Miðvikudagur 11.11.2009 - 09:50 - 38 ummæli

Landspítalinn Háskólasjúkrahús

 

Forsendan fyrir staðsetningu Háskólans í Reykjavík er að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni.

 

Ein af forsendunum fyrir stækkun Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut er að flugvöllurinn verði um alla framtíð í Vatnsmýrinnni.

 

Veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera?

 

Ég skil þetta ekki.

 

Skilur einhver þetta?

 

Flugvalladeilan er eins og heit kartafla sem hent er upp í loftið og enginn grípur vegna þess að enginn vill brenna sig.

 

Kartaflan lendir í gólfinu og er ónýt.

 

Þetta er það sem er að fara að gerast með flugvöllinn og Vatnsmýrina ef fram heldur sem horfir.

 

Það þarf að koma hreyfingu á umræðuna með einhverri nýrri nálgun.

 

Hugsanlegt væri t.d. að setja saman 6-10 teymi sem væru fengin til þess að leggja fram svæðaskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið með áherslu á flugvöllinn í Vatnsmýrinni, staðsetningu Háskólasjúkrahúss og að koma HR í ásættanlega tengingu við borgarumhverfið.

 

Vestfirðir, Eyjafjörður og Austfirðir skipuðu eitt teymi hver og höfuðborgarsvæðið restina. Keyptir yrðu svona 150-200 tímar af hverju teymi.

 

Þetta yrði ekki samkeppni heldur upplýst hugmyndavinna arkitekta sem ekki hafa komið að skipulagsvinnu fyrir þessa aðila áður. Ég er þess fullviss að niðurstaðan muni setja nauðsynlega hreyfingu á málið.

 

Nú er óróleiki í allri umræðunni vegna stefnuleysis. Eða kannski er það frekar stöðnun sem hrjáir umræðuna vegna stefnuleysis.

 

Nýtt skipulagsslys er í uppsiglingu við Hringbraut. Atburðarrásin er að taka völdin enn einu sinni og við sitjum hugsanlega uppi með Háskólasjúkrahús á kolröngum stað.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (38)

  • Hilmar Þór

    Af einhverjum ástæðum sem ég ekki þekki stöðvuðust nokkur ummæli í kerfinu og þurfti sérstaka heimild til að hleypa þeim í gegn.

    Það hef ég gert núna.

    Ég nota tækifærið og þakka málefnalegar og upplýsandi umræður hér.

  • Sigurður Ingólfsson

    Hér eru frjóar umræður um skipulags og umferðarmál og eðlilega skiptar skoðanir. Borgin óx tiltölulega hratt á nesi eins og Seltjarnarnesið er með
    aðkomu ólíkt því sem er um borgir inni í landi eða með haf á eina hlið.
    Umferð óx líka miklu hraðar en reiknað var með, einkum með tilkomu hverfanna austan Elliðaáa sem eru að langmestu leyti íbúðahverfi. Ekki bætir úr skák sá mikli fjöldi sem sækir vinnu til borgarinnar frá nágrannasveitarfélögunum.Hefði okkur borið gæfa til að sameina sveitarféögin fyrir nokkrum áratugum hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg vandamálin.
    Lengi vel hélt ég að borgarstæði Reykjavíkur væri einstakt en rakst svo á höfuðborg Nýju Calidoníu sem er norðaustan við Ásralíu og er franskt landssvæði. Ótrúlegt er hvað hvað þessum borgum líkir saman m.a. er fólksfjöldi álíka þar er einnig flugvöllur, en skipulag er gjörólíkt. Hvet fólk til að skoða þetta á Google Earth.

  • Vek athygli á því að það er hægt að skipta Reykjavík í 4 meginsvæði, misgömul, sem hafa mestanpart náttúruleg svæðamörk.

    Fyrst er að nefna póstnúmer 101+107 (25 þúsund íbúar).

    (Frá landafræðilegu sjónarmiði ætti að bæta Seltjarnarnesi við þennan pakka en þar búa ekki nema ca 2.600 manns).

    Innan við 101 er svo svæðið sem afmarkast af Snorrabraut/Öskjuhlíð til vesturs, Fossvogssprænunni til suðurs, Elliðaám til austurs og auðvitað sjónum til norðurs (40 þús íbúar).

    Svo kemur svæðið sem afmarkast af Elliðaám til vesturs og ánni sem rennur í Grafarvoginn til austurs. Og nær langt inn í land, uppfyrir Rauðavatn (32 þús. íbúar).

    Loks er það nýjasta landnemasvæðið sem afmarkast annarsvegar af fyrrnefndri Grafarvogsá og hinsvegar af bæjarmörkum R. og Mosfellsbæjar. Og nær allt frá Geldinganesi og langt upp með Úlfarsá og upp á heiðar (23 þús. íbúar).

    Af þessum 4 meginsvæðum er 101+107 auðvitað langminnst og langþéttbýlast.

    Og það sem meira er: Öskjuhlíðin og Vatnsmýrin taka upp ca 40% af þessu litla landsvæði!

    Aðalumferðarflöskuhálsar höfuðborgarsvæðisins eru á þessum 101 bletti (bæði vegna legu lands og vegna flugvallarins).

    Ef það á að endurheimta Vatnsmýrina (og manni skilst að það sé planið) þá kemur íbúafjöldinn á svæðinu til með að rjúka upp í 35 þúsund eða 40 þúsund eða meira. Póstnúmer 101 er ekki eins mikill útkjálki og t.d. Grafarvogsbúar kunna að halda.

    Þannig að það er alveg á hreinu að það þarf að gera eitthvað mjög róttækt í samgöngumálum í þessum bæjarhluta — alveg án tllits til fyrirhugaðra Landspítalaframkvæmda.

    Manni finnst eitthvað skorta á að þessi áform öll hangi saman og myndi eina heild:

    Uppbygging Vatnsmýrarinnar, fyrirhuguð Landspítakabygging, róttækar samgöngubætur og fyrirhuguð Samgöngumiðstöð.

    Eða öllu heldur: Þegar verið er að vega og meta kostina og gallana við að gera Vatnsmýrina að framtíðarstað fyrir Landspítalann þá þarf að taka tillit til allra þessa þátta, meðal annars flugsamgönguþáttanna.

  • Hákon Hrafn

    Það má ekki heldur gleyma því að það þarf ekki jafnmikið landrými ef byggt er á öðrum stað en við Hringbraut því þar má byggja hærri byggingar.
    Almennt er talað um að sjúkrahús séu hærri byggingar og deildir aðskildar á milli hæða. Þannig má komast á milli deilda á mjög skömmum tíma sem ekki er hægt þegar þeim er dreift á stóra lóð eins og þarf að gera við Hringbraut.

    Annnars var ég búinn að reyna að setja inn tengla á nokkur gögn en sú færsla birtist ekki allur tengilinn birtist. Reyni því aftur hér

    Sameiginleg viljayfirlýsing:
    mbl.is/media/84/1784.pdf

    Samkeppni um skipulag frá 2005
    http://www.haskolasjukrahus.is/nyrlandspitali/upload/files/skipulagssamkeppni/samkeppnislysing.pdf

    Aðalskipulag Reykjavíkur 201-2024 – Þétting byggðar
    http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/SkipBygg/Adalskipulag_Rvk1/greinargerd_2/ar_7.pdf

    Aðalskipulag Reykjavíkur 201-2024 – Gæði byggðar
    http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/SkipBygg/Adalskipulag_Rvk1/greinargerd_2/ar_3.pdf

  • Guðrún Bryndís

    Grafarvogurinn er friðaður, þannig að landfylling á þessum stað kemur því miður ekki til greina.

    Ég stakk upp á Björgunarlóðinni hún er samtals 90.000m2, Hringbrautarlóðin er samtals 174.400m2 skv. samkeppnislýsingu frá 2004. Þá var gert ráð fyrir lóð sunnan Nýju Hringbrautar til stækkunar. Keldnalóðin er ekki nægjanlega stór, stendur í brekku og það er almennt talið óheppileg staðsetning sjúkrahúsa og eina vegatengin er Vesturlandsvegur.

    Það stendur til að byggja nýjan spítala og tengja hann við byggingarnar sem fyrir eru, öll starfsemin á að flytja. þessir 67.000 m2 er fyrsti áfangi og starfsemin í Fossvogi á að flytjast þangað. Í seinni áföngum á að bæta við fyrsta áfangann, þannig að öll starfsemin flytji í nýtt hús og síðar bætast við húsnæði fyrir heilbrigðisvísindi og 7.000m2 verslunarmiðstöð.

    Samkeppnin verður m.a. um nýtingu húsnæðis á gömlu lóðinni. Ég bendi á að það er ekki hægt að reikna út rekstrarkostnað á húsnæði sem ekki er búið að hanna. Þegar starfsemi er raðað inn í gömul hús fær hún oftast meira pláss en hún þarf og það eykur á rekstrarkostnað. Kostnaðurinn vegna endurgerðar er heldur ekki hægt að meta þar sem það er ekki búið að hanna húsnæðið fyrir nýja notkun.

    Samgöngumiðstöðin er ekki risin, það er full ástæða til að meta staðsetningu hennar í leiðinni, hún á að mínu mati heima nær borgarmiðju en vestur í bæ.

  • @Hákon Hrafn:

    „Ég lagði til landfyllingu einfaldlega vegna þess að það kostar mjög lítið að fylla upp ca 10ha innst í Grafarvoginu. Sú fylling næði ca 100m út og næði því ekki einu sinni að Grafarvogskirkju. Þarna er mjög grunnt og á fjöru er þetta bara drulla.“

    Ég held að það verði aldrei inni í myndinni að gera landfyllingu í Grafarvoginum. Þetta er alfriðuð strandlína, að ég held. Aðallega út af þessari drullu sem þú nefnir svo, þ.e. leirunum.

    Og raunar spurning hversu sniðugar landfyllingar eru. Er ekki sjávarborðið að hækka?

  • En hvað með almenningssamgöngur. Landspítali við Hringbraut er í miðpunkti leiðarkerfis Strætó í miðborginni. Þangað liggja margar strætóleiðir beint úr úthverfum. En hvernig er að komast í Keldnaholt með Strætó? Hvað með almenning utanaf landi sem ætlar á Landspítala, kemur með flugi eða langferðabílum, þarf ekki að hugsa um þá? Þá býr víst stór hluti starfsmanna í göngu- og hjólafæri við Hringbrautarlóðina, hvernig verður fyrir þá að ganga eða hjóla upp í Keldnaholt?
    Hafa menn hugsað þetta til enda sem eru að leggja til aðra staðsetningu en Hringbraut?

  • Árni Ólafsson

    Svæðið sem vannst með umdeildri færslu Hringbrautarinnar er einkar áhugavert fyrir íbúðarbyggð og blandaða byggð í beinum tengslum við miðborgina.

    Þétt, fjölbreytt og blönduð byggð milli Hringbrautar og Þingholta myndi:
    1 tengjast miðbænum beint í raunhæfri göngufjarlægð.
    2 auka umsvif og mannlíf í Kvosinni
    3 mæta væntingum áhugamanna um betri byggð um fjölbreytta, blandaða borgarbyggð (og það fljótlega).

    Svæðið er ómetanlegt tækifæri til eflingar miðborgarinnar og mun nærtækara og raunhæfara en stóru áformin um Vatnsmýrarbyggðina, sem getur ekki tengst miðbænum á sama hátt. Mætti ekki taka þetta sjónarmið með í reikninginn þegar fjallað er um staðarval sjúkrahússins?

    Bendi á að byggðin sjálf getur myndað hljóðskerm gagnvart Hringbrautinni þannig að unnt verður að nýta landið nánast alveg að götunni (eins og í venjulegri borg).

  • Hákon Hrafn

    Hér eru svo nokkur gögn til að styðja mál mitt.

    Sameiginleg viljayfirlýsing:
    http://mbl.is/media/84/1784.pdf

    Samkeppni um skipulag frá 2005
    http://www.haskolasjukrahus.is/nyrlandspitali/upload/files/skipulagssamkeppni/samkeppnislysing.pdf

    Aðalskipulag Reykjavíkur 201-2024 – Þétting byggðar
    http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/SkipBygg/Adalskipulag_Rvk1/greinargerd_2/ar_7.pdf

    Aðalskipulag Reykjavíkur 201-2024 – Gæði byggðar
    http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/SkipBygg/Adalskipulag_Rvk1/greinargerd_2/ar_3.pdf

  • Hákon Hrafn

    Núna er LSH með 60000m2 við Hringbraut af húsnæði sem er mstæ byggt í kringum 1950-1970. Barnaspítalinn er yngstur (6800m2). HÍ er með 10000 m2 – Tanngarð og upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir því að hann yrði rifinn vegna gríðarlegs viðhaldskostnaðar.

    Í viljayfirlýsingu lífeyrissjóðanna og ríkisstjórnar kemur fram að byggja á nýja 66000m2 við Hringbraut og það mun kosta 33 milljarða, kostnaður við ýmsan búnað verður 7 milljarðar og kostnaður við endurbyggingu eldra húsnæðis (sem er núna 60000m2) verði um 11 milljarðar. (samtals 50milljarðar). Reynslan hefur sýnt okkur að kostnaðaráætlanir við endurbyggingar og viðhald verða alltaf hærri. Samkvæmt þessu má byggja amk 22000 m2 (1/3 af núverandi húsnæði) á nýjum stað í Keldnaholti fyrir það fé sem á að fara í endurbyggingu eldra húsnæðis við Hringbraut.

    Gert er ráð fyrir ca 3500 bílastæðum á Hringbrautarsvæðinu. ég veit ekki hvað það reiknast í bílaumferð, líklega 8-10þús bílar sem koma og fara. Á morgnanna er Miklaraut/Hringbraut tóm til austur og full til
    vesturs. Kringlumýrarbraut er tóm til suðurs en full til norðurs. Að færa spítalann í Keldnaholt myndi nýta þessi umferðarmannvirki mun
    betur og spara gríðarlegar fjárhæðir í umferðarmannvirkjagerð. Umferðarkerfið hér annar 500-700þús íbúum ef það fengist eðlileg nýting á því.

  • Hákon Hrafn

    Tek undir það sem Guðrún Bryndís segir (+ að mccarthy ætti að kynna sér málin betur) og um ofmetnu þættina sem Samúel nefnir. Auk þess er vert að benda á að aðalskipulag Reykjavíkur til 2024 gerir ráð fyrir því að bæði þétta byggð og færa atvinnu austur fyrir Elliðaá. Það
    skipulag er frá 2001 og borgin hefur gert allt þveröfugt við það, dreift byggð austur og þétt atvinnu vestur.

    Ég lagði til landfyllingu einfaldlega vegna þess að það kostar mjög lítið að fylla upp ca 10ha innst í Grafarvoginu. Sú fylling næði ca 100m út og næði því ekki einu sinni að Grafarvogskirkju. Þarna er mjög grunnt og á fjöru er þetta bara drulla. Það er 1.8km þaðan í sementstankana þannig að það getur varla verið vandamál eins og ásdís heldur. Það er sama vegalengd frá tönkunum og að Langholtsskóla við
    Laugardal og ég veit ekki til þess að starfsfólk þar hafi kvartað undar þessum tönkum!

    Ríkið á Keldnaholt sem er um 57 ha. Það skilgreinist sem “suðurhlíð” og því frekar dýrmætt land til íbúðabygginga í framtíðinni. Svæðið sem er ætlað undir alla spítlalastarfsemina við hringbraut á að vera 17ha og því væri fínt að nota 10ha á uppfyllingu og 7 af Keldnaholtslandinu. Auk þess var gert ráð fyrir því að starfsemin að Keldum myndi flytjast niður að Hringbraut en hún yrði þá áfram á sama stað ef spítalinn færi uppeftir.

  • Hákon Hrafn

    Ég setti inn athugasemd hérna í morgun en hún er horfin, er einhver ástæða fyrir því eða bara tæknin að stríða okkur?

    Tek undir það sem Guðrún Bryndís segir (+ að mccarthy ætti að kynna sér málin betur) og um ofmetnu þættina sem Samúel nefnir. Auk þess er vert að benda á að aðalskipulag Reykjavíkur til 2024 gerir ráð fyrir því að bæði þétta byggð og færa atvinnu austur fyrir Elliðaá. Það
    skipulag er frá 2001 og borgin hefur gert allt þveröfugt við það, dreift byggð austur og þétt atvinnu vestur.

    Ég lagði til landfyllingu einfaldlega vegna þess að það kostar mjög lítið að fylla upp ca 10ha innst í Grafarvoginu. Sú fylling næði ca 100m út og næði því ekki einu sinni að Grafarvogskirkju. Þarna er mjög grunnt og á fjöru er þetta bara drulla. Það er 1.8km þaðan í sementstankana þannig að það getur varla verið vandamál eins og ásdís heldur. Það er sama vegalengd frá tönkunum og að Langholtsskóla við
    Laugardal og ég veit ekki til þess að starfsfólk þar hafi kvartað undar þessum tönkum!

    Ríkið á Keldnaholt sem er um 57 ha. Það skilgreinist sem „suðurhlíð“ og því frekar dýrmætt land til íbúðabygginga í framtíðinni. Svæðið sem er ætlað undir alla spítlalastarfsemina við hringbraut á að vera 17ha og því væri fínt að nota 10ha á uppfyllingu og 7 af Keldnaholtslandinu. Auk þess var gert ráð fyrir því að starfsemin að Keldum myndi flytjast niður að Hringbraut en hún yrði þá áfram á sama stað ef spítalinn færi uppeftir.

    Núna er LSH með 60000m2 við Hringbraut af húsnæði sem er mstæ byggt í kringum 1950-1970. Barnaspítalinn er yngstur (6800m2). HÍ er með 10000 m2 – Tanngarð og upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir því að hann yrði rifinn vegna gríðarlegs viðhaldskostnaðar.

    Í viljayfirlýsingu lífeyrissjóðanna og ríkisstjórnar kemur fram að byggja á nýja 66000m2 við Hringbraut og það mun kosta 33 milljarða, kostnaður við ýmsan búnað verður 7 milljarðar og kostnaður við endurbyggingu eldra húsnæðis (sem er núna 60000m2) verði um 11
    milljarðar. (samtals 50milljarðar). Reynslan hefur sýnt okkur að kostnaðaráætlanir við endurbyggingar og viðhald verða alltaf hærri.
    Samkvæmt þessu má byggja amk 22000 m2 (1/3 af núverandi húsnæði) á nýjum stað í Keldnaholti fyrir það fé sem á að fara í endurbyggingu eldra húsnæðis við Hringbraut.

    Gert er ráð fyrir ca 3500 bílastæðum á Hringbrautarsvæðinu. ég veit ekki hvað það reiknast í bílaumferð, líklega 8-10þús bílar sem koma og fara. Á morgnanna er Miklaraut/Hringbraut tóm til austur og full til
    vesturs. Kringlumýrarbraut er tóm til suðurs en full til norðurs. Að færa spítalann í Keldnaholt myndi nýta þessi umferðarmannvirki mun
    betur og spara gríðarlegar fjárhæðir í umferðarmannvirkjagerð. Umferðarkerfið hér annar 500-700þús íbúum ef það fengist eðlileg nýting á því.

    Hér eru svo nokkur gögn til að styðja mál mitt.

    Sameiginleg viljayfirlýsing:
    http://mbl.is/media/84/1784.pdf

    Samkeppni um skipulag frá 2005
    http://www.haskolasjukrahus.is/nyrlandspitali/upload/files/skipulagssamkeppni/samkeppnislysing.pdf

    Aðalskipulag Reykjavíkur 201-2024 – Þétting byggðar
    http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/SkipBygg/Adalskipulag_Rvk1/greinargerd_2/ar_7.pdf

    Aðalskipulag Reykjavíkur 201-2024 – Gæði byggðar
    http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/SkipBygg/Adalskipulag_Rvk1/greinargerd_2/ar_3.pdf

  • Sælir
    Ég verð að taka undir með Ásdísi. Eru menn ekki að tala um ólíka hluti? Nú er verið að tala um viðbyggingu við Landspítala í Hringbraut, nægjanlega stóra til að flytja úr Fossvogi. Ef flytja á burt af báðum lóðunum hlýtur verkefnið að vera miklu stærra en það sem nú hefur verið tekin ákvörðun um. Bygging á Keldum eða Vífilsstöðum hefur ekkert til að styjast við, þar eru bara tún. Það er ekki hægt að bera þetta saman með þessum hætti sem sumir eru að gera.

  • Samúel T. Pétursson

    Hárrétt Bjarki. Það var ekki gerð nein vísindaleg greining á þessum þáttum, heldur látið nægja að fjalla um þá á abstrakt nótum, eins og allt of algengt er á skipulagsvinnu á Íslandi.

    Ég kom nálægt úttekt á þessum málum fyrir nokkrum misserum fyrir einkaaðila. Við komumst að eftirfarandi meginniðurstöðu:

    Niðurstaða [aðila X] er í stuttu máli sú að gallarnir vegi upp kosti þess að byggja upp nýjan Landspítala á lóðinni við Hringbraut. Honum sé betur fundinn staður annars staðar í borginni. Það er álit [aðila X] að lóðin við Hringbraut gagnist miðbæ Reykjavíkur og nýjum borgarhluta í Vatnsmýrinni – ef af verður – mun betur ef svæðið er tekið undir blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis aðra en spítalastarfsemi. Nýr Landspítali og sjálfstæð læknavísindadeild og –rannsóknarmiðstöð HÍ og fleiri aðila geti vel starfað á öðrum stað í borginni og myndað öfluga heild. Fordæmi erlendis frá benda eindregið til þess.
    [Aðili X] endurmat þær forsendur sem staðarnefnd um uppbyggingu háskólasjúkrahúss gaf sér og birtast í skýrslu hennar frá í janúar 2002. [Aðili X] komst að þeirri niðurstöðu að margar af þeim forsendum sem nefndin gaf sér séu brostnar og enn aðrar byggi á skökku mati. [Aðili X] gat ekki komist með að sömu niðurstöðu og nefndin gerði fyrir rúmum fimm árum.

    Helstu niðurstöður greiningarinnar eru eftirfarandi:
    •Heildrænn samgöngulegur ávinningur er lítill með neikvæð áhrifum á stofnbrautaálag á annatímum,
    •sjúkraumferð verður fyrir töfum vegna fjarlægðar frá afkastamestu stofnbrautunum,
    •samlegð og samvirkni við HÍ er ekki verulega háð vegalengd þegar komið er yfir göngufjarlægð og:
    •nýr Landspítali og sjálfstæð læknavísindadeild HÍ geta myndað öfluga heild annars staðar í borginni,
    •víkjandi flugvallarstarfsemi í Vatnsmýri og öflugri þyrlusveit breytir forsendum sjúkraflugs ,
    •miðbær Reykjavíkur nýtur lítils góðs af starfseminni vegna jaðarlegu Hringbrautarlóðarinnar,
    •atvinnukjarni Hb.-svæðisins vex til austurs og suðurs á meðan lóðin er í vesturjaðri hans,
    •fjölmennustu íbúðahverfin eru heldur fjarri sem og mesta framboð af viðráðanlegum íbúðum,
    •vannýting lóðarinnar vegna nálægðar við hávaðauppsprettu og krafna um hljóðvist,
    •skipulagsleg samþætting við byggingarskala Þingholtanna er fullkomlega mislukkuð og afleiðingin:
    •einangrun spítalamassans og byggingarmassa heilbrigðisvísindadeildar HÍ frá umhverfi sínu,
    •takmarkaður sparnaður með nýtingu eldri bygginga þar sem notagildi þeirra er lítið,
    •fyrirsjáanleg langvarandi skörð í byggð með langtíma áfangaskiptingu framkvæmdar,
    •byggingu bílakjallara undir spítalabygginguna fylgir mikill kostnaður sem unnt væri að spara,
    •nálægð núverandi spítalastarfsemi við langvarandi framkvæmdasvæði með tilheyrandi óþægindum,
    •vannýting á mjög dýrri lóð með miklum möguleikum til samþættingar eldri og nýrrar byggðar sitt hvoru megin Hringbrautar.

  • Það má sjá á teikningu hér að ofan hversu mikið og stórt mannvirki þetta er, finnst einhverjum þetta vera eðlileg mynd og í samhengi við núverandi byggð ?

  • Hákon Hrafn

    Líklega væri það best Lýður. Til hvers þurfum við hátæknisjúkrahús ef okkur tekst ekki að reka LSP sómasamlega?

    Tek annars undir það sem Guðrún Bryndís segir (+ að mccarthy ætti að kynna sér málin betur) og um ofmetnu þættina sem Samúel nefnir. Auk þess er vert að benda á að aðalskipulag Reykjavíkur til 2024 gerir ráð fyrir því að bæði þétta byggð og færa atvinnu austur fyrir Elliðaá. Það skipulag er frá 2001 og borgin hefur gert allt þveröfugt við það, dreift byggð austur og þétt atvinnu vestur.

    Ég lagði til landfyllingu einfaldlega vegna þess að það kostar mjög lítið að fylla upp ca 10ha innst í Grafarvoginu. Sú fylling næði ca 100m út og næði því ekki einu sinni að Grafarvogskirkju. Þarna er mjög grunnt og á fjöru er þetta bara drulla. Það er 1.8km þaðan í sementstankana þannig að það getur varla verið vandamál eins og ásdís heldur. Það er sama vegalengd frá tönkunum og að Langholtsskóla við Laugardal og ég veit ekki til þess að starfsfólk þar hafi kvartað undar þessum tönkum!

    Ríkið á Keldnaholt sem er um 57 ha. Það skilgreinist sem „suðurhlíð“ og því frekar dýrmætt land til íbúðabygginga í framtíðinni. Svæðið sem er ætlað undir alla spítlalastarfsemina við hringbraut á að vera 17ha og því væri fínt að nota 10ha á uppfyllingu og 7 af Keldnaholtslandinu. Auk þess var gert ráð fyrir því að starfsemin að Keldum myndi flytjast niður að Hringbraut en hún yrði þá áfram á sama stað ef spítalinn færi uppeftir.

    Núna er LSH með 60000m2 við Hringbraut af húsnæði sem er mstæ byggt í kringum 1950-1970. Barnaspítalinn er yngstur (6800m2). HÍ er með 10000 m2 – Tanngarð og upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir því að hann yrði rifinn vegna gríðarlegs viðhaldskostnaðar.

    Í viljayfirlýsingu lífeyrissjóðanna og ríkisstjórnar kemur fram að byggja á nýja 66000m2 við Hringbraut og það mun kosta 33 milljarða, kostnaður við ýmsan búnað verður 7 milljarðar og kostnaður við endurbyggingu eldra húsnæðis (sem er núna 60000m2) verði um 11 milljarðar. (samtals 50milljarðar). Reynslan hefur sýnt okkur að kostnaðaráætlanir við endurbyggingar og viðhald verða alltaf hærri. Samkvæmt þessu má byggja amk 22000 m2 (1/3 af núverandi húsnæði) á nýjum stað í Keldnaholti fyrir það fé sem á að fara í endurbyggingu eldra húsnæðis við Hringbraut.

    Gert er ráð fyrir ca 3500 bílastæðum á Hringbrautarsvæðinu. ég veit ekki hvað það reiknast í bílaumferð, líklega 8-10þús bílar sem koma og fara. Á morgnanna er Miklaraut/Hringbraut tóm til austur og full til vesturs. Kringlumýrarbraut er tóm til suðurs en full til norðurs. Að færa spítalann í Keldnaholt myndi nýta þessi umferðarmannvirki mun betur og spara gríðarlegar fjárhæðir í umferðarmannvirkjagerð. Umferðarkerfið hér annar 500-700þús íbúum ef það fengist eðlileg nýting á því.

    Hér eru svo nokkur gögn til að styðja mál mitt.

    Sameiginleg viljayfirlýsing:
    http://mbl.is/media/84/1784.pdf

    Samkeppni um skipulag frá 2005
    http://www.haskolasjukrahus.is/nyrlandspitali/upload/files/skipulagssamkeppni/samkeppnislysing.pdf

    Aðalskipulag Reykjavíkur 201-2024 – Þétting byggðar
    http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/SkipBygg/Adalskipulag_Rvk1/greinargerd_2/ar_7.pdf

    Aðalskipulag Reykjavíkur 201-2024 – Gæði byggðar
    http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/SkipBygg/Adalskipulag_Rvk1/greinargerd_2/ar_3.pdf

  • lydur arnason

    Gæti verið best að gera ekki neitt?

  • Þetta með samstarfið við HÍ er auðvitað frekar hæpin forsenda. Það er auðvelt að setja þetta fram sem punkt í powerpoint kynningu en er eitthvað meira innihald þarna á bakvið? Læknadeild HÍ getur auðvitað fylgt spítalanum hvar sem hann rís. Hverjir eru þá kostirnir við landfræðilega nálægð spitalans við HÍ svæðið og afhverju vega þeir þyngra en hagsmunir notenda spítalans og hagsmunir byggðarinnar á höfðuborgarsvæðinu?

    Um gamla miðbæinn og meint örvandi áhrif risaspítala á lífið þar þá held ég að flestir sem horfast í augu við staðreyndir sjái að þó að vinnustaðurinn sé stór og umferðin vegna hans mikil þá sé starfsemin þess eðlis að hún gefur ekkert sérstaklega mikið af sér fyrir nærumhverfið. Það myndi þvert á móti gera mikið fyrir svæðið ef núverandi byggingum spítalans þar yrði breytt í íbúðir, skrifstofu- og verslunarhúsnæði.

  • Mig langar að varpa upp þeirri spurningu hvort menn séu að tala allir um sama hlutinn. Að flytja alla starfsemi Landspítala burt frá Hringbraut og Fossvogi er miklu stærra verkefni en að byggja við hann við Hringbrautina. Hvað með barnaspítalann, fæðingardeildina og geðdeildina ofl ofl, á bara að yfirgefa þetta. Þarf ekki að líta á það að einungis á að byggja við húsnæðið en ekki byggja allt nýtt? Hvað myndi það eiginlega kosta að byggja allt nýtt svo ég tali ekki um þá vitleysu að láta sér detta í hug landfyllingu á þeim hryllilega stað sem Björgun og sementstankar eru á. Af hverju landfyllingu í Reykjavík, hvað myndi það eiginlega kosta?

  • Sigurður Ingólfsson

    Vil benda á Mbl blogg Þórhalls Pálssonar þar sem má finna mjög áhugaverðar myndir,einar 13 , af módel Sturlu Snorrasonar
    af nýjum miðbæ við Sævarhöfða / Geirsnef. http://tp.blog.is/blog/tp/ en það má líka sjá á hans bloggi http://midborg.blog.is/blog/midborg/

    Set hérna athugasemd um vega- og skipulagsmál sem ég sendi Þórhalli.

    Ég er sammála þér með forgangsröðina í vegamálum. Það ætti í raun að taka ákvörðinina úr höndum pólitíkusanna sem oftast eru að afla sér atkvæða í sínu kjördæmi og lofa gjarnan gulli og grænum skógum og reyna svo eftir megni að standa við það þrátt fyrir þjóðhagslegt óhagkvæmni.

    Algerlega frábært að rekast hér á módelið af nýjum miðbæ við Geirsnef eftir Sturlu Snorrason sem hann hefur gert upp á sitt einsdæmi.Sannkallað afrek. Sjálfur hef ég þá skoðun að byggja eigi nýja flugstöð við hlið þeirrar gömlu við Reykjavíkurflugvöll og eingöngu fyrir flugið,getur verið á fleiri en einni hæð. Rútumiðstöin ( BSÍ ) á að vera á sínum stað og einnig fyrir brottför og komur til Keflavíkur. Ef nauðsynlegt er að færa hana ætti að færa hana nær miðbænum,annað hvort við Hafnarstræti eða nær Tónlistarhúsinu. Svona mannvirki á að vera í miðbæ. Snorri og fleiri hafa bent á góðan stað fyrir Háskólasjúkrahús. Með kveðju

  • Samúel T. Pétursson

    Skýrslan um staðsetningu LHR er því miður full af vanmati á sumum þáttum og ofmati á öðrum. Þetta með gagnsemi fyrir miðbæinn og samstarfið við HÍ eru tveir mjög ofmetnir þætti, en þó þeir sem líklega réðu úrslitum um staðsetninguna. Ef ekki væru menn líklega búnir að velja að byggja nýjan spítala við Keldnaholtið.

  • Guðrún Bryndís

    Við erum svo heppin að vera með iðnaðarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem er nálægt öllum umferðartengingum við landsbyggðina og er í góðri umferðartengingu alls höfuðborgarsvæðisins. Það verður að taka tillit til þess að borgin er að stækka til austurs, hvað sem alla þéttingu byggðar varðar.

    Það er lítið um mannfreka starfsemi austan Elliðaáa, þannig að umferðin dreifist illa um göturnar, það fara of margir í sömu átt á sama tíma. Það léttir stórlega á umferðinni á háannatímum, ef báðar akreinar eru notaðar í einu og það er hægt með því að flytja spítalann austur fyrir Elliðaár.
    Ef það er hægt að koma í veg fyrir dýrar vegaframkvæmdir og gangnagerð í Reykjavík þá er það þess virði að skoða það.

  • Guðrún Bryndís

    Mccarthy:
    1. Landspítalinn er búinn að vera við Hringbraut frá því 1930 og var þá staðsettur í jaðri byggðar til koma í veg fyrir sóttkveikjur. Byggingarnar á þessari lóð eru mjög dreifðar og vegalengdirnar milli þeira langar. Barnaspítalinn er og verður illa tengdur við bráðakjarnann. Eldra húsnæði á lóðinni er talið illnýtanlegt fyrir sjúkrahússtarfsemi af Momentum Arkitektum sem gerðu úttekt á svæðinu í vor. Kostnaður vegna endurbóta og rekstrar á óhentugu húsnæði getur orðið ansi hár. Það getur því verið dýrt að spara.
    2. Staðsetningin við Hringbraut er einmitt mjög óheppileg upp á umferð að gera, suður-norður umferðartengingar eru m.a. um Snorrabraut, Barónstíg, Lönguhlíð. Austur-vestur tenging er um Hringbraut. Þegar spítalinn í Fossvogi verður færður með sinni umferð og HR opnar, þarf að bæta á afkastagetu umferðarmannvirkja – leiðin sem var valin eru jarðgöng.
    3. Kennsla í heilbrigðisvísindum fer að mestu leiti fram í húsnæði landspítalans og eiga heima þar. Tengslin við HÍ? Hvaða deildir heimspeki, lögfræði, tungumál?
    4. Það eru mjög mörg fyrirtæki með mannfreka starfsemi í miðbæ Reykjavíkur, hann tæmist ekki við það að spítalinn fari þaðan. Þessi stóri vinnustaður og umferðarmannvirkin sem hann kallar á fælir frekar frá miðbænum heldur en að laða fólk þangað.
    5. Sjúkrahúsin voru upphaflega staðsett í jaðri byggðar, borgirnar stækkuðu og nú eru þau staðsett í miðjum stórborga. Stefnan í staðsetningu nýrra sjúkrahúsa undanfarin ár hefur verið sú að flytja þau úr miðborgum og velja þeim stað útfrá vegatengingum, sem dæmi má nefna Edinborg, Osló og Winnenden

  • Vandamálið er bara að svona útbreiðslustefna er alls ekki hagkvæm fyrir spítala… þeir þurfa að byggjast upp á við… skoðið hvað hefur gerst með nýrri spítala á hinum Norðurlöndunum… ræðið við lækna/hjúkkur/sjúkraliða sem þekkja þetta út og suður og þurfa að vinna þarna.

  • Gunnlaugur Gullfiskur

    Bjarki !! 11. nóv. 2009 kl. 16:20 Þú hittir naglann í höfuðið .Menn eiga líka hugsa út frá dreifingu umferðar og legu.

  • Spítalinn á að vera þar sem aðgengi sem flestra landsmanna er sem best. Það er miðsvæðis á höfðuborgarsvæðinu, ekki úti á nesi. Í kringum Elliðaárvog t.d. Slík staðsetning hefði tvímælalaust mjög góð áhrif á umferðarflæði á höfðuborgarsvæðinu í heild.

    Ég sé samt að þegar menn eru að stinga upp á nýjum spítalalóðum þá virðist landnemagenið oft ráða för. Að sjá bara ónumin græn svæði í staðinn fyrir möguleikann á að endurvinna vonda, eldri byggð. Mér finnst stórkostegt að sjá stungið upp á því að fylla upp í botn Grafarvogs til að búa til lóð fyrir sjúkrahús þegar illa nýtt iðanðar- og athafnasvæðin eru þarna allt í kring.

  • Sigrún Unnsteinsdóttir

    Líst best á þá hugmynd sem kom fram í Silfrinu síðasta sunnudag um að byggja nýjan framtíðarspílala upp á Höfða eða jafnvel á Keldnaholti. Þá myndi létta stórlega á umferð í 101 Reykjavík og við myndum sleppa við dýrar lausnir í umferðarmannvirkjum á því svæði.

  • Hilmar, af hverju segir þú að ein af forsendunum fyrir stækkun Landspítalan við Hringbraut sé að flugvöllurinn verði um alla framtíð í Vatnsmýrinnni?

    Nú er verið að tala um endurbætur á umferðamannvirkjum sem m.a. fela í sér göng undir Öskjuhlíðina og göng undir Þingholtin og að það eigi að setja part af Hringbrautinni í stokk þar sem umferðin verður á 2 hæðum.

    Varla kallar einn spítali á öll þessi ósköp. Stendur þetta ekki allt í tengslum við áformaða uppbyggingu í Vatnsmýrinni allri?

    Og hvernig líður umræðunni um lest milli Keflavíkur og Reykjavíkur?

    Þarf þetta ekki allt að hanga saman, gagnger endurskipulagning á vegakerfinu í kringum Vatnsmýrina, bygging framtíðarlandspítala á því svæði (sem ég er ekki viss um að sé sniðug hugmynd þótt nálægðin við HÍ sé ugglaust af hinu góða) og þessi blessaða lest sem á að tengja flugið við bæinn?

    Ég get ekki ímyndað mér að flugið fari neitt annað en til Keflavíkur.

  • Vegna staðsetningarinnar er hægt að selja gömlu byggingarnar á yfirverði miðað við ástand, þess vegna sem íbúðir. Braskarar geta séð um að koma þeim í stand. Þannig að rökin um sparnað þar virðast marklaus, sérstaklega ef þarf að endurgera byggingarnar sem sjúkrahús fyrir 10-12 milljarða.

  • Hörður Halldórsson

    Ég er sammála Hákon Hrafn . 10:44 .Í voginum er besta staðsetningin þarna krossast rétt hjáVesturlandsvegur(Hringbraut) og Sæbraut(Reykjanesbraut).Nýtir mferðarmannvirki sem eru fyrir mjög vel.Versti mögleikinn hefur verið valinn.Að vísu eru fyrir gamlar byggingar sem nýtast en ef þessi tillaga um að byggja nýjan spítala við Hringbraut verður ofan á þarf að endurbæta umferðarmannvirki sem étur sparnaðinn margfalt.Trú ekki að þeir geri þetta.

  • Sömuleiðis mcc….

  • Byrjar þessi della eina ferðina enn. Skoðum málið aðeins betur. 1. Landspítalinn er búinn að vera við Hringbraut um áratugaskeið. Þar er fjöldi bygginga sem verða áfram notaðar, þmt ný barnadeild. Ef flytja ætti spítalann eitthvað annað þyrfti að byggja mun meira og það kostar aura. 2. Staðsetning við Hringbraut er afar hentug upp á umferð að gera. Þetta staðfestir hver skýrslan á fætur annarri. Hvernig væri nú að kynna sér málin áður en þið skrifið um þau! 3. Landspítalinn er tengdur HÍ og erfitt að slíta þar á milli. Í raun er mjög æskilegt að efla þessi tengsl enn frekar. Flutningur spítalans út í sveit mundi ekki hjálpa þar til. 4. Spítalinn er stærsti vinnustaður miðbæjarins. Hvað halda menn að verði eftir af lífi í miðbænum ef spítalinn yrði fluttur? Fyrir utan starfsfólkið (sem skiptir þúsundum) eru fjöldi gesta sem eiga erindi þangað daglega og stór hluti þeirra á viðskipti í bænum um leið. Miðbærinn mundi breytast í svefnbæ ef spítalinn yrði fluttur. Miðbærinn lifir ekki einungis á kaffihúsum. 5. Skoðið staðsetningu sjúkrahúsa í öðrum borgum í Evrópu eða USA og sjáið að í lang-flestum tilfellum eru lykilsjúkrahúsin í miðjum bæ. Af hverju skyldi það vera?

    Kynnið ykkur málin betur áður en þið farið að gaspra, í guðanna bænum.

  • Nú hefur Fisfélag Reykjavíkur komið sér upp flugvelli með tveim flugbrautum á Hólmsheiði. Það mætti vinna með þeim þannig að sjúkraflugvélar gætu lent þar líka.

  • Nei, ég skil þetta ekki.

  • Hákon Hrafn

    Hér er mynd sem sýnir hugsanlegar staðsetningar sem ræddar hafa verið og sumar voru metnar árið 2002 minnir mig (dönsk ráðgjafaskýrsla). Staðirnir eru Vífilsstaðir, Fossvogur og Keldnaholt.
    http://www.rokk.is/skipulag/landspitali.jpg

    Ég legg til landfyllingu í Grafarvogi (grátt svæði á mynd).

  • Ágæt tillaga, þarf örugglega meira til. En að fá hátæknispítala á þennan stað er afar slæmt, ekki bara að umferðarþunginn verður mikill heldur eyðileggur það þetta fallega svæði – eitt af fáum sem hér er að finna.

  • Takk fyrir að benda enn og aftur á það Skipulagslys sem er í uppsiglingu. Þetta má ekki gerast!
    Það má líkja þessu ferlíki við það að fá álver í miðbæinn, því þarna er starfsemi sem tengist miðbænum ekkert en býður upp á umferðaröngþveiti. Það ætti að velja staðsetninguna út frá legu gagnvart íbúum og tengingu við stofnbrautir og þjóðvegi landsins. Flestir sjúklingar utan af landi koma með sjúkrabíl. Dr Gunni benti á að nota mætti Bauhaus-húsið og Korputorg fyrir nýjan spítala, staðsetningin er allavega ekki svo galin og svo er Hólmsheiði þarna rétt hjá.

  • Held ekki að best væri að byrja á arkitektateymi.
    Teymin ætti að vera skipuð fólki úr ýmsum áttum, sem þekkir þetta svæði vel. Hefur búið í borginni og finnst vænt um þetta svæði og vill því vel.
    SÍÐAN geta arkitektar komið og teiknað EFTIR óskum fólksins. Við höfum EKKI góða reynslu af því að sleppa arkitektum lausum í heilu hverfin hér á landi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn