Sunnudagur 16.08.2015 - 22:10 - 8 ummæli

Landspítalinn – Skoðun heilbrigðistarfsfólks á staðsetningunni.

Samtök um betri spítala á betri stað hafa beðið MMR um að gera nokkrar skoðanakannanir varðandi staðsetningu Landspítalans. Þetta er röð kannanna þar sem heilbrigðisstarfsmenn hafa verið spurðir sérstaklega (læknar, hjúkrunarfólk og sjukraflutningamenn) og svo úrtak úr þjóðskrá.   Niðurstöðurnar hafa verið nánast á eina lund.  Línuritið að ofan er fengið af Facebooksíðu samtakanna og fjallar eingöngu um svör frá sjúkraflutningamönnum. Með línuritinu fylgdi eftirfarandi texti á FB síðu samtakanna:

++++

„Viðhorfskönnun meðal sjúkraflutningamanna varðandi staðsetningu framtíðar Landspítalans.

51 af um 200 hafa svarað eða um 25%.

Niðurstöðurnar eru sláandi.
Um 85% eru óánægðir með staðsetninguna við Hringbraut.
Um 35% vilja hafa spítalann í Fossvogi, um 29% á Vífilsstöðum en einungis um 8% við Hringbraut.

Vitað er að um 70% lækna eru skeptískir á Hringbrautina og samkvæmt nýrri MMR könnun eru einungis 31% almennings ánægð með Hringbrautina.

Við samtökin BSBS höfum sýnt fram á að það má fá betri spítala á nýjum og betri stað fyrir minna fé en ef byggt verður við Hringbraut. Núvirtur sparnaður verður jafnvel yfir 100 milljarðar króna.

Þó að byrjað verði á nýjum stað þarf það ekki að tefja málið því tími við skiptulag og hönnun vinnast upp með meiri byggingarhraða þar sem pláss verður til að byggja spítalann án truflana fyrir nærliggjandi starfsemi.

Við, almenningur, þurfum að láta fulltrúana okkar á Alþingi, í Borgarstjórn og viðar vita af því hvað okkur finnst um þetta mál. Við krefjumst þess að þeir hlusti þegar svona stórt mál er í húfi fyrir okkur öll.“

++++

Það ber alls ekki að túlka þetta sem svo að skoðanakannanir eigi að ráða hér ferð, heldur skýtur þetta stoðum undir þá kröfu að formlegt og faglegt staðarval fari fram.   En það er nokkuð ljóst að flestir þeirra sem kynnt hafa sér málin sjá að uppbygging við Hringbraut er óheppileg.

En þetta á ekki að breyta því að endanlegt staðarval á auðvitað að ákveða í kjölfar vandaðrar og faglegrar úttektar á þeim kostum sem bjóðast.

Það er fullkomlega óábyrgt að halda áfram og hefja framkvæmdir án þess að staðarval verði faglega unnið.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Einar Jóhannsson

    Hvað er fólk að hugsa. Af hverju er ekki tekið tillit til þeirra sem þarna vinna og þekkja því best til?

  • María Guðmundsdóttir

    Það sem er ógnvekjandi er að þeir sem eru að vinna að þessu máli gera ekki einusinni tilraun til þess að svara gagnrýninni!

    • Nákvæmlega María. Það heyrist ekki tíst frá nokkrum manni. Heyrði reyndar viðtal við Borgarstjóra þar sem hann benti bara á gamlar úttektir og skýrslur og sagði eiginlega að það væri bara búið að taka þessa ákvörðun. Búið og gert.

      Það sem mér finnst merkilegast í þessu að það er engin stjórnmálamaður sem stekkur á þetta tækifæri og tekur málið upp á sína arma. Það er algjör þöggun í gangi, menn vilja ekki ræða þetta og tíminn á svo að drepa þetta mál.

  • Hrekkjalomur

    Er þá ekki rétt að gera sambærilega könnun meðal starfsmanna Landsbankans um það hvort byggja eigi við hlið Hörpu eða einhvers staðar annars staðar?

    • Hilmar Þór

      Það má kannski segja það Hrekkjalómur. En munurinn er sá að því hefur verið haldið fram að ein af ástæðunum fyrir ágæti Hringbrautarlaunarinnar sé að starfsmenn búi margir þar í grenndinni og þeir vilji Hringbrautarlausnina vegna stuttrar leiðar til vinnu!

  • Þessi andstaða lækna og hjúkrunarfólks endurspeglast ekki í opinberri umræðu! Hver er skýringin a því?

  • Guðmundur Björnsson

    Það á að bíða aðeins með framkvædir og ná sáttum um þetta mikla mál. Eitt eða tvö ár í töf skipta ekki máli. Óðagotið hefur kostað nóg undanfarin ár. Vaðlaheiði, Landeyjarhöfn, Karahnúkavirkjun og margt fleira ætti að vera víti til varnaðar. Landspítalinn er eins og Vaðlaheiði og Landeyjarhöfn margfaldað með 6 ef við erum bara að skoða fjármálin. Umhverfislega er þetta margfallt stærra.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn