í skóla en gátu ekkert þegar úr var komið. Þeir voru sennilega óheppnir með viðskiftavin og fá sífellt lélegri og lélegri viðskiftavini.

    Þeir sem voru heppnir með sinn fyrsta viðskiftavin fá sífellt betri og betri viðskiftavini og eftir þá liggur í framhaldinu betri arkitektúr.

    Maður á að hlusta meira á pabba sinn!!!

  • „Hann notar ekki tölvur“.

    Ég hef oft velt fyrir mér hvort einsleitur arkitektúr nútímans sé að einhverjum hluta því að kenna að tölvurnar hafi tekið völdin í byggingalistinni. Svipað og að exelskjalið hefur tekið völdin í hagfræðinni?

    Murcutt er frábær arkitekt og ég mæli með myndbandinu fyrir alla.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn