Mánudagur 21.03.2011 - 08:02 - 4 ummæli

Íslenskur borholuarkitektúr

Árið 1991 unnu arkitektarnir Björn Skaptason og Pálmar Kristmundsson samkeppni um hönnun lítilla húsa yfir borholur Hitaveitu Reykjavíkur. Alls voru nálægt um 80 tillögur teknar til dóms.

Smáhýsið sem er um 14 fermetrar samanstendur af tveim bogadregnum veggjum sem sneitt er af þannig að myndast tækifæri til að koma fyrir inngangi. Smáhýsin eru klædd ólituðu áli með rör upp úr þaki þaðan sem stendur gufustrókur. Borholuhúsin eru tákn um vistvæna upphitum húsa í Reykjavík og vekja athygli sem slík.


Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Hilmar Þór

    Það er rétt sem kemur fram að ofan. Þessar fallegu vistvænu byggingar eru vanmetnar í umræðu um bygggingalist og umhvefismál. Það þarf að lyfta þessu upp.

    Hvað ætli til dæmis margir grunnskólakennarar hafi vakið athygli nemenda sinna á þessum húsum og hlutverki þeirra í okkar daglega lífi og tengsl þeirra við umræðuna um global warming?

    Hvað ætli þessi hús séu á dagsskrá hjá mörgum leiðsögumönnum sem eru að upplýsa ferðamenn um Reykjavík og stoðkerfi hennar?

  • Sammála þeim sem er fyrir ofan. Þessi hús ættu að vera aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Það er búið að búa til falleg hús, þarna er merkileg tækni – en svo er þetta undarlega tvist og bast á bílastæðum eins og hugmyndin hafi gleymst af okkur sjálfum og öðrum. Þeim er sáldrað þarna um ákveðið svæðið en vantar að veita þeim athygli með einhverjum hætti, jafnvel með því að laga til bílastæðin í kring. Þetta ætti að vera það sem margir ferðamenn og flestir blaðamenn ættu að ljósmynda og fjalla um…

  • örnólfur hall

    Tek undir með Jóhannesi G. — Lítil mannvirki heillandi og sérstæð sem eru höfundum sínum til mikils sóma. Hef alltaf sýnt þau erlendum kollegum á ferð.
    M.a. Stan Anderssen sem var prófessor í arkitektúr í S.F. (látinn) sem lauk lofsorði á þau við mig fyrir frumleik.

  • Jóhannes G.

    Þessi mannvirki ættu að vera aðdráttarafl fyrir ferðamenn og auglýst í bæklingum. Það er ferðarinnar virði að skoða þetta.

    Þarna er í raun lítið 14 fermetra orkuver á ferðinni sem spýr heilnæmri gufu í stað sóðalegum og heilsuspillandi reyk eða geislavirkum úrgangi sem er hættulegur heilsu manna í 10 þúsund ár eftir notkun!!. Þetta orkuver skemmir heldur ekki náttúruna eins og beyslun fallvatna.

    Þeta er í raun heillandi vistvænt mannvirki.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn