Miðvikudagur 13.05.2015 - 05:42 - 9 ummæli

Lítið og fagurt sumarhús

Slice / Saunders Architecture

Þegar meta á gæði byggingalistar skiptir stærðin ekki máli

Litlar byggingar upp á 15-20 fermetra geta verið áhrifameiri en 5.000-15.000 m2 hús.

Lítil hús gefa arkitektinum oftast meira frelsi en þegar hann er að hanna stórbyggingu. Þegar um lítið hús er að ræða er auðveldara fyrir hönnuðinn að gagnrýna verk sitt á hvaða stigi hönnunarinnar sem er og byrja upp á nýtt.

Þegar um stórbyggingu er að ræða er það erfiðara. Til dæmis eftir að verkfræðingar og aðrir hönnuðir eru byrjaðir á sinni vinnu er nánast ekki hægt að endurskoða teikningarnar í grundvallaratriðum. Það þarf allavega þung rök til þess og nokkurn vilja.

Þetta litla hús sem hér er kynnt ber af sér sérstakann þokka. Það er lítið og það fullnægir öllum venjulegum þörfum fyrir svona hús og það rétt tillir sér á landslagið á mjög nærgætinn hátt. Þetta er gestahús sem nýtur stuðnings frá aðalhúsinu en gæti, með smá breytingu, eins verið sjálfstætt og heildstætt sumarhús.

Húsið og veröndin ganga upp í eina óaðskiljanlega heild. Arkitektinn Todd Saunders kalla húsið „sneiðina“ sem er auðskilið. (sbr. kökusneið eða ostsneið)

Húsið er í Noregi og er teiknað af Saunders Architecture og stendur í Haugasundi.

Neðst er grunnmynd og snið.

.
Slice / Saunders Architecture

Slice / Saunders Architecture

Slice / Saunders Architecture

Slice / Saunders Architecture

Slice / Saunders Architecture

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Þetta er svefnskáli og flottur sem slíkur.

  • Orri Ólafur Magnússon

    Skandínavísk byggingarlist einsog hún gerist best : bjart, hlýlegt og allt ofur einfalt í sniðum. Ég tek eftir því að húsið stendur á timbur (?)stólpum. Sennilega til að koma í veg fyrir að raki og kuldi úr jarðveginum nái undir gólfið – og ef til vil einnig til að koma í veg fyrir fúa. Hvaða skýringu aðra hefur þú á þessu , Hilmar Þór ?

  • Sigrún Sigurðard.

    Sumarbustaðalegur sumarbústaður-

    Svona langar mig í og það tvo. Einn með baði, pott og þrem svefnherbergjum og einn bara með eldhúsi og stofu.

    Alls max 30 m2

  • cool og íbúar í algjöru sambandi við umhverfið.

    • Hilmar Þór

      Já Gunnlaugur og taktu eftir gluggaræmunni til norðurs með útsýni að vatninu í fjarlægð .

  • Dennis Davíð

    „Small is beautiful“ sögðu hipparnir. Það er enn í fullu gildi.

  • Einfalt og flott – eins reyndar fleira sem stofan hefur gert.

  • Hilmar Gunnarsson

    Mjög fallegt!

  • Gersemi!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn